Réttur


Réttur - 01.08.1981, Side 31

Réttur - 01.08.1981, Side 31
Dagsbrún SOára 1956 „Dagsbrún” var það verkalýðsfclag, sem braut ísinn venjulcga í kaupbaráttu síðustu 40 ára. Hér cr mynd af aðalfor- ustumönnum hennar á ræðupalli, er minnst er 50 ára afmælisins. Frá vinstri: Eðvarð Sigurðsson, Hannes Stephcnsen, Otto Þorláksson og i ræðustól Sigurður Guðnason. í áliti Vinnuveitendasambandsins segir m.a.: „Vér höfum athugað þetta frumvarp og bendum á, að það er, sem kunnugt er, gagnstætt venjum i viðskiptum stéttar- félaga og vinnuveitenda hér á landi að lögfesta þau atriði, sem frumvarp þetta fjallar um og mótmælum vér því eindregið að frumvarp þetta verði gert að lögum í þvi formi, sem það nú er i, þar sem með þvi væri fljót- lega gengið á frjálsan samningsrétt verkalýðs og vinnu- veitenda. Verði frumvarp þetta móti von vorri, samþykkt, teljum við brostnar forsendur fyrir þeim gildandi kjara- samningum, sem lögunum er ætlað að taka til, og kann það að hafa hinar alvarlegustu afleiðingar.” Frumvarp þetta varð samt að lögum. Tvískinnungur atvinnurekendavaldsins er hins vegar augljós í þessu máli. Þegar póli- tískar forsendur eru loksins fyrir hendi til að knýja svo mikilsvert réttindamál í gegn á al- þingi, eftir að árangurslaust hafði verið reynt að ná svipuðum ákvæðum fram í kjarasamn- ingum, töluðu atvinnurekendur og þing- menn þeim hliðhollir um frjálsan samnings- rétt og að eðlilegt væri að frá slíkum málum væri gengið í kjarasamningum. Með lögum nr. 19/1979 voru sett ný lög í stað eldri laganna um rétt verkafólks til upp- sagnarfrests og launa í veikinda- og slysatil- fellum. Lögin eru úr svokölluðum félags- málapakka. Enginn vafi er á því að með lögunum er stigið mjög stórt skref í réttindamálum alþýðu á íslandi. Með þeim er islensku verkafólki í fyrsta sinn tryggt viðunandi at- vinnuöryggi og vernd gegn uppsögnum úr starfi með allt að 3ja mánaða uppsagnafresti 143

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.