Réttur


Réttur - 01.08.1981, Page 44

Réttur - 01.08.1981, Page 44
, ,Er guð Ameríkani? ’ ’ Um útrýmingu indíánanna í Suður-Ameríku. Allt frá því hinir „hákristnu” Spánverjar fundu Ameríku hefur verið unnið að því með allri þeirri grimmd, sem trúarofstækið á til, að útrýma indíánunum: stela fyrst landi þeirra, eyðileggja menningu þeirra og drepa þá sjálfa. Á síðustu 70 árum hafa yfir ein miljón Indíánanna í Brasilíu verið drepnir. Aðferð- irnar eru mismunandi: hýbýlin sprengd, mat- vælin eitruð með arseniki eða bólusóttar- bakteríum sprautað í þá. Á síðustu árum hefur verið hert á ofsóknunum, til þess að auðfélögin gætu klófest land þeirra, oft auðugt að málmum eða olíu. Er þetta jafnvel gert undir yfirskini þess að þeir fái þarmeð borgararéttindi. Biskupinn Balduino segir að afleiðing þessara ráðstafana geti orðið að „eftir 30 ár verði yfirleitt engir indíánar til.” Nýlega kom út í Vestur-Þýskalandi bók eftir Soren Hvalkof og Peter Aaby, sem heitir á íslensku: „Er guð Ameríkani?” » í þessari bók er m.a. rakin starfsemi trú- boðsfélaga frá Norður-Ameríku, sem þykj- ast vinna að því að snúa bibliunni á mál Indíána og kristna þá og hafa einnig sérstaka „sumarstofnun fyrir málvísindi.” Það eru þúsundir manna, sem vinna að þessu verki, vekja áhuga hjá indíánum, „friða” svæði þeirra, eyðileggja menningu þeirra og ryðja þannig braut fyrir braskara, sem koma í kjölfarið og klófesta landið. Þannig tókst t.d. Texaco-olíufélaginu einmitt vegna milli- göngu trúboðanna að ná undir sig landsvæði austan til í Equador, sem er mjög auðugt að olíu. — Það þarf engum getum að því að leiða hvaðan slíkum „trúboðum” kemur fé til starfsemi sinnar. „Sumarstofnunin” hefur auk þess góð sambönd við CIA. Það þarf mikið alþjóðlegt átak, ef hægt á að vera að bjarga þeim indíánaþjóðflokkum, sem enn lifa, frá útrýmingu af hálfu hins „villta” hvíta auðmanns. 1) Á þýskur heitir bók þessi: ,,Ist Gott Amerikaner?” Út- gefandi: Lammuv-Verlag í Bornheim-Merten. Bókin er 419 bls. 156

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.