Réttur


Réttur - 01.08.1981, Page 55

Réttur - 01.08.1981, Page 55
gróði er skattfrjáls í Bandaríkjunum. Þvert á móti eru amerískir skattþegnar látnir borga stórfé til þess að halda skuldaþrælum banda- rísku lánadrottnanna rólegum undir okinu, m.a. með herstöðvum í löndum þeirra, ef al- þýðan einhversstaðar færi að hrista klafann. Nefna má að Brasilía, Argentína, Kolum- bía, Thailand, Chile og Filippseyjar og fleiri lönd skulda einstökum bandaríkjabönkum hvert um sig yfir 1000 miljónir dollara. Eftir áætlun amerískra sérfræðinga var heildar- skuld „þróunarlandanna” við bandaríska einkabanka 1979 um 55 miljarðar dollara, en skuldir þeirra alls við alla „vestræna” einka- banka um 100 miljarðar dollara. Til að greiða vexti og afborganir þurfa þau því ár- lega að greiða þessum einkabönkum allt að 20 miljarða dollara. Allar erlendar skuldir þróunarlanda (þar- með talin lán hjá ríkjum, alþjóðastofnunum, olíulöndunum o.s.frv.) voru 86 miljarðar dollara 1971 og voru komnar upp í 391 milj- arð dollara 1979. Vaxtagreiðsla þróunar- landanna jókst á þessum 8. áratug úr 11 milj- örðum dollara í 88 miljarða, gleypir þá 22% útflutningsverðmætis þeirra. — Þannig er ,,nýlendu”þrælkunin nýja. Og að sama skapi sökkva þessi lönd æ dýpra í skuldafen- ið, lífskjör alþýðu versna, hungrið sverfur að, — en yfirstéttir þær í þessum löndum, sem þjóna bandaríska auð- og hervaldinu, dafna vel af landráðunum og hjálpa til að halda alþýðu niðri í fátækt: stundum með „leiftursóknum”, stundum með vægðar- lausu ofbeldi. (Mynd Bidstrup táknar and- stæðurnar vel.) Líðan mannkynsins 1500 miljónir jarðarbúa skortir frumstæð- ustu læknishjálp, helmingur jarðarbúa er vannærður, 30—40 miljónir manna deyja ár- lega úr hungri. Á meðan er vígbúist af — kappi, nær væri að segja vitfirringu. — Ef sleppt væri að framleiða eitt flugvélamóðurskip, mætti kaupa næstum þrjár miljónir smálesta af hveiti fyrir og ef það væri sent í þróunar- löndin mætti bjarga lífi miljóna barna. — og ein sprengjuflugvél kostar sama og 100.000 smálestir af sykri. Undir 100 dollara meðal árstekjur. Hjá 25 fátækustu löndum heims eru meðal-árstekjur íbúanna undir 100 dollur- um, þ.e. undir 800 íslenskum krónum á ári. 80% íbúanna yfir 15 ára að aldri kunna hvorki að lesa né skrifa. Rétturinn til að lifa Frumstæðustu mannréttindin eru tví- mælalaust þau að fá að lifa — lifa án styrj- ■ alda, hungurs, sjúkdóma og annarra vá- gesta. Við skulum athuga hvernig þessum mann- réttindum er háttað, t.d. í nokkrum löndum rómönsku Ameríku: í eftirfarandi löndum er mannsæfin þessi í árum: í Bólivíu 48,3 ár í Haiti 52,2 ár í Guatemala 55,7 ár í Honduras 56,7 ár í Perú 58,1 ár í E1 Salvador 60,7 ár í Kolubíu 63,4 ár í Brasilíu 63,6 ár I Venezuela 64,0 ár í Kúbu 70,4 ár Af hverjum 1000 börnum deyja frá 1 til 4. aldursárs eftirfarandi: í Guatemala 24,2 167 Á

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.