Réttur


Réttur - 01.01.1982, Page 3

Réttur - 01.01.1982, Page 3
Adda Bára Sigfúsdóttir: Kosningar í vor Úrslit sveitarstjórnarkosninga í vor segja ekki einungis til um það hverjir fara með völd í sveitarfélögum næstu fjögur ár, heldur munu þau einnig verða skýr vísbending um það hvaða þjóðfélagsöfl verða handhafar ríkisvalds á næstunni. Það munaði ekki miklu að leiftursóknin yrði að veruleika eftir vetrarkosningarnar 1979. Sú kenning og ýms afbrigði hennar eiga mikið fylgi í öllum flokkum nema Alþýðubandalaginu og verði Alþýðubandalagið fyrir einhverju skakkafalli í kosningun- um í vor, er hætt við að því gefist ekki öllu lengur færi á að standa vörð um kaup og kjör almennings í ríkisstjórn og á Alþingi með sama hætti og undan farin ár. Þeir þing- menn sem kunna þau ráð ein við verðbólgu að afnema vísitölubætur á laun og lækka þau á beinan eða óbeinan hátt, munu þá eiga auðvelt með að ná saman í nýrri ríkis- stjórn sem án efa yrði af leiftursóknarættinni. Sveitarstjórnarkosningarnar verða mæli- kvarði á styrk flokka og þeirra þjóðfélagsafla sem á bak við þá standa. Sá flokkur sem sækir fram í þeim kosningum eflist um leið til átaka á þingi og í þeirri baráttu sem fer fram utan þings og sveitarstjórna um skiptingu þeirra verðmæta sem þjóðin skapar. Það má því með nokkrum sanni segja að hin óbeinu áhrif sveitarstjórnarkosninganna séu ekki síður mikilvæg en hitt hvernig full- trúar skiptast milli flokka í sveitarstjórnum og skal þó síst dregið úr mikilvægi þess. Óskoruð völd Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn Reykjavíkur fram til 1978 voru þannig ein styrkasta stoðin undir veldi þess flokks. Umskiptin 1978 Fyrir tæpum fjórum árum varð Alþýðu- bandalagið forystuafl í mörgum sveitar- stjórnum víðsvegar á landinu. í Reykjavik og tveimum fjölmennustu kaupstöðunum varð Alþýðubandalagið þátttakandi í meiri- hlutasamstarfi. í fjölmörgum öðrum sveitar- félögum hafa trúnaðarmenn flokksins haft 3

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.