Réttur


Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 3

Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 3
Adda Bára Sigfúsdóttir: Kosningar í vor Úrslit sveitarstjórnarkosninga í vor segja ekki einungis til um það hverjir fara með völd í sveitarfélögum næstu fjögur ár, heldur munu þau einnig verða skýr vísbending um það hvaða þjóðfélagsöfl verða handhafar ríkisvalds á næstunni. Það munaði ekki miklu að leiftursóknin yrði að veruleika eftir vetrarkosningarnar 1979. Sú kenning og ýms afbrigði hennar eiga mikið fylgi í öllum flokkum nema Alþýðubandalaginu og verði Alþýðubandalagið fyrir einhverju skakkafalli í kosningun- um í vor, er hætt við að því gefist ekki öllu lengur færi á að standa vörð um kaup og kjör almennings í ríkisstjórn og á Alþingi með sama hætti og undan farin ár. Þeir þing- menn sem kunna þau ráð ein við verðbólgu að afnema vísitölubætur á laun og lækka þau á beinan eða óbeinan hátt, munu þá eiga auðvelt með að ná saman í nýrri ríkis- stjórn sem án efa yrði af leiftursóknarættinni. Sveitarstjórnarkosningarnar verða mæli- kvarði á styrk flokka og þeirra þjóðfélagsafla sem á bak við þá standa. Sá flokkur sem sækir fram í þeim kosningum eflist um leið til átaka á þingi og í þeirri baráttu sem fer fram utan þings og sveitarstjórna um skiptingu þeirra verðmæta sem þjóðin skapar. Það má því með nokkrum sanni segja að hin óbeinu áhrif sveitarstjórnarkosninganna séu ekki síður mikilvæg en hitt hvernig full- trúar skiptast milli flokka í sveitarstjórnum og skal þó síst dregið úr mikilvægi þess. Óskoruð völd Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn Reykjavíkur fram til 1978 voru þannig ein styrkasta stoðin undir veldi þess flokks. Umskiptin 1978 Fyrir tæpum fjórum árum varð Alþýðu- bandalagið forystuafl í mörgum sveitar- stjórnum víðsvegar á landinu. í Reykjavik og tveimum fjölmennustu kaupstöðunum varð Alþýðubandalagið þátttakandi í meiri- hlutasamstarfi. í fjölmörgum öðrum sveitar- félögum hafa trúnaðarmenn flokksins haft 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.