Réttur


Réttur - 01.04.1985, Page 4

Réttur - 01.04.1985, Page 4
an. Þess er vert aö minnast, að verkalýðs- hreyfingin og flokkar hennar gáfu tóninn í þessu efni fyrir meira en hálfri öld, með baráttu sinni fyrir byggingu verkamanna- bústaða. Sú barátta skilaði eftirtektar- verðum árangri, sem enn sér stað víða um land. Þá þegar, var ákveðið að verkamanna- bústaðirnir skyldu vera eignar íbúðir, þó með vissum takmörkunum á ráðstöfunar- rétti eignarinnar. Þessi grundvallarregla gildir enn í dag um verkamannabústaði, og reynslan hefur staðfest að hún er rétt. í kjallara- og kofabúskap verkalýðsins, birtist niðurlæging fátæktarinnar með nöturlegum hætti. Auðstéttin reisti á sama tíma yfir sig hallir, sem enn þann dag í dag þykja fullkomin ofrausn fyrir venjulegar fjölskyldur. Alþýðan varð að una við dragsúg, slaga og hrím á glugga. Því til viðbótar kom kofalyktin, sem oft varð svo megn, að hún næstum gréri við íbúana. Þannig varð fátæktin ekki einasta sýnileg af hýbýlum eða klæðnaði, hún fannst einatt einnig af lyktinni. Ömurleiki hreysanna, hlaut að ögra róttækri verka- lýðshreyfingu til að berjast fyrir frelsun verkalýðsins, úr berklasmognum sagga- bælum. Arangur á því sviði varð til marks um áþreifanlegan ávinning, vitnaði um að 68

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.