Réttur


Réttur - 01.04.1985, Page 6

Réttur - 01.04.1985, Page 6
kenningin um „vorn rétt til að lifa eins og menn“ gat þrátt fyrir allt orðið lifandi veruleiki. Lýsandi fordæmi Enginn vafi er á, að bygging verka- mannabústaðanna átti stóran þátt í því að auka á reisn verkafólks og samtaka þess. Þeir urðu lýsandi fordæmi, um að jafnvel þeir aumustu gátu búið í mannsæmandi húsnæði, og átt það, rétt eins og aðrir. bar sem verð íbúðanna, lánsupphæð og tími, ásamt lágum vöxtum, var með þeim hætti að viðráðanlegt var fyrir hverja fjöl- skyldu sem hafði nokkrar tekjur, þá þýddi eignarrétturinn raunverulega frels- un fjölskyldnanna gagnvart atvinnurek- endum og húsaleiguokrurum. Fólkið átti sínar íbúðir. Því fylgdi ólýsanlegt öryggi, samanborið við þá, sem börðust um hverja holu, sem losnaði til leigu. Þegar frá leið, beitti verkalýðshreyfing- in og flokkar hennar sér fyrir því, að koma upp húsnæðislánakerfi, sem opið yrði öllum, en jafnframt hefur þess verið gætt að verja ávinninginn, sem náðst hef- ur fyrir þá, sem lakast eru settir, og sækja fram á því sviði. 70

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.