Réttur


Réttur - 01.04.1985, Qupperneq 9

Réttur - 01.04.1985, Qupperneq 9
Unga fólkið kemst ekki að heiman Á þeirri hálfu öld, sem liðin er frá upp- hafi verkamannabústaða, hefur verið byggt yfir þjóðina. Meira en 90% af íbúð- arhúsnæði í landinu mun vera 50 ára og yngra. Um það bil 85% þjóðarinnar hefur til skamms tíma búið í eigin húsnæði. Þróunin á fasteignamarkaði, undanfarin fimm ár, hefur hins vegar orðið þannig, að ungt fólk getur ekki eignast íbúðir, og leiguíbúðir eru ekki byggðar. „Stórfjöl- skyldan er að myndast aftur“, sagði Finn- ur Birgisson skipulagsstjóri á Akureyri, í samtali við greinarhöfund, „unga fólkið kemst hreinlega ekki að heiman“, er haft eftir talsmönnum Samtaka áhugamanna um úrbætur í húsnæðismálum. Það sem hefur verið að gerast er í stuttu máli sagt: Sú frelsun sem fólgin var í því að búa í eigin íbúð er að breytast í hlekki óbærilegra vaxta og ránskjara. .,Vísindamenn“ Seðlabankans hafa náð svo mikilli fullkomnun í verkum sínum, að með árshækkun á brennivíni og tóbaki, hækkar fjármálaráðherrann hverja mill- ]ón skuldar um 12-15 þúsund krónur. Fyrir því sér ránskjaravísitalan, sem hinir „snjöllu" hagvitringar, í æðstu peninga- stofnun landsins, hafa fundið upp af undarlegu hugviti sínu. Arstekjur í skammtímalánin Samkvæmt upplýsingum, sem lesa má 1 nýju hefti Vinnunnar, þá lána bankarnir áh'ka mikið til húsnæðismála og lífeyris- sjóðirnir og Húsnæðisstofnun samanlagt. A árinu 1984 var þessi upphæð um sex inilljarðar alls. Lán lífeyrissjóðanna og Húsnæðisstofnunar eru öll til langs tíma (20-42 ára). Hinn helmingur lánanna, bankalánin, er hins vegar að mestu leyti 01 skamms tíma, sennilega til 5 ára að hámarki. Það er ekki fráleitt að hugsa sér að sá, sem reynir að eignast íbúð fyrir tvær mill- jónir, eigi fjórðung verðsins. Hálf önnur milljón er tekin að láni, að hálfu hjá bönkum og að hálfu hjá lífeyrissjóðum og Húsnæðisstofnun. Það þarf ekki mikinn speking til að sjá, að sá helmingur sem fenginn er hjá bönkunum, til skamms tíma, veldur þegar í stað óbærilegri greiðslu- byrði. í þessu tilfelli nemur ársgreiðslan með vöxtum, aldrei lægri upphæð en heil- um dagvinnuárstekjum á algengustu launatöxtunum. Drápsklyfjar skamm- tímalánanna, bætast með öðrum orðum, ofan á okurvextina og snarvitlausa vísi- tÖlll Frelsun eða hlekkir? Það er nú eitt megin verkefni verka- lýðssamtakanna að losa fólk úr þeim hlekkjum ránskjara, sem núverandi ríkis- stjórn hefur á það lagt. Við úrlausn vand- ans verður jafnframt að hafa í huga, að gera þarf úrbætur á verkamannabústaða- kerfinu, og sjá jafnframt til þess að svig- rúm verði fyrir nýjar hugmyndir, nýjar leiðir eins og búseturéttaríbúðir, sam- eignaríbúðir fyrir aldraða og fleira í þeim dúr. Hvort sem okkur fellur það betur eða verr, þá eru íbúðir í eigu hverrar fjöl- skyldu, þegar orðin megin reglan og verð- ur svo um ókomin ár. í þeirri staðreynd á að felast frelsun frá óöryggi og húsaleigu- okri, en ekki hlekkir óbærilegs vaxtaok- urs og ránskjara. Ýmsum kann að þykja ótrúlegt að húsakynni þau sem myndir birtast hér af, skuli flokkast undir mannabústaði. Það myndu þau heldur ekki gera nú á tímum, sem betur fer. Myndirnar eru úr safni Sigurðar Guttormssonar sem gaf þær sögusafni verkalýðshreyfingarinnar. Um þær er óþarfi að hafa mörg orð, en þess er hollt að minnast að þær vitna um daglegan veruleika sem stór hluti verkalýðsins bjó við, á fyrri hluta aldarinnar. 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.