Réttur


Réttur - 01.04.1985, Side 16

Réttur - 01.04.1985, Side 16
inn væri til að hjálpa, en sjúkdómar mundu geisa meðal fólks, sem væri orðið veiklað af geislun og hungri. Grös og skordýr eru þær lífverur sem helst mundu lifa af þau ósköp. Sjá menn að sér? Sumir hafa látið sér detta í hug, að þessi vitneskja yrði til þess að kjarnorku- veldin sæju að sér, þar sem víðtæk styrj- öld væri ekkert annað er sjálfsmorð. Það er því miður sennilega alltof mikil bjart- sýni. Margt bendir til, að nú beinist öll at- hygli herfræðinga að því að búa sig undir snögga árás á óvininn, án þess að þurfa að sprengja svo mikið, að af því mundi leiða stórkostlega kælingu. Á fáeinum mínút- um þyrfti þá að ráða niðurlögum nær allra eldflaugastöðva andstæðingsins, í lofti, á láði og Iegi. Auðveldast væri að ráða við fastastöðvar á landi, en kafbátar væru erf- iðari viðfangs. Til að eyða þeim á skömmum tíma þyrfti mikið kerfi. Það er varla tilviljun, að allra síðustu ár virðast Bandaríkjamenn vera að leggja aukinn þunga í vígbúnað sinn á íslandi, ekki síst með tilliti til kafbátaflota Sovét- manna á Atlantshafi og í íshafinu. Það væri með ólíkindum, ef kjarnorkuvopn ættu ekki að vera þungamiðjan í þeirri starfsemi. Um leið er þetta auðvitað bending um, að Sovétmenn muni búa sig undir átökin sem best þeir geta. Sannast að segja má það vera, að vitneskjan um gereyðingarhættuna vegna kjarnorku- vetrar hafi þannig gert heimsástandið ennþá hættulegra og viðkvæmara en ella hefði orðið. Hvað er til ráða? Við þessu dugar auðvitað ekkert annað en alls herjar eyðing kjarnorkuvopna. Það er eina leiðin til þess að bægja hætt- unni frá að kjarnorkusprengjur verði að minnsta kosti ekki fleiri en svo, að þær valdi ekki þeirri dómsdagseyðingu, sem kjarnorkuvetur hefði í för með sér. En eins og önnur myndin sýnir, stefnir alls ekki í það. Kjarnorkuveldin eru ekki á þeim buxunum að hefja þessa afvopnun. Ekkert annað er gífurlega sterkt almenn- ingsálit í öllum löndum getur tryggt að snúið verði frá helstefnunni. Þess vegna er fræðsla um þetta efni svo bráð nauð- syn. í bók bóka, Biblíunni, er fræg frásögn, sem nú er ástæða til að rifja upp. Belsas- ar, sem er talinn hafa verið dóttursonur Nebukadnesar konungs, hélt þeim upp- tekna hætti afa síns að taka fram fyrir hendurnar á Guði, lífláta þá sem hann vildi, en láta þá lifa sem hann vildi. Þá var við hann mælt. Fingur þínir verða af þér teknir og látnir skrifa á vegginn: Mene, tekel, ufarsin. Það er eins konar rósamál. Bókstaflega þýðir það: Telja - vega - deila, en útleggst: „Dagar þínir eru taldir. Þú ert veginn og léttvægur fundinn. Ríki þínu verður deilt og það gefið öðrum“. Spádómurinn rættist. Þannig þurfafriðar- hreyfingar í öllu löndum að taka fram fyr- ir hendur kjainorkuherranna og láta fing- ur þeirra skrifa: Mene, tekel, ufarsin. HELSTA HEIMILD: Christopher Meredith, Owen Green & Mike Pentz, 1984: Nuclear winter. A new dimension for the Nuclear Debate. Útgefandi: Scientists agains nuclear war, Milton Keynes. 80

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.