Réttur


Réttur - 01.04.1985, Page 20

Réttur - 01.04.1985, Page 20
hverjum, að líklega yrði aldrei unnt að skilgreina þann forða framar. Skólarnir hlytu að fá breytt hlutverk: Hvert skóla- stig yrði einkum að stefna að því að kenna mönnum að leita þekkingar, ekki að innræta mönnum einhver tiltekin kunnáttuatriði. Auðvitað er ljóst að þetta snertir skólastigin með misjöfnum hætti, hrærir minnst við fyrstu árum grunnskól- ans, því þar fer eftir sem áður fram sú þekkingarmiðlun sem nauðsyniegust er, lestrar- skriftar- og reikningskennslan, en síðan fór allt að breytast. Staðreyndirnar viku fyrir vangaveltum og rökræðum og með þeim hætti var leitast við að gera skólana að virku tæki í samfélagsþróun- inni. - Enn er langt í land að þessari breytingu íslenska skóiakerfisins sé lokið, og því miður eru óhugnanlegar blikur á lofti þessi misserin, háværar raddirnar sem heimta afturhvarf til hins forna og löngu úrelta. En haldist kennarar á annað borð áfram við störf verður þróunin ekki stöðvuð. Og hún mun halda áfram að breyta starfi kennarans í þá áttina að sí- fellt séu gerðar til hans meiri og meiri kröfur, menntun hans verði að vera í sí- felldri endurskoðun og stöðug en ekki stöðnuð, allt starf hans nýtt hverju sinni sem hann mætir nýjum námshópi eða bekk. Aðrar breytingar samfélagsins hafa líka orkað til þess að umbylta hugmynd- um okkar um hlutverk kennara. Neyslu- þjóðfélag samtíðarinnar gerir kröfur til þess að forstöðumenn heimila vinni báðir tveir úti á almennum markaði. Þar með hefur uppeldi barnanna flust af heimilum og í skólana. Þetta breytir hlutverki þeirra sem stofnana, gerir uppeldishlutverkið mikilvægara en áður hafði verið — og leggur kennurum þar með enn nýjar skyldur á herðar. Mér vitanlega hefur enginn kennari vikist undan þeirri ábyrgð, en hins vegar hafa margir reist þá eðlilegu kröfu að tekið verði tillit til hennar í mati á störfum stéttarinnar. Fleira um launamál kennara Bæði hérlendis og erlendis hefur yfir- leitt reynst auðvelt að halda kennurum í láglaunahópum og nægt að höfða til sam- visku þeirra og ábyrgðar gagnvart nem- endum. Þetta hefur leitt til flótta úr stétt- inni. Einkum hafa karlmenn — sem sam- kvæmt hugmyndafræði evrópskrar borg- arastéttar líta á sig og eru skoðaðir sem fyrirvinnur fjölskyldna — gefist upp í kennarastörfum, en konur — sem sam- kvæmt sömu hugmyndafræði skapa heim- ilum sínum aðeins aukatekjur ( eða afla sér vasapeninga) með vinnu sinni — tekið við. Svo rammt kveður að þessari kyn- greiningu stéttarinnar að orðið „fröken“ hefur glatað frummerkingu sinni á sænsku og þýðir þar einasta „kennari“ — sbr. orð barnsins sem kom heim eftir fyrsta skóladag að hausti og hrópaði frá sér numið: „Ja men vet du vad, mor? Min fröken ár en mann!“ Hér á íslandi hefur þessi þróun þegar náð mjög langt í grunn- skólum og konum fjölgar jafnt og þétt í hópi framhaldsskólakennara. Þetta væru auðvitað góð tíðindi — ef skýringin væri einhver önnur en sú að launin fæla karl- menn frá starfinu og binda það um leið sem láglaunastarf a.m.k. um ófyrirsjáan- lega framtíð. Jafnframt stuðlar þróunin vitaskuld að því að viðhalda grónum launamun karla og kenna, þegar enn eitt „kvennastarfið" kemur til. Við þetta hefur bæst afar kyndugur skilningur verkalýðsforystu á stéttabar- áttu eða einkennileg greining á „stétta- 84

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.