Réttur


Réttur - 01.04.1985, Page 23

Réttur - 01.04.1985, Page 23
Raeðumenn á útifundinum á Austurvclli. Frá vinstri: Stefán Ólafsson, form. launamálaráðs BHM-R, Auðna Agústsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Árni Páll Árnason, nemi og við hljóðnemann Valgeir Gestsson, formaður Kennarasambands íslands. drýgja tekjur sínar á þennan hátt. Hefur einkum komið fram að ríkisstarfsmenn sitji þar að lélegum hlut, bæjarstarfsmenn eiga a.m.k. sumstaðar fremur kost á „yfirborgunum". Þetta hefur líka sýnt sig 1 því að starfsmannafélög bæjanna hafa einatt verið auðginntari til lélegra samn- inga en ríkisstarfsmannafélögin. Þótt tvöfalda launakerfinu skuli ekki mælt bót er á þetta minnst vegna þess að það á sinn hlut í að kennarar hafa dregist langt aftur úr öðrum launamönnum á síð- ustu árum. Kjarasamningar þeirra hafa þess vegna aldrei fært þeim leiðréttingar — enda viðurkennir engin íslensk ríkis- stjórn hið tvöfalda launakerfi, jafnvel þótt hún standi að því sjálf. Mörgum munu t.d. í minni blaðaskrif á síðasta ári um lestíma ákveðinna starfsmanna Pósts og síma. Kennara (tölvumenntuðum) var nýlega boðið starf við Framkvæmdastofn- un. Hann átti að vísu ekkert að hækka í launum við að flytjast þangað en kaup hans hefði tvöfaldast þar sem honum voru boðin ýmiskonar fríðindi (bílastyrk- ur o.fl.). Tvöfalt launakerfi viðgengst sem sagt sumstaðar hjá ríkinu en er af- neitað opinberlega og haldið sem sérrétti handa tilteknum starfsmönnum. Við þetta bætist að störf kennara hafa breyst til muna eins og áður er að vikið. Rauði þráðurinn í grunnskólalögunum 1974 er jafnrétti til náms. Það felur m.a. í sér að hætt er að sortera í bekki á sama 87

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.