Réttur


Réttur - 01.04.1985, Side 35

Réttur - 01.04.1985, Side 35
gagnrýndi harðlega vaxandi tilhneigingu til útnefninga, sem fáir réðu, í stað kosn- inga til trúnaðarstarfa innan flokks, stjórnkerfis og í atvinnulífi. Þeir sem til- heyrðu verkamannaandstöðunni kröfðust skoðanafrelsis að meðtöldum réttinum til gagnrýni. Kollontay gekk til liðs við verkamanna- andstöðuna og gegndi þar ýmsum störf- um. Samstaðan með verkamannandstöð- unni var í rökréttu framhaldi af því, sem hún hafði alla tíð barist fyrir þ.e. að verkalýðsstéttin ætti að leiða nýtt þjóðfé- •ag sósíalismans fram til sigurs, hafa þar alla forystu, og lýðræðisleg stjórnun sæti í fyrirrúmi. Hún var hámenntuð, hafði mörg tungumál á valdi sínu, og ritstörf léku í höndum hennar. Hún setti saman samþykktir og greinargerðir um skoðanir og viðhorf verkamannaandstöðunnar, færði röksemdir fyrir gagnrýni hreyfing- arinnar og benti á þær leiðir, sem fara bæri. Hún talaði máli hreyfingarinnar á flokksþingum og ráðstefnum. Kollontay ritaði bækling undir heitinu Verkamannaandstaðan, þar sem hún •eggur ríka áherslu á nauðsyn þess, að verkalýðsstéttin stjórni sjálf framleiðsl- unni, atvinnulífinu, framkvæmd og til- högun á vinnunni, því að til þess sé hún færust. Hún taldi það ranga stefnu, uð sérfræðingum voru falinn yfirráð og ákvörðunarvald, þótt henni væri vitan- •ega ljóst, að sérþekkingar var þörf, og hana bar að nýta. Hún áleit að sérfræð- ingarnir ættu að vera í þjónustu verka- •ólksins, en ekki settir yfir það. Peir væru borgaralegt afl, skilgetið afkvæmi kapí- talískra samfélagshátta, og ráð þeirra allt 1 samræmi við það; þeir tækju með sér óheillavænlegan arf frá fortíðinni, og shipulagning þeirra á framleiðslunni væri ekki til þess fallin að þjóna hagsmunum Alexandra með manni sínum Vladimir og Misja, syni þeirra, 1897 hins vinnandi fjölda, Kollontay var sökuð um óraunsæi, að hún lokaði augunum fyrir aðstæðum í landinu á þessum tíma, en ekki verður því í móti mælt, að hún vakti í tíma at- hygli á hættum þeim, sem samfara eru skrifræði, miðstýring, skerðingu lýð- ræðis og opinna skoðanaskipta. Ákall hennar um aukið lýðræði, dreifingu valds og rétt til gagnrýni var tímabært. Ný Iöggjöf Stuttu eftir valdatöku bolsévíka, í október 1917, setti ráðstjórnin lög, sem breyttu gagngert réttarstöðu kvenna, en Kollontay var þar ráðherra félagsmála. I fyrsta lagi var skilnaður gerður svo auð- veldur, að ekki þurfti annað til en annar aðilinn óskaði skilnaðar og tilkynnti það réttum yfirvöldum. í öðru lagi voru af- skipti kirkjunnar afnumin varðandi gift- ingar, fæðingar og dauðsföll, og einnig í 99

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.