Réttur


Réttur - 01.04.1985, Qupperneq 36

Réttur - 01.04.1985, Qupperneq 36
þessum tilvikum var látið nægja að skrán- ing færi fram á tilheyrandi skrifstofum. í október 1918 var svo gefin úr heildar- löggjöf, sem tók til fjölskyldumála og fé- lagslegra velferðarmála, sem einkum áhrærðu stöðu kvenna og barna. Þar er gert ráð fyrir, að gifting og skilnaður stað- festist með skráningu. Nafnareglur urðu frjálslegri en áður, gagnkvæm framfærslu- skylda var lögleidd og gilti hún einnig eft- ir skilnað eftir því sem þörf krefði. í laga- textanum er enginn greinarmunur gerður á karli og konu, og gert ráð fyrir, að kon- an hafi atvinnutekjur ekki síður en karl- maðurinn. Hugtakið óskilgetið barn var úr sögunni, og öll börn áttu að njóta sömu réttinda, hvort sem þau voru fædd í hjónabandi eða utan þess. Komið var á fæðingarorlofi í 16 vikur, og bar að til- kynna fæðingu og nafn föður á skráning- arskrifstofu. Ef hann neitaði ekki faðerni innan tiltekins tíma, var hann skyldur til að sjá fyrir barninu að sínum hluta, og skipti hjúskapur þar ekki máli. Skýrt var kveðið á um forræði foreldra og skyldur þeirra gagnvart börnum sínum. Hert var á ákvæðum um ættleiðingar, og var vernd barna og ungmenna beinlínis höfð þar í huga, en nokkuð hafði verið um það, einkum í sveitum, að börn voru ættleidd í þeim tilgangi að fá ódýrt vinnuafl. Þessi löggjöf var í raun svo lýðræðisleg, að ráðstjórnin gat með réttu státað af því, að hún tæki í mörgum atriðum fram því, sem þá þekktist í borgaralegum lýðræðis- ríkjum. Mikið vantaði þó á, að staða kvenna innan fjölskyldu og úti í atvinnu- lífinu væri viðunandi. Á þessum árum virðist mikil umræða hafa farið fram um breytta lífshætti og breytta skipan á heimilisrekstri með tilliti til þess að losa konurnar undan oki heim- ilistarfanna, fá þær út í atvinnulífið og tryggja þeim ótvíræðan rétt til sjálfstæðr- ar vinnu utan heimilis. Þá virðist hafa ríkt mikil bjartsýni og athafnasemi, en landið var stríðshrjáð eftir heimsstyrjöldina fyrri, og í kjölfar friðarsamninganna sem kenndir voru við Brest-Litovsk, skall svo á borgarastyrjöld (1918) með tilheyrandi hörmungum og hungursneyð á stórum svæðum. Við þessar aðstæður fór því fjarri, að þau markmið, sem fyrsta ríkisstjórn bolsé- víka setti sér um félagsleg framfaramál, breytta lífshætti og fjölskylduskipan, væru í sjónmáli. Eitt gekk þó þolanlega frá fyrstu byrjun, en það var mæðra- og barnavernd, sem Alexöndru Kollontay var alltaf sérstakt hjartans mál. Eitt fyrsta verk hennar sem ráðherra var að koma á sérstöku ráðuneyti fyrir mæðra og barna- vernd, og hún lét reisa og reka mæðra- heimili, sem átti að vera fyrirmynd um slíkar stofnanir. Þetta fyrsta mæðra- heimili eyðilögðu hermdarverkamenn með íkveikju, og var það henni mikið áfall. Kvennafylking í flokknum Eftir myndun fyrstu Sovétstjórnarinnar var að frumkvæði Kollontay haldin í Petr- ograd ráðstefna verkakvenna, þar sem mörkuð var stefna varðandi lagasetning- ar um fjölskyldumál og hag kvenna og barna. í kjölfar þessarar ráðstefnu var innan flokksins stofnuð kvennafylking, sem þekkt varð undir heitinu „Genotdel“- Stofnun kvennafylkingarinnar mætti nokkurri andstöðu, einkum meðal karla, sem töldu þetta tiltæki bera of sterkan keim af femínisma. Konurnar ættu að vera í flokknum við hlið karlanna, en þar myndu þeirra mál fá eðlilegan framgang- Genotdel var ætlað að skipuleggja starf 100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.