Réttur


Réttur - 01.04.1985, Page 50

Réttur - 01.04.1985, Page 50
Á Spáni barðist Alþjóðahersveitin, kommúnistar og aðrir lýðræðissinnar, með spönsku þjóðinni gegn fasism- anum. Hér sjást þýskir kommúnistar í Alþjóðahersveitinni, þriðji frá hægri er Heinrích Rau. í röðum auðmannastétta Vesturveld- anna. 10. maí 1940 réðust þeir vestur á bóginn. Holland og Belgía féllu í greipar þeim og franska auðvaldið sveik Frakk- land í hendur Hitler, það vildi frekar „sjá Hitler í París en Maurice Thorez, kommúnistaleiðtogann“. Þýska auðvald- ið og það franska mundi enn Parísarkom- múnuna 1871, uppreisn og valdatöku verkalýðsins í París, er franska auðvaldið gafst upp fyrir þýska hernum þá. I júnílok réð Hitler því af Frakklandi, er hann vildi og lét föðurlandssvikarann Petain hafa hitt, Vichy-stjórnin. Afturhaldssamasti hluti breska auð- valdsins ætlaði líka að svíkja landið — og heimsveldið — í hendur Hitlers. í innsta hring bresku ríkisstjórnarinnar lagði Chamberlain til í júní 1940 að Mussolini væri beðinn um að hafa milligöngu um friðarsamninga við Hitler. En það var fellt með 3:2; Chamberlain og Halifax lá- varður vildu gefast upp, en á móti voru báðir ráðherrar Verkamannaflokksins og Churchill, sem stóð fast á því að berjast til þrautar við Hitler, þó England væri nú orðið eitt eftir. 114

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.