Réttur


Réttur - 01.04.1985, Qupperneq 54

Réttur - 01.04.1985, Qupperneq 54
Jóhannes úr Kötlum orti um Stalin- grad-vörnina m.a. þetta (í „Stalingrad"): Aldrei var að vígi neinu voðalegar sótt. — Engin takmörk finnast framar: fagurt eða Ijótt, auðmýkt eða drottindómur, dagur eða nótt. En þótt hönd og hjarta mali hamrömm stálsins kvörn, eins og veggur róleg rísa rauða fánans börn. Hér er vörnin sigursókn — en sóknin neyðarvörn. Brúnir vestanböðlar spyrja: Bilar hún ei senn? Tíminn líður, blóðið brennur, — borgin stendur enn. Og þeir hvísla óttaslegnir: Eru þetta menn? Aðeins sá, er sköpun skynjar, skilur lífsins svar: Nei, — þeir eru meir en menskir menn, sem verjast þar; þeir eru einmitt það, sem verður, — þið eruð hitt sem var. “ Pann 19. nóvember 1942 hóf Zhukov hershöfðingi árásina á umkringdan nasista- herinn. 31. janúar 1943 varð von Paulus hershöfðinginn þýski, að gefast upp með 91 þúsund hermenn, sem eftir voru af 300 þúsundum. Nasisminn hafði beðið sinn stærsta ósigur. Sókn hans til heimsyfirráða var brotin á bak aftur. Alger umskifti voru orðin í þessari blóðugustu styrjöld mann- kynssögunnar. Undanhald nasistaherj- anna hófst í orustunni miklu við Kursk í apríl 1943, þýska víglínan var endanlega rofin, undanhaldið og flóttinn var hafinn — og það var líka Zhukov, sem þá stjórn- aði. 409 nýjar herdeildir (divisions) höfðu bætst í rauða herinn, þótt tap hans 1941 og 1942 væri a.m.k. 3'/2 milljón her- manna. Og nú varð ekkert lát á sókn rauða hersins. Breski og bandaríski herinn börðust á þessum tíma í Afríku og Asíu og innrásin á Ítalíu var gerð í júlí 1943 (á Sikiley). En Vesturveldin urðu ekki við margendur- tekinni beiðni Sovétstjórnarinnar um að skapa „aðra víglínu" („second front“) gegn þýska hernum í Evrópu, fyrr en í júní 1944. Her Sovétríkjanna sótti nú stöðugt fram, studdur af skæruliðum, fyrst og fremst kommúnista og annarra þjóðfrels- issinna, ekki síst júgóslavneska frelsis- hernum undir forustu Titos, sem allt frá 1941 höfðu háð skæruhernaðinn og frels- að stóra hluta föðurlands síns undan nas- istum, er rauði herinn nálgaðist Belgrad. Veldi nasismans var að hrynja undan hinum þungu höggum Sovéthersins, sem og fékk dýrmætan stuðning vopna og véla frá bandamönnum sínum, ekki síst Bandaríkjunum. Þegar rauði herinn hóf innrás sína í Berlín, frömdu þeir Hitler og Göbbels sjálfsmorð, í apríllok, en 8. - 9. maí gáf- ust þýsku herirnir endanlega upp. Við Saxelfi mættust þann 25. apríl 1945 hermennirnir sovésku og bandarísku, er sótt höfðu fram þessa löngu og erfiðu leið og tókust nú í hendur. Fyrir þessa óbreyttu alþýðumenn hefur þetta verið stór stund, máske einhver stærsta í lífi þeirra, er þeir tengdust bræðaböndum og handaband þeirra varð táknrænt merki þess að sameiginlega höfðu þeir lagt verstu ófreskju mannkyns að velli. Enda 118
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.