Réttur


Réttur - 01.04.1985, Page 55

Réttur - 01.04.1985, Page 55
fór svo að einn Bandaríkjamannanna, Joseph Polowsky, liðsforingi, bað um það að verða, er hann létist, grafinn á þessum stað og sú bæn var honum veitt af íbúum Torgau. Og er sá tími kom, í nóv- ember 1983, uppfyllti stjórn DDR þessa ósk bardagamannsins gegn fasismanum og lík hans var flutt frá Chicago, heimili hans, til Torgau og þar var hann grafinn að viðstöddum gömlum stríðshetjum frá Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Eftir- lifandi félagar er lifað höfðu hinn minnis- stæða atburð tókust þar í hendur. Þeirra heitasta ósk var, eins og hins dána, að friður mætti ríkja og stríðsógn yrði bægt frá. — Með þeim var sonur Polowskys, er sést fyrir miðju á myndinni síðari. En víkjum aftur að orrustunni um Berlín. Hún kostaði líf 20.000 sovéskra hermanna, eftir að 88.000 þeirra höfðu fallið á leiðinni frá Oder til Saxelfar. 30. apríl reistu Sovéthermenn rauða fánann á Ríkisþinghúsinu í Berlín, því hinu sama og nasistar létu kveikja í 28. febrúar 1933 og hófu útrýmingarherferð sína gegn þýsku kommúnistunum með banni á flokki þeirra K.P.D. — Pað illvirki þeirra allt afhjúpaði síðar Dimitroff í réttar- höldunum frægu í Leipzig 1933, þar sem nasistarnir voru afhjúpaðir sem brennu- vargar frammi fyrir öllum heimi. III Þýski fasisminn var lagður að velli. En dýr hafði hann reynst mannkyninu. Auk mannfórnanna í sjálfri styrjöldinni, — birtust nú ógnir útrýmingarbúðanna, þar sem nasistar höfðu banað milljónum manna, kvenna og barna, — þegar út- rýma átti fyrst og fremst kommúnistum og Gyðingum og þrælka þá „óæðri“ kyn- stofna, er eigi þótti hentugt að drepa. 40 ár eru liðin. En hættan á nýrri út- rýmingarherferð nýrra „Hitlera“ er ekki liðin hjá. Að völdum situr í Washington forseti, sem segir að í Moskvu ríki öfl hins illa í heiminum, sér sem sé sjálfan Satan þar að verki. Og þessi maður ræður yfir voldugri vopnum en Hitler nokkru sinni: atómsprengjunni, eitri og hverskyns drápstækjum, nægum til útrýmingar — eigi aðeins kommúnismans, heldur og alls mannkyns. Hættan er ekki liðin hjá. Hún er ægi- legri en nokkru sinni fyrr. Stríðsæsinga- menn Bandaríkjanna, sem í 40 ár hafa undirbúið árásarstríð gegn Sovétríkjun- um, en ekki þorað í það enn, af því þeir óttast að sigurinn sé ekki vís, heldur geti þýtt eyðingu allra vegna styrkleika þess, er útrýma átti. En gróðalýðurinn, kaupmenn dauðans, vinir Reagans í Kaliforníu, krefjast síauk- ins vígbúnaðar. Þeir græða svo vel á honum. — Á meðan svelta milljónir manna í veröldinni. Er ekki mál að brjáluðu óréttlætinu og banvænum stríðsundirbúningi linni? E.O. 119

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.