Réttur


Réttur - 01.04.1985, Page 56

Réttur - 01.04.1985, Page 56
Endurminningar úr Bröttugötusalnum Það var nýlega verið að rífa gamla „Fjalaköttinn“, sem kallaður var, fyrsta leikhús og kvikmyndahús Reykjavíkur. Það vakna ýmsar endurminningar — og ólíkar, — er þess húss er minnst. Hjá mér verða þær tvíþættar. I. Bioferð úr Hafnarfirði 1912 eða ’13 Pað hafði fyrir nokkrum árum (1906) verið komið upp kvikmyndaleikhúsi í Stiginn upp Reykjavík („Reykjavíkur Biograftheat- er“) í Bröttugötu og var það leikhús áður. Einn fagran sumardag (1912 eða ’13) fengum við tveir strákar úr Hafnarfirði, 10 og 11 ára, leyfi til að „fara á bio“, sjá þetta furðuverk. Við löbbuðum af stað í tæka tíð til að missa ekki af neinu. Maður er léttfættur á þeim aldri og tveggja tíma gangur er ekkert afreksverk. Enn man ég eftir, er við komum á Öskjuhlíðina, — þar var eitt hús — því þá sáum við Skólavörðuna. Og svo var það bara dalverpi lítið uns við komum að Skólavörðunni — og sáum Reykjavík — niðri í kvosinni, en farin að teygja angana út fyrir — inneftir. Og nú var gatan greið að bio-inu. Það kostaði 10 aura inngangurinn, ef ég man rétt, — það sama og við krakk- arnir — og konurnar fengum um klukku- tímann fyrir að breiða fisk. Mig minnir að hléin væru sex, það þurfti alltaf að sauma saman búta. En við vorum þolinmóðir, enda myndin vafalaust „spennandi“, þó ekki muni maður hver hún var. Og að lokinni fyrstu bio-ferð ævinnar var svo labbað til baka til Hafnarfjarðar, ég held tiltölulega rólega og mikið skrafað. Klukkan vafalaust orðin eitt, er 120

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.