Réttur


Réttur - 01.04.1985, Qupperneq 60

Réttur - 01.04.1985, Qupperneq 60
ERLEND VÍÐSJÁ Jf Grenada undir járnhælnum Það var 13. mars 1979, sem alþýðan í Grenada tók völdin af bandaríska leppn- um Eric Gairy undir forystu Maurice Bishop. Tæp 4 ár fékk alþýðan að bæta lífskjör sín. Fyrsta árið kölluðu íbúar Grenada „frelsisárið“. Annað árið hét „menning- ar- og framleiðsluárið“. Þriðja árið var „ár landbúnaðarins“. Framfarirnar á þessari litlu eyju þessa stuttu frelsisstund fóru fram úr öllu því sem þekktist í Mið-Ameríku að Kúbu undanskilinni. Þjóðbanka var komið á, fiskveiðarnar skipulagðar, smábændun- um var hjálpað, tækniaðstoð og áburður veitt ódýrt, menntun alþýðu tók stórum framförum: áður var annarhver Grenada- búi óskrifandi, en nú tókst með aðstoð stúdenta sem sjálfboðaliða að útrýma ólæsinu að heita mátti. Börn 6-12 ára fóru að sækja skóla. Skólavistin var ó- keypis, bækur og skólaföt líka. Verð- lagsákvæði voru leidd í lög, ráðist í fram- kvæmd mikillar áætlunar um íbúðabygg- ingar. Hið ægilega atvinnuleysi minnkaði svo aðeins fjórði hver maður var atvinnu- laus. Og út um eyjar Karíba-hafsins spurðu menn: „Því getur þetta ekki verið eins hjá okkur?“ I október 1983 réðst Bandaríkjaher á hina litlu varnarlausu eyju og hertók hana. (Við þekkjum þetta.) Og stjórnarstefna leppanna var strax framkvæmd: Það var afnumið ákvæðið um að veita sjúkum ókeypis lyf. (Kannast menn við tilhneiginguna?) Fullorðinsfræðslan, sem hafin var áður, var stöðvuð. Kennslubækurnar, sem menn fengu ókeypis, voru eyðilagðar. (Þær höfðu ver- ið prentaðar á Kúbu.) Öll opinber fyrirtæki: bankinn, hótel og önnur opinber atvinnufyritæki, m.a. fiskvinnsluverksmiðja, er Kúbumenn höfðu hjálpað til að reisa, voru afhent „einkaframtakinu“ einkum því banda- ríska. Smábændur voru sviftir þeim jörðum, er þeim hafði bætst. Meir en helmingur vinnufærs fólks er nú atvinnu- laus. Alþjóðaflugvöllur, er reistur hafði ver- ið með aðstoð Kúbumanna, er nú orðinn bandarískur herflugvöllur. Sýndarkosningar voru látnar fram fara og „forsætisráðherra“-leppurinn Iét það verða sitt fyrsta verk að biðja bandaríska herinn um að vera kyrr um ófyrirsjáan- legan tíma. Islendingar kannast við ýmsar tilhneig- ingarnar. En í Grenada lifir minningin um Bis- hop og byltinguna skammævu. Og hatrið á ofbeldisaðilanum mun fara vaxandi. 124
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.