Réttur


Réttur - 01.04.1985, Page 63

Réttur - 01.04.1985, Page 63
braskarar hans eru sokknir í taumlausa gróðafíkn og ágirnd á þjóðareignum. Dæmigerð er samþykktin um að selja banka þjóðarinnar í hendur braskaranna: Þegar nokkrir fégráðugir braskarar vildu gera Landsbankann að einkabanka — rétt eins og íslandsbanki var þá og þar að auki áttu danskir og enskir bankar hlut í honum og hann hafði seðlaútgáfurétt. — Þá var það Magnús Stephensen lands- höfðingi sem bjargaði Landsbankanum sem þjóðareign um aldamótin 1900. Árið 1919 var búið að selja flestalla fossa íslands, nema Sogið, hlutafélögum, er voru að mestu erlend. — Þá voru það Jón Þorláksson, Bjarni frá Vogi og Guðmundur Björnsson landlæknir, en þeir voru meirihluti fossanefndar, er björguðu því eftir langa baráttu 1923, að íslendingar héldu yfirráðum yfir fossum sínum flestum og erlendu tökin eyði- lögðust. (Sjá nánar í Rétti 1948, bls. 123- 142.) Þegar ísland hafði gerst aðili að Mars- hallsamningnum og Ameríkanar og er- indrekar þeirra vildu að Sementsverk- smiðjan og Áburðarverksmiðjan yrðu reistar sem einkafyrirtæki, þá var það m.a. Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðis- flokksins og ráðherra, sem neitaði slíku og í stjórnarfrumvarpinu um byggingu þessara fyrirtækja var ákveðið að bæði væru þjóðareign. Það eru nú hinsvegar komnir til valda menn, sem aðeins hugsa um peningana °g langar til að sölsa undir sig hverja Þjóðareignina á fætur annari og hugsa líka til þess að eyðileggja ríkisútvarpið, svo einkaútvarp auðmanna fái aðstöðu til að forheimskva þjóðina og spilla henni, svo að hún geri sig að fótaskinni erlends hernámsvalds. — Og nú er viss hluti — máske ráðandi — svo djúpt sokkinn að hann vill láta þingmenn sína stela þjóðareignum $ins og Landsbankanum til handa bröskurum. Við slíka hnignun undir áhrifum gróða- fíkninnar koma manni ósjálfrátt í hug orð Hallgríms Péturssonar í Passíusálmunum — og þessir herrar þykjast víst vera kristnir: „Undirrót allra lasta ágirndin kölluð er, frómleika frá sér kasta fjárplógsmenn ágjarner, sem freklega elska féð, auði með okri safna andlegri blessun hafna, en setja sál í veð.“ 127

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.