Réttur


Réttur - 01.08.1976, Page 53

Réttur - 01.08.1976, Page 53
Luis Corvalan sextugur Þann 14. september sl. varð LUIS COR- VALAN, aðalritari Kommúnistaflokks Chile, sem nú er píndur í dýflissum fas- istastjórnarinnar, sextíu ára. Krafan um frelsi fyrir þessa hetju verkalýðsins í Chile, sem býður kvölurum sínum byrg- inn, vex í sifellu um víða veröld.1’ Luis Corvalan er fæddur 14. september 1916 í Puerto Montt, sunnan til í Chile. Fað- irinn var barnakennari, móðirin bændastúlka, sem hvorki lærði að lesa né skrifa, þegar hún var ung. Luis langaði til að verða kennari og komst á kennaraskóla. Það var á neyðarárum heimskreppunnar, atvinnuleysið óskaplegt. Það var árið 1934 að Corvalan var að kenna börnum verkamanna og fiskimanna í bæn- um Tomé, í héraðinu Conception, að farið var að ræða í hópnum um orsakir eymdar- innar og verkamaður að nafni Palma sagði frá myndun gamla Sósíalistaflokksins og frá stofnanda hans Emiliano Recabarreu. En upp úr þeim flokki var Kommúnistaflokkur Chile myndaður 1922. Corvalan gekk þá í flokk- inn og tók að vinna að útbreiðslu sósíalism- ans. Hann varð 1938 blaðamaður við eitt blað flokksins, er nefndist „Vakning verka- manna". Afhjúpaði hann arðrán bandaríska saltpéturshringsins og hlaut að launum fyrstu fangelsisvist sína í Iquique og svo í Antofa- gasta og að lokum í afskekktum stað Pitruf- quen. Þegar hann kom úr þessari fangavist 1939 hélt hann aftur til blaðsins og varð nú aðalritstjóri þess. Þá var í Chile víðfeðma þjóðfylking kommúnista, sósíalista og rót- tækra borgaraflokka. Arið 1940 hóf Kommúnistaflokkurinn út- gáfu dagblaðs, er nefndist „E1 Siglo" (öldin). Várð Corvalan fyrst starfsmaður og síðan 1946 ritstjóri þess. Atti blaðið sinn þátt í kosningasigri þjóðfylkingarinnar, er Gon- zález Videlá var kosinn forseti. En undir áhrifum Bandaríkjaauðvaldsins og aftur- haldsins heima fyrir sveik Videla þjóðfylk- inguna og hóf 1948 ofsóknarherferð gegn kommúnistum. Luis Corvalan var þá tekinn fastur og píndur í fangelsi. Hann sagði síðar svo frá þeim atburði: „Þá nótt var ég barinn mikið

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.