Fréttablaðið - 28.03.2009, Side 2

Fréttablaðið - 28.03.2009, Side 2
2 28. mars 2009 LAUGARDAGUR LÖGREGLUMÁL Fimm nauðgunarmál eru nú til rannsóknar hjá kynferð- isbrotadeild lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður deildarinnar. Þessar fimm nauðgunarkær- ur bárust allar fyrr í þessari viku. Nauðganirnar sem kærðar hafa verið áttu sér stað á höfuðborgar- svæðinu. Ýmist áttu þær sér stað í síðustu viku eða um helgina. Kon- urnar sem kærðu eru á aldrinum átján ára til fimmtugs. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins áttu nauðganirnar sér stað á veitingahúsum og í gleðskap í heimahúsum eftir veru á skemmti- stöðum. Í fjórum tilvikum er einn gerandi kærður en í einu tilviki eru allt að fjórir kærðir. Þar er einnig um að ræða grun um misneytingu sem þýðir að til dæmis getur verið um að ræða ölvunarástand eða ann- marka sem gera það að verkum að þolandi getur ekki spornað við verknaðinum. Öll þessi nauðgunarmál eru enn á frumstigi hvað varðar rannsókn lög- reglu á þeim. Í ljósi þess vildi yfir- maður kynferðisbrotadeildar ekki tjá sig um efnisleg atriði þeirra. - jss Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu: Fimm nauðganir í rannsókn FÓRNARLAMB Kynferðisbrotadeild rannsakar nú fimm nauðgunarmál á höfuðborgarsvæðinu. MENNING Fermingarbörnin í Hafnarfjarðarkirkju hafa í vetur unnið að glæsilegu mósaíklista- verki með listakonunni Alice Olivia Clarke. Verkið heitir Lífs- ins tré en Alice hannaði verkið og bjó til stofn trésins og hvert fermingarbarn bjó til eitt lauf- blað á tréð. Alice og börnin hafa staðið í ströngu við að klára verkið enda er fyrsta fermingin í kirkjunni á sunnudag. Líkt og félagar þess í náttúr- unni mun tréð vaxa og dafna en fermingarhópar næstu ára munu bæta laufblöðum á það. - sg / sjá Heimili & hönnun Lífsins tré í Hafnarfirði: Eitt blað á hvert fermingarbarn MÓSAÍKTRÉ Fermingarbörn Hafnarfjarð- ar kirkju tóku þátt í gerð listaverksins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LIST Fimm og hálfs metra há eftirlíking af Eiffelturninum í París, sem listamaðurinn Jón Guðmundsson smíðaði úr 280.000 eldspýtum, hefur verið sett upp í göngugötu Smáralindar og mun standa þar fram yfir páska hið minnsta. Í tilkynningu frá Smáralind segir að það hafi tekið listamann- inn fimm ár að setja turninn saman. Um mikla nákvæmnis- vinnu sé að ræða, þar sem turninn sé í réttum hlutföllum við sjálfan Eiffelturninn í París. - kg 280.000 eldspýtna listaverk: Eiffelturninn í Smáralind Hluthafafundur Landic Property hf. verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins, Kringlunni 4–12 í Reykjavík, laugardaginn 4. apríl 2009 nk. og hefst kl. 11.00. Dagskrá: • Stjórnarkjör • Önnur mál Stjórn Landic Property hf. HLUTHAFAFUNDUR LANDIC PROPERTY HF. Sigurður, er ekki tímabært að breyta um nafn á skólanum? „Nei, skólinn er alltaf ferskur.“ Sigurður Sævarsson er skólastjóri Nýja tónlistarskólans, sem fagnar þrjátíu ára afmæli sínu um þessar mundir. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu stöðvaði enn eina kannabisræktunina í umdæminu í gærdag. Hún var í Ásahverfi í Hafnarfirði. Á fjórða hundrað plöntur reyndust vera þar inni, og voru þær allar á lokastigi ræktunar og nær tilbúnar til vinnslu. Tveir karlmenn höfðu verið handteknir vegna rannsókn- ar málsins þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Þeir voru þá í yfirheyrslu hjá lögreglu. Ekki hafði verið tekin ákvörðun um hvort krafist yrði gæsluvarðhalds yfir þeim eða þeim sleppt að lok- inni skýrslutöku. - jss Kannabisræktun í Hafnarfirði: Meintir rækt- endur teknir SVEITARSTJÓRNIR Kristján Svein- björnsson, sem í desember sagði af sér embætti forseta bæjar- stjórnar Álftaness og dró sig í hlé sem bæjarfulltrúi Álftaneslistans hefur nú boðað endurkomu sína í bæjarstjórn. Þetta kemur fram í bréfi sem Kristján hefur sent bæj- arfulltrúum. Kristján sagði af sér í kjölfar lögreglurannsóknar sem leiddi í ljós að hann stóð á bak við nafnlausan óhróðurspóst sem birt- ist á vefsíðu sveitarfélagsins og fjallaði um eigendur lóðar fram- an við einbýlishús hans. Kristj- án segir í bréfinu að brotthvarf hans hafi ekki skapað frið í bæjar- stjórninni eins og hann hafi von- ast eftir. - gar Bæjarstjórnarforseti sem vék: Vill snúa aftur í bæjarstjórnina FLÓTTAMENN Einn hælisleitendanna fimm, sem átti að senda til Grikk- lands í gær, vill gjarnan komast heim til Albaníu í brúðkaup dótt- ur sinnar í júní, en vill ekki fara í gegnum Grikkland og ræða við þarlend yfirvöld. Hann óttist að þau hneppi hann í varðhald vegna þess að hann hafi verið ólögleg- ur innflytjandi þar. Maðurinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, biður íslensk stjórnvöld að tryggja að hann verði ekki áreitt- ur í Grikklandi, sendi þau hann þangað. Félagar hans vilja ekki fara til Grikklands, heldur vera hér. Ragna Árnadóttir dómsmálaráð- herra kom í fyrrakvöld í veg fyrir að hælisleitendurnir yrðu sendir burt. Ráðherra vill bíða upplýs- inga um aðstæður hælisleitenda þar ytra, sem hafa verið gagn- rýndar mjög, meðal annars af Flóttamanna- stofnun Samein- uðu þjóðanna. Mennirnir hafa verið á Íslandi síðan í fyrra. Tveir eru Írakar, tveir Afganar og einn frá Albaníu. Þá átti að senda aftur á grundvelli upprunareglu Dyflinnarsamkomulagsins. Noordin Alazawi er nítján ára Íraki. Hann segir að honum hafi verið gert að yfirgefa Grikkland á sínum tíma. „Ég á kærustu hér og ef ég má vera hér þá vil ég vera,“ segir hann. Noordin er ósáttur við aðferðir yfirvalda. Í marga mán- uði hafi hann beðið í Reykjanes- bæ eftir úrlausn sinna mála. Síðan hafi honum skyndilega verið til- kynnt af lögreglunni að hann þyrfti að fara. „Pabbi minn var drepinn í Írak og hryðjuverkamenn þar ætl- uðu að drepa mig líka. Ég var að vinna í bandaríska sendiráðinu og þeir rændu mér og létu fjölskyldu mína borga mig úr haldi,“ segir hann. Hann hafi ekkert þangað að sækja lengur. Systkini hans og móðir séu nú flóttamenn í Belgíu og í Sýrlandi. Haukur Guðmundsson, starf- andi forstjóri Útlendingastofnun- ar, segir ákvörðun ráðherra eðli- lega í því ljósi að í ráðuneytinu séu til meðferðar tvær kærur um að fólk hafi verið sent til Grikk- lands. Ráðuneytið vilji ljúka þeim málum, áður en fleiri verði send- ir þangað. Fyrir ári ráðlagði Flóttamanna- stofnun Sameinuðu þjóðanna Evr- ópusambandsríkjum að senda ekki hælisleitendur til Grikklands. Var þetta gert vegna bágra aðstæðna hælisleitenda þar í landi. klemens@frettabladid.is, jse@frettabladid.is Einn hælisleitenda vill komast heim Einn þeirra fimm hælisleitenda, sem átti að vísa til Grikklands í gær, vill fara heim til Albaníu, en óttast grísk yfirvöld. Hinir vilja ekki fara. Dómsmálaráð- herra vill bíða upplýsinga um meðferð hælisleitenda í Grikklandi. NOORDIN ALAZAWI Segist eiga kærustu á Íslandi og vill ekki fara til Grikklands aftur. Fjölskylda hans sé sundruð um heiminn. Systir hans og móðir séu til dæmis í Sýrlandi, en bróðir hans í Belgíu. MYND/KRISTJÁN CARLSSON GRÄNZ HAUKUR GUÐMUNDSSON FÓLK Mikil veisla verður í Ráð- húsinu í Þorlákshöfn í dag til heiðurs Margréti Ingibjörgu Halldórsdóttur sem varð eitt hundrað ára á miðvikudag- inn. Að því er kemur fram á heimasíðu Ölf- uss er hún elsti íbúi sveitarfé- lagsins. „Mar- grét er fædd að Litlu-Löndum í Vestmanna- eyjum 25. mars 1909 en á heima á Mánabraut 16 Þorlákshöfn. Hún dvelur nú á Dvalarheimilinu að Blesastöðum. Margrét verður með afmælis- veislu á laugardaginn í Ráðhús- inu í Þorlákshöfn og er vinum og vandamönnum boðið,“ segir á heimasíðu Ölfuss. - gar Elsti íbúinn í Ölfusi fagnar: Hundrað ára afmæli EFNAHAGSMÁL Flatar afskrift- ir skulda yrðu að vera bornar af ríkissjóði eða erlendum kröfuhöf- um að fengnu samþykki þeirra. Þetta kemur fram í niðurstöð- um starfshóps Seðlabankans um skuldir heimilanna, sem birtar voru í gær. Þá segir að fjárhags- staða hins opinbera leyfi ekki svo mikla tilfærslu skulda yfir á hið opinbera, hvorki beint né í gegnum frekari endurfjármögnun banka- kerfisins. Slíkar aðgerðir verður því að fjármagna að miklu leyti með skattahækkunum eða niður- skurði ríkisútgjalda. Samkvæmt niðurstöðu hópsins yrði kostnaður við 20 prósenta flata niðurfellingu allra húsnæð- isskulda um 285 milljarðar króna að meðtöldum lífeyrissjóðslánum. Kostnaður við fjögurra milljóna króna niðurfellingu húsnæðis- skulda á hvert heimili yrði enn dýrari, eða um 320 milljarðar króna sé miðað við áttatíu þúsund heimili. Starfshópurinn hefur haldið áfram að greina gögn um skuldir og eignir heimila síðan fyrstu bráðabirgðaniðurstöður voru birtar hinn 11. mars síðastliðinn. Við greiningu á áhrifum ofan- nefndra tveggja aðferða við afskrift skulda var einungis skoð- aður heildarkostnaður hverrar aðgerðar og hvernig afrakstur þeirra dreifist til ólíkra hópa út frá eiginfjárstöðu. - kg Nýjar niðurstöður starfshóps Seðlabankans um niðurfellingu íbúðalánaskulda: Fjögurra milljóna niðurfelling dýrari MARGRÉT INGIBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR STARFSHÓPUR Starfshópur Seðlabankans um skuldir heimilanna kynnti nýjar niður- stöður sínar í gær. SPURNING DAGSINS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.