Fréttablaðið - 28.03.2009, Síða 6

Fréttablaðið - 28.03.2009, Síða 6
6 28. mars 2009 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL Nýtt fólk verður valið til forystu í Samfylkingunni í dag og í Sjálfstæðisflokknum á morg- un. Jóhanna Sigurðardóttir sækist ein eftir að taka við formennsku af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í Samfylkingunni en tveir ásæl- ast varaformannsembættið sem Ágúst Ólafur Ágústsson lætur af. Kosið verður á milli Árna Páls Árnasonar alþingismanns og Dags B. Eggertssonar borgarfull- trúa. Kosning hefst klukkan tvö í dag og verður kjöri lýst klukkan hálf sex. Á morgun kjósa sjálfstæðis- menn sér nýjan formann í stað Geirs H. Haarde. Þingmennirnir Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson eru í framboði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir óskar endurkjörs í varaformanns- embættið. Kosningin hefst klukkan þrjú og eiga niðurstöður að liggja fyrir um klukkustund síðar. - bþs Varaformannskjör í Samfylkingunni og formannskjör í Sjálfstæðisflokknum: Forystuskipti í dag og á morgun BJARNI BENEDIKTSSON KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON ÁRNI PÁLL ÁRNASON DAGUR B. EGGERTSSON STJÓRNMÁL Flokkarnir fimm sem eiga fulltrúa á Alþingi hafa gert með sér samkomulag um að stilla auglýsingum í kosningabaráttunni fram undan í hóf. Heildarkostnaður hvers flokks vegna auglýsinga í dagblöðum, netmiðlum og ljósvakamiðlum má ekki verða hærri en fjórtán milljónir króna, samtals 70 milljónir. Ámóta samkomulag var gert fyrir kosningarnar 2007 en þá var hámarkskostnaður 28 milljónir á flokk. Samkomulagið á rætur að rekja til laga frá 2006 um starfsemi stjórnmálaflokkanna en í þeim er fjallað um fjármögnun flokka með það fyrir augum að gera fjármál þeirra opinber og gegnsæ. Settar eru skorður við fjáröflun en ríkisframlög hækkuð. Flokkarnir sem standa að samkomulaginu eru Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri hreyfingin - grænt framboð. Töldu flokkarnir rétt í því árferði sem nú er að helminga auglýsingafjár- hæðina sem sammælst var um 2007. Tekur samn- ingur þeirra gildi á mánudag en þá er landsfundum þeirra allra lokið. - bþs Stjórnmálaflokkarnir á Alþingi sammælast um takmörkun á auglýsingakostnaði: Verja 70 milljónum í baráttuna ÚR ÞINGINU Stjórnmálaflokkarnir hafa komið sér saman um auglýsingafé í kosningabaráttunni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FRAMSÓKN Mánudagur 30. mars Blönduós - Potturinn og pannan - kl. 12.00 Sauðárkrókur - Mælifell - kl. 20.30 Þriðjudagur 31. mars Borgarnes - Vinakaffi - kl. 12.00 Akranes - Framsóknarhúsið - kl. 18.00 Miðvikudagur 1. apríl Eskifjörður - Kaffistofa Tandrabergs - kl. 12.00 Fáskrúðsfjörður - Café Sumarlína - kl. 17.00 Egilsstaðir - Hótel Hérað - kl. 20.00 framsokn.is Fundaferð Sigmundar Davíðs og frambjóðenda vítt og breitt um landið NÝTT UPP HAF FYRIROKKURÖLL SKOÐANAKÖNNUN 46,6 prósent segja ríkisstjórnina hafa lítið eða mjög lítið gert fyrir heimilin í land- inu, samkvæmt nýrri skoðana- könnun Fréttablaðsins og frétta- stofu Stöðvar 2. 33,0 prósent segja stjórnina hafa lítið gert, 13,6 pró- sent segja ríkisstjórnina hafa mjög lítið gert fyrir heimilin. Rúmlega fjórðungur, eða 25,7 prósent, telur hins vegar að ríkisstjórnin hafi gert mikið eða mjög mikið fyrir heimilin. 22,0 prósent segja stjórn- ina hafa gert mikið, en 3,7 prósent segja hana hafa gert mjög mikið. 27,7 prósent segja stjórnina hvorki hafa gert mikið né lítið fyrir heim- ilin í landinu. Ef svarendur eru flokkaðir eftir stjórnmálaskoðun, eru það helst kjósendur Samfylkingar og Vinstri grænna sem telja stjórn- ina hafa gert mikið eða mjög mikið fyrir heimilin í landinu, um 50 pró- sent þeirra. Tæpum 64 prósentum kjósenda Sjálfstæðisflokks og 56 prósentum þeirra sem ekki gefa upp stuðning við stjórnmálaflokk finnst hins vegar að stjórnin hafi lítið eða mjög lítið gert fyrir heim- ilin. Þá telja fleiri að lítið eða mjög lítið hafi verið gert fyrir fyrirtæk- in í landinu. 57,9 prósent telja að lítið eða mjög lítið hafi verið gert fyrir fyrirtækin, 37,1 prósent telur lítið hafa verið aðhafst og 20,9 pró- sent telja að mjög lítið hafi verið gert. 15,5 prósent telja að mikið eða mjög mikið hafi verið gert. 1,6 prósent telja að mjög mikið hafi verið gert, en 13,9 prósent telja að mikið hafi verið gert. 26,6 prósent telja að ríkisstjórnin hafi hvorki gert mikið né lítið. Líkt og með heimilin eru það kjósendur Samfylkingar og Vinstri grænna sem líklegastir eru til að telja að mikið hafi verið gert fyrir fyrirtækin í landinu, um fjórð- ungur kjósenda Samfylkingar og þriðjungur Vinstri grænna. 73 prósent sjálfstæðismanna telja hins vegar að lítið hafi verið gert fyrir fyrirtækin og 65,6 prósent þeirra sem ekki gefa upp stjórn- málaskoðun sína eru sama sinnis. Hringt var í 800 manns miðviku- daginn 25. mars. Spurt var: Telur þú að núverandi ríkisstjórn hafi gert mikið eða lítið fyrir heimilin í landinu? og tóku 94,4 prósent afstöðu. Þá var spurt: Telur þú að núverandi ríkisstjórn hafi gert mikið eða lítið fyrir fyrirtækin í landinu? 87,4 prósent tóku afstöðu. svanborg@frettabladid.is Lítið aðhafst fyrir heimili og fyrirtæki Tæp 47 prósent segja ríkisstjórnina hafa lítið eða mjög lítið gert fyrir heimilin í landinu, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Aðeins fleiri, eða tæp 58 prósent segja ríkisstjórnina hafa lítið eða mjög lítið gert fyrir fyrirtækin. HVERSU MIKIÐ HEFUR RÍKISSTJÓRNIN GERT FYRIR HEIMILIN? Mjög mikið/mikið 25,7% Hvorki né 27,7% Mjög lítið/lítið 46,6% HVERSU MIKIÐ HEFUR RÍKISSTJÓRNIN GERT FYRIR FYRIRTÆKIN? Mjög mikið/mikið 15,5% Hvorki né 26,6% Mjög lítið/lítið 57,9% Skv. könnun Fréttablaðsins og Stöð 2 25.03‘09 Finnst þér í lagi að hægt sé að kaupa fjórhjól fyrir börn frá þriggja ára aldri? Já 16.8% Nei 83,2% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að banna nektardans með lögum? Segðu þína skoðun á visir.is HERNAÐUR Bandaríska blaðið New York Times greindi frá því í gær að ísraelskar orrustuþotur hafi gert árás á bílalest í Afríkuríkinu Súdan í janúar síðastliðnum. Til- gangur árásarinnar var að stöðva vopnaflutninga til Gasa. Blaðið hefur eftir ónafngreind- um embættismönnum að Íranar hafi staðið fyrir vopnasending- unni, sem var ætluð Hamas-sam- tökunum. Talið er að yfir þrjátíu manns hafi farist í árásinni. Ehud Olmert, fráfarandi for- sætisráðherra Ísraels, hefur ekki viljað tjá sig en segir að Ísrael grípi til aðgerða hvar og hvenær sem þarf að verja landið. - kg Ísraelskar orrustuþotur: Gerðu árás á bílalest í Súdan Í BREIÐHOLTI Aðeins rétt rúmur fjórðungur aðspurðra í nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 eru þeirrar skoðunar að ríkis- stjórnin hafi gert mikið eða mjög mikið fyrir heimilin í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJÖRKASSINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.