Fréttablaðið - 28.03.2009, Page 10

Fréttablaðið - 28.03.2009, Page 10
10 28. mars 2009 LAUGARDAGUR ATVINNUMÁL Um 130 störf við sprota- og nýsköpunarfyrirtæki hafa orðið til á vegum Nýsköpun- arstofnunar Íslands frá því haust. Stefnt er að því að 270 til viðbótar verði til áður en árið er liðið. Um sjötíu manns hafa fengið störf við átaksverkefnið Starfs- orka sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Vinnumálastofnun ýttu úr vör í janúar síðastliðnum í sam- vinnu við félagsmálaráðuneyt- ið og iðnaðarráðuneyti. Sigríður Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, segir stefnt að því að alls verði 300 störf til í þessu átaksverk- efni. Því er ætlað að hjálpa atvinnu- lausum við að komast aftur á vinnumarkað og er þannig háttað að fyrirtæki sem vinna að nýsköp- un og þróun geta ráðið til sín fólk sem skráð er atvinnulaust. Vinnu- málastofnun greiðir fyrirtæk- inu þá grunnatvinnuleysisbætur starfsmannsins ásamt átta pró- senta mótframlagi í lífeyrissjóð. Fyrirtækið skuldbindur sig á móti til að greiða honum samkvæmt gildandi kjarasamningum í allt að eitt ár. „Það er von okkar að eftir þann tíma sem starfsmaðurinn hefur unnið í verkefninu verði hann orðinn það dýrmætur að fyrir- tækið kjósi að ráða hann,“ segir Sigríður. Um 40 manns vinna í tveimur viðskiptasetrum sem stofnunin hefur komið á laggirnar í sam- vinnu við Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, Landsbank- ann og Íslandsbanka. Þetta eru viðskiptasetrin Torg- ið sem var opnað í desember síð- astliðnum í húsnæði Landsbank- ans í Austurstræti 16 og Kvosin sem var opnuð í febrúar í hús- næði Íslandsbanka í Lækjargötu. Þrettán fyrirtæki starfa í Torginu en tíu í Kvosinni. Þar vinna marg- ir fyrrverandi starfsmenn bank- anna sem misstu vinnuna í kjölfar bankahrunsins. Loks segir Sigríður að um 20 manns starfi í átta fyrirtækjum í frumkvöðlasetrinu Eldey, sem hóf starfsemi á háskólasvæði Keilis síðastliðið haust. Flest þessara fyrirtækja þar vinna að nýsköp- un í orkuiðnaði. Auk þess rekur miðstöðin frumkvöðlasetur að Keldnaholti en þar hafa nú tólf fyrirtæki aðstöðu. Aðspurð hvort ekki sé erfitt fyrir ný fyrirtæki að fóta sig í þessu árferði segir hún að mun erfiðara hafi verið fyrir frum- kvöðlafyrirtæki í góðærinu þegar þau urðu að keppa um starfsfólk við fjármálageirann sem borgaði afar há laun. Þá hafi fjárfestar líka frekar freistast til að leggja fjármagn í hlutabréf en nýsköpun. jse@frettabladid.is Góðæri fyrir nýsköpun Frá falli bankanna hafa um 130 nýsköpunarstörf orðið til hér á landi. Stefnt er að því að 300 til viðbótar verði til á þessu ári. Kjöraðstæður fyrir frumkvöðlafyrirtæki segir framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar. Árið 2006 flutti fyrirtækið Flaga starfsemi sína úr landi. Það hannar meðal annars svefngreiningarbúnað sem notaður er til að greina hvort fólk á við svefnraskanir að etja eður ei. Sveinbjörn Höskuldsson verkfræðingur var á meðal þeirra sem misstu þá vinnu sína og var útlit fyrir að þekking þeirra færi í súginn því enginn vettvangur var fyrir hana hér á landi. Hann og sex kollegar hans tóku sig saman, settu sig í samband við Nýsköpunarmið- stöð Íslands og byrjuðu að hanna svefngreiningartæki fyrir börn, en slík tæki voru ekki til á markaði. „Ég man að við vorum álitnir hálf skrýtnir að vera frekar að berjast í þessu fyrir grunnlaun í stað þess að fara í fjármálageirann þar sem okkur stóð til boða að vinna fyrir himinhá laun,“ rifjar Sveinbjörn upp. Nú hefur þetta nýsköpunarfyr- irtæki þeirra, Nox Medical, lokið hönnun á tækinu og samið við annað fyrirtæki sem mun dreifa því um allan heim. Tækið kostar um 720 þúsund og talið er að heildar- markaður sé fyrir um 7.000 stykki á ári. „Mér skilst það á dreifingar- fyrirtækinu að þeir ætli sér að ná nokkuð stórri markaðshlutdeild,“ segir Sveinbjörn. „Það var alveg ómetanlegt að geta fengið þessa aðstöðu hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands því það gerði okkur kleift að einbeita okkur algjörlega að því sem við gerum best.“ SAGAN AF NOX MEDICAL 130 NÝSKÖPUNAR- OG FRUMKVÖÐLASTÖRF FRÁ BANKAHRUNI Starfsorka 70 Kvosin og Torgið 40 Eldey 20 MEÐ HUGVITIÐ Í HÖNDUNUM Sveinbjörn sýnir Sigríði hér svefngreiningarbún- aðinn sem er afrakstur af miklu nýsköpunarstarfi. Búnaðurinn er nú á leið á markað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Tveir karlmenn hafa verið dæmdir fyrir að smygla fljótandi kókaíni hingað til lands frá Hondúras. Annar þeirra var dæmdur í átján mán- aða fangelsi og hinn í tólf mán- aða fangelsi. Fíkniefnalögreglan hér fékk upplýsingar frá bandarísku fíkniefnalögreglunni um að rommflaska full af kókaínvökva væri á leið til Íslands með póst- þjónustunni FedEx. Lögreglan skipti efninu út fyrir annan vökva og lögreglu- maður fór í dulargervi sendils til viðtakanda flöskunnar. Í kjöl- farið var viðtakandinn hand- tekinn ásamt öðrum manni. Úr vökvanum mátti vinna hálft kíló af kókaíndufti. - jss Tveir karlmenn dæmdir: Smygluðu fljót- andi kókaíni ZERVAS SYRGÐUR Yfir 200 manns, þar af margir meðlimir Hells Angels vélhjólagengisins, voru viðstaddir jarðarför hins 29 ára gamla Anth- ony Zervas í Sidney í Ástralíu í gær. Zervas var barinn til dauða í átökum vélhjólagengja á flugvellinum í Sidney síðastliðinn sunnudag. Lögregla rann- sakar nú málið. Morgunblaðið og mbl.is hefur á að skipa harðsnúnu liði blaðamanna og ljósmyndara sem hafa sópað til sín verðlaunum að undanförnu. Blaðamannafélag Íslands verðlaunar árlega fyrir bestu blaðamennsku ársins og Virkjanakostir á Íslandi Ragnar Axelsson Besta umfjöllun ársins 2008 fyrir umfjöllun um virkjunarkosti á Íslandi Virkjanakostir á Íslandi Önundur Páll Ragnarsson Besta umfjöllun ársins 2008 fyrir umfjöllun um virkjunarkosti á Íslandi Verðlaun fyrir íþróttamynd ársins Verðlaun fyrir skoplegustu mynd ársins Verðlaun fyrir mynd í okknum daglegt líf Golli Starfsfólk Morgunblaðsins sópar að sér verðlaunum Halldór Aðalverðla íslenskra myndskre fyrir Krep ádeilur á h F ít o n / S ÍA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.