Fréttablaðið - 28.03.2009, Page 13

Fréttablaðið - 28.03.2009, Page 13
LAUGARDAGUR 28. mars 2009 13 STJÓRNMÁL Eiríkur Tómasson prófessor segir að ekkert banni viðskiptaráðherra að vera í leyfi frá formennsku í Samkeppnis- eftirlitinu meðan hann gegnir ráðherraembætti. Langsótt sé að gera athugasemdir við það. Hins vegar liggi ljóst fyrir að hann verði að láta af störfum meðan hann er ráðherra. „Það getur verið álitamál hvort hann hefði átt að segja af sér. Skoðanir geti verið skiptar um það,“ segir Eiríkur. Í skráðum upplýsingum um hagsmunatengsl ráðherra og trúnaðarstörf kemur fram að Gylfi er í leyfi sem formaður Samkeppniseftirlitsins. - ghs Viðskiptaráðherra: Í leyfi sem formaður Sam- keppniseftirlits EIRÍKUR TÓMASSON Vilja jarðhitaréttindi aftur Bæjarráð Álftaness vill að Orkuveita Reykjavíkur skili til baka jarðhitaauð- lindum, fundnum sem ófundnum, sem fylgdu með við sölu hitaveitu Bessastaðahrepps árið 1993. Bæjar- ráð segir að fella þurfi þetta ákvæði út þar sem engin greiðsla hafi komið fyrir þessi verðmæti. ÁLFTANES LÖGREGLUMÁL Hafið er sér- stakt átak lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu, í samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra, gegn ölvunarakstri í umdæminu. Mun það standa yfir í fjórar vikur. Skipulegu eftirliti verður hald- ið úti á ýmsum tímum sólarhrings og á mismunandi stöðum. Mark- mið átaksins er að vekja athygli á þeirri hættu sem stafar af ölv- unarakstri og hvetja til almennr- ar varkárni í umferðinni. Átak- ið nær einnig til aksturs undir áhrifum fíkniefna. Afleiðing- ar þess geta sömuleiðis verið skelfilegar. Vegna þessa mega ökumenn búast við því að verða stöðvaðir víðs vegar í umdæminu. - jss Höfuðborgarsvæðið: Í átaki gegn ölvunarakstri DÓMSMÁL Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjölda brota, sem þeir frömdu annaðhvort saman eða hvor í sínu lagi. Þar á meðal er rán og líkamsárásir, fjöldi þjófnaðar- brota og hylm ingar. Annar mannanna er meðal annars ákærður fyrir að hafa stolið sparibauk með tæpum tuttugu þús- und krónum af skemmtistaðnum Live Sportbar og gasgrilli úr Nóa- túni. Í Fjarðarkaupum stakk hann svo með leynd inn á sig lambalæri. Í félagi við annan braust hann inn í íbúðarhúsnæði og stal þar munum fyrir fleiri hundruð þúsund. Skaðabótakröfur á hendur honum eru samtals 845 þúsund krónur. Hinn maðurinn er ákærður fyrir að hafa ráðist aftan að manni á Laugavegi, slegið hann niður og sparkað í hann. Árásarmaðurinn hirti farsíma, armbandsúr, gler- augu og veski með verðmætum í af fórnarlambinu. Sá síðarnefndi krefst rúmlega 600 þúsund króna í skaðabætur. Saman brutust mennirnir svo inn í verslun Franks Michelsen í Reykjavík og stálu tuttugu og sex armböndum. Skaðabótakrafa á hendur þeim fyrir það mál nemur 996 þúsundum króna. - jss Tveir karlmenn ákærðir fyrir rán, líkamsárás, stórþjófnaði og fleira: Stal sparibauk, læri og grilli GRILL ÚR NÓATÚNI Annar mannanna stal grilli úr Nóatúni og stakk lambalæri inn á sig með leynd í Fjarðarkaupum. Nýr skólastjóri Ísaksskóla Sigríður Anna Guðjónsdóttir tekur við af Eddu Huld Sigurðardóttur sem skólastjóri Ísaksskóla hinn 1. apríl næstkomandi. Sigríður Anna hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Sam- tökum verslunar og þjónustu undan- farin þrjú ár og hefur víðtæka reynslu af kennslu á öllum skólastigum. MENNTUN Framhaldsnám á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Umsóknarfrestur er til 15. apríl MS, Ph.D. Byggingarverkfræði Eðlisfræði Eðlisverkfræði Efnafræði Ferðamálafræði Fjármálaverkfræði Hugbúnaðarverkfræði Iðnaðarverkfræði Jarðeðlisfræði Jarðfræði Landfræði Lífefnafræði Líffræði Rafmagnsverkfræði Reikniverkfræði Stærðfræði Tölvunarfræði Tölvuverkfræði Umhverfisverkfræði Vélaverkfræði AUSTURRÍKI Eiginkona og sonur Josefs Fritzl hafa verið ákærð fyrir að hafa átt þátt í að halda dóttur hjónanna fanginni í kjall- arakompu í 24 ár. Austurríska dagblaðið Kurier greindi frá því í gær að lögfræð- ingurinn Klaus Ulrich Groth hefði lagt fram kæru þess efnis. Groth telur sig hafa sannanir fyrir því að útilokað sé að eigin- konan og sonurinn, sem er 44 ára gamall, hafi ekki vitað af innilok- uninni og nauðgununum sem áttu sér stað í kjallaranum. Auk þess að útilokað sé að ekki hafi heyrst neitt úr dýflissunni, sem var óhljóðeinangruð. - kg Mál Josefs Fritzl: Fritzl-mæðgin sögð samsek STJÓRNMÁL Sjálfstæðisflokkurinn telur hagsmunum íslensku þjóð- arinnar betur borgið utan Evr- ópusambandsins en innan. Engu síður vill flokkurinn að þjóðin fái að skera úr um málið. Á þessa leið ályktaði landsfund- ur flokksins um Evrópumál í gær. Í meginatriðum var tillaga Evrópunefndar flokksins sam- þykkt en þó með lítils háttar breytingum. Líflegar umræður fóru fram um málið á fundinum og vildi Pétur Blöndal alþingismaður til dæmis að flokkurinn segði hreint út að aðild væri ekki á dagskrá. - bþs Evrópuleið Sjálfstæðisflokks: Gegn ESB-aðild en þjóðin kjósi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.