Fréttablaðið - 28.03.2009, Side 16

Fréttablaðið - 28.03.2009, Side 16
16 28. mars 2009 LAUGARDAGUR Ef skoðaðar eru kannanir mánuði fyrir kosningarnar 2003 og 2007 sést að staða flokkanna getur breyst aðeins á fjórum vikum. Í báðum tilfellum dalar Sjálfstæðisflokkurinn frá könnunum. Framsóknar- flokkurinn fær hins vegar aðeins meira upp úr kjör- kössunum en kannanir mánuði fyrr sögðu til um. Mánuði fyrir kosningarnar 2007 var Sjálfstæðisflokkurinn með yfirburðastöðu í könnun Frétta- blaðsins. Rúmlega 43 prósent sögð- ust myndu kjósa flokkinn. Í kosn- ingunum sem haldnar voru 12. maí það ár fékk flokkurinn hins vegar 36,6 prósent atkvæða. Á þessum mánuði dalaði flokkurinn því um tæp sjö prósentustig. Mánuði fyrir kosningarnar 2003 sögðust 39,0 prósent myndu kjósa Sjálfstæðis- flokkinn en 33,7 prósent greiddu honum atkvæði sitt í kosningun- um sem haldnar voru 14. apríl 2003, 5,3 prósentustigum minna en reiknað var með mánuði áður. Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig fylgi síðasta mánuðinn bæði fyrir kosningarn- ar 2003 og 2007. Í kosningunum 2003 fékk flokkurinn 8,8 prósentu- stigum meira en könnun mánuði fyrr hafði gefið til kynna. Þann 14. apríl 2003 sögðust 8,9 prósent myndu kjósa flokkinn og óx fylgi hans jafnt og þétt fram að kjör- degi, þegar 17,7 prósent greiddu þeim atkvæði sitt. Munurinn var minni fjórum árum síðar. Þá var fylgi flokksins 8,6 prósent mánuði fyrir kosningar en hann hlaut 11,7 prósent atkvæða. Fylgi Samfylkingar breyttist nánast ekkert frá könnun Frétta- blaðsins 14. apríl 2003 til kjör- dags 10. maí. Í könnuninni mældist flokkurinn með 31,1 prósent fylgi og fékk svo 30,9 prósent atkvæða. Fyrir kosningarnar 2007 bætti flokkurinn hins vegar við sig 4,5 prósentustigum á þessum fjórum vikum fyrir kosningar. Fóru úr 22,3 prósenta fylgi í 26,8 prósenta kjörfylgi. Vinstri græn styrktu sig aðeins í aðdraganda kosninganna 2003, um 1,4 prósentustig, en fyrir kosning- arnar 2007 dalaði fylgið frá því mánuði fyrir kosningar fram að kjördegi um 2,4 prósentustig. Bæði árin var fylgið tveim mánuðum fyrir kosningar mun hærra. Frjálslyndi flokkurinn dalaði hægt og rólega úr 10,5 prósenta fylgi niður í 7,4 prósenta kjörfylgi árið 2003. Fyrir síðustu kosningar tókst flokknum hins vegar að bæta við sig einu prósentustigi á sama tímabili; fór úr 5,8 prósenta fylgi í 7,3 prósenta kjörfylgi. Af öðrum flokkum bætti Íslands- hreyfingin við sig einu prósentu- stigi síðasta mánuðinn fyrir síð- ustu kosningar, fór úr 2,3 prósenta fylgi í 3,3 prósenta kjörfylgi. Bar- áttusamtök eldri borgara féllu hins vegar úr skaftinu á síðasta mánuð- inn fyrir kosningar árið 2007 eftir að hafa mælst með 0,8 prósenta fylgi mánuði fyrir kosningarnar. Margt getur breyst á einum mánuði FRÉTTASKÝRING: Fylgi stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga FRÉTTASKÝRING SVANBORG SIGMARSDÓTTIR svanborg@frettabladid.is Fylgi stjórnmálaflokkanna Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins frá kosningum 1999 til 25. mars 2009. 14.apríl 2003Alþingiskosningar 1999 Alþingiskosningar 2003 Alþingiskosningar 200714. apríl 2007 0% 10 20 30 40 50 Baráttusamtök eldri borgara Fylgi og úrslit kosn- inga árið 2003 Könnun Fréttablaðsins 14.4.2003 0% 10 20 30 40 8,9 17,7 39,0 33,7 10,5 7,4 31,130,9 7,4 8,8 Ko sn in ga r Fylgi og úrslit kosn- inga árið 2007 Könnun Fréttablaðsins 14.4.2007 0 50 0% 10 20 30 40 Ko sn in ga r8,6 11,7 43,4 36,6 5,8 7,3 2,3 3,3 22,3 26,8 16,7 14,3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.