Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2009, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 28.03.2009, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 28. mars 2009 31 ■ Björn Hlynur Haraldsson útskrifaðist árið 2001 úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands. ■ Hann stofnaði Vesturport ásamt öðrum. Verkin sem þau hafa sett upp eru meðal annars Rómeó og Júlía, Woyzeck og Brim. Verkin hafa verið sýnd erlendis sem hér heima. ■ Hann lék í Sölumaður deyr hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Gestinum og Þíbylju. Hann hefur einnig leikið í Pétri Gaut og Sumarljósi. ■ Björn Hlynur lék í Blóðbrúðkaupi í Almeida Theatre í London. ■ Af hlutverkum hans í kvikmyndum má nefna Reykjavík Guesthouse: Rent a bike, Kaldaljós og aðalhlutverk í Strákarnir okkar. Hann lék einnig stórt hlutverk í Mýrinni. ■ Verk hans, sem hann skrifaði sjálfur og leik- stýrði, Dubbeldusch, var meðal annars tilnefnt til Menningarverðlauna DV. ■ Björn Hlynur var valinn sem Shooting Star árið 2006 og fetaði þar í fótspor leikara eins og Daniel Bruhl, Daniel Craig og Franka Potente. ■ Verkið Sædýrasafnið var frumsýnt í gærkvöldi í Kassanum í Þjóðleikhúsinu en þar leikur Björn Hlynur eitt aðalhlutverkanna. ➜ FERILLINN Á HUNDAVAÐI Vill vera afkastamikill Björn Hlynur segist fá mikið út úr því að leika en skrifin metti hann þó á annan máta. Dubbel- dusch hefur verið sýnt í heilt ár og annað handrit er í smíðum. „Ég hafði alltaf lúmskan grun um að ég ætti eftir að gera eitt- hvað af því að skrifa. Ég hélt að ég hefði ekki innsæi í það og hafði hugsað mér að fá einhvern til að skrifa fyrir mig en leikstýra sjálf- ur. Ég ákvað hins vegar eftir smá- umhugsun að láta vaða og ef ég væri sáttur myndi ég bera verk- ið fram. Woody Allen sagði í við- tali um daginn að áttatíu prósent af allri velgengni væri að mæta í vinnuna. Hann hefur gert eina mynd á ári, í þrjátíu og fimm ár, og hann segist ekki vera sáttur við neina þeirra. Eina leiðin sé samt að halda áfram. Hann sé engu bættari þótt hann hugsi og stúderi eitthvað eitt handrit í tíu ár í stað- inn fyrir að framleiða það bara. Á hans ferli má finna margar frá- bærar myndir og aðrar slæmar. Ég er samt ekki að leggja það til að fólk geri bara „eitthvað“. Ég vel og hafna úr því sem ég kem á blað og hef hugmyndina frekar skýra í kollinum áður en ég byrja. Og svo kemur maður sjálfum sér oft á óvart – er kominn út í senu sem maður hafði ekki hugmynd um að myndi enda þar.“ Framleiðandinn rífur kjaft Tvö verk eru á borði Björns Hlyns. Annað þeirra fjallar um hið tog- streitukennda fyrirbæri sem sam- band mæðgna getur verið. Náin, flókin fjölskyldubönd. Hitt er að sögn Björns Hlyns hugarfóst- ur sambýliskonu hans, Rakelar Garðarsdóttur. Kvikmyndahand- rit sem byggt er á sjálfsævisögu- legri skáldsögu Hreins Vilhjálms- sonar, Bæjarins verstu. Hreinn hefur lifað lífi útigangsmanns og skrifar um skrautlegheitin á götunni. „Ég skrifa og hún rífur kjaft! Hún er auðvitað framleið- andinn að myndinni og það er ekkert grín, get ég sagt þér, að vera með framleiðandann yfir sér dag og nótt. Hún hefur mik- inn metnað fyrir þessu. Takmark- ið hjá okkur er meðal annars að gera íslenska mynd sem nær því að vera 90 mínútur – það virðist vera að íslenskar kvikmyndir geti aldrei náð því að vera lengri en 84 mínútur – hefurðu tekið eftir því? Nei, að öllu gríni slepptu þá finnst mér saga þeirra sem hafa klúðrað svona hlutunum, og misst allt, áhugaverð. Hefur oft langað að vita þegar ég sé þessa félaga í Austurstræti hvernig þeir end- uðu þar. Og það er gott að vinna með Rakel. Hún er drífandi og skemmtileg í samvinnu.“ Lítill æsingamaður Spjallið teygir sig í allar áttir. Björn Hlynur segist gjarnan vilja sjá leikhús sem venjulegt fólk geti tengt sig meira við. Að fólk geti farið og fundið þar hluti sem það þekkir úr eigin lífi. Nýtt efni inn í leikhúsið finnst honum bráðnauð- synlegt. Hann vilji einfalda hlut- ina á margan hátt og viti oft ekki alveg hvort leikstykki, sem leik- ararnir sjálfir þurfi þrjár vikur í að stúdera til að skilja hvað verið er að fara með orðræðunni, eigi alltaf erindi við leikhúsgesti. Kannski þurfi nútíminn meira að koma þangað inn. Hann seg- ist einnig ætla að halda ótrauður áfram að skrifa, nota sumarnæt- urnar sem koma bráðum, elda og jafnvel láta undan þrýstingi Rak- elar og fá sér hænur. Sú hugmynd hafi í það minnsta komið upp á heimilinu. Hann er rólyndismað- ur að eigin sögn og það sé einhver dútlari í honum, sem þrái hæglæti og engan æsing. „Ég er til dæmis orðinn þannig að ég hef mjög litla þörf fyrir að tjá skoðanir mínar lengur. Ég hugsa mitt en hef lært að bera virðingu fyrir smekk annarra. Ef hlutir eru unnir af heil indum er óþarfi að rífa það niður. Mér getur auðvitað mis- boðið og læt heyra í mér en ef við eigum að ræða hluti eins og blogg- ið, þá finnst mér nútíminn orðinn fullur af ótrúlegri þörf fólks fyrir að vera eilíflega að fjasa og henda drulluklessum út í loftið. Það er svo auðvelt að sitja á rassinum og setja út á hlutina í staðinn fyrir að standa upp og gera eitthvað.“ HUGSAR SITT EN ÞEGIR OFTAST „Ég hugsa mitt en hef lært að bera virðingu fyrir smekk annarra.“ Kynntu þér úrræðin Starfsfólk Kaupþings aðstoðar þig við allt sem tengist fjármálum heimilisins og breyttum aðstæðum og leitar hentugra úrræða fyrir þig. Kynntu þér málin á www.kaupthing.is, hafðu samband í síma 444-7000 eða komdu við í næsta útibúi Kaupþings. ÍS L E N S K A S IA .I S K A U 4 45 39 0 1/ 09 Fjármálaráðgjöf fyrir þig • Heimilisbókhald • Stöðumat • Netdreifing/útgjaldadreifing • Úrræði í greiðsluerfiðleikum • Sparnaðarleiðir • Lífeyris- og tryggingamál
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.