Fréttablaðið - 28.03.2009, Side 41
Við sem störfum hér við skólann erum á þeirri skoðun að öllum börnum sé mikilvægt að hafa smá ævintýri í lífinu, að lífið sé
ekki of skipulagt og alvarlegt öllum
stundum,“ segir Kerstin Andersson,
kennari við Waldorfsskólann í Lækj-
arbotnum. Skólinn, sem er sjálfstæð-
ur grunnskóli, hefur verið starfandi
frá árinu 1990 og fagnar því tuttugu
ára afmæli sínu á næsta ári. Starfsemin
byggist á uppeldisfræði austurríska nátt-
úruvísindamannsins og heimspekingsins
Rudolfs Steiner, og yfirlýst markmið skól-
ans er að leggja áherslu á þroska hugar,
handa og hjarta. Í sama húsnæði í Lækj-
arbotnum er rekinn leikskóli sem byggist
á sömu stefnu, og er mikið samstarf milli
skólastiganna tveggja.
Listiðkun og handverk
Að sögn Kerstinar er meginmarkið
kennslunnar við Waldorfsskólann að
efla alla helstu þætti manneskjunnar.
Liður í þeirri viðleitni er mikil áhersla á
handverk og listiðkun ýmiss konar. „Við
höfum það að leiðarljósi að halda góðu
jafnvægi milli bóklegs og verklegs náms
af öllu tagi. Til að mynda leikur hand-
verk stórt hlutverk í allri starfseminni.
Útfærslur þess fara að sjálfsögðu eftir
aldri nemendanna, en hér er til dæmis
kennd málmsmíði, formteiknun, saum-
ar, tálgun og ýmislegt fleira. Slík vinna
FRAMHALD Á SÍÐU 4
Starfsemi Waldorfsskólans í
Lækjarbotnum byggist á upp-
eldisfræði náttúruvísindamanns-
ins og heimspekingsins
Rudolfs Steiner. Skólinn
hefur starfað í nær tvo
áratugi og markmið kennsl-
unnar er að efla þroska
hugar, handa og hjarta.
N
O
RD
IC
PH
O
TO
S/
G
ET
TY
Ævintýrin eru mikilvæg
Góð skemmtun
Nokkrar myndir sem
öll fjölskyldan getur
horft á. SÍÐA 7
Draumurinn rættist
Svanhildur Sif Haraldsdóttir rekur
sumarbúðirnar Ævintýraland. SÍÐA 6mars 2009
fjölskyldan
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ]