Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2009, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 28.03.2009, Qupperneq 42
2 fjölskyldan Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sigríður Björg Tómasdóttir og Roald Eyvindsson Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Nordicphotod/Getty Images Pennar: Hrefna Sigurjónsdóttir, Kjartan Guðmundsson, Ragnheiður Tryggvadóttir, Sólveig Gísladóttir og Vera Einarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Benedikt Jónsson benediktj@365.is BARNVÆNT Mér líður stundum eins og ég gæti opnað litla leikfangaverslun heima hjá mér án þess að ég þyrfti að kaupa eitt einasta leikfang. Heima hjá mér er mjög mikið af dóti, mjög mikið. Og þar sem stærð heimilins er innan við 90 fer- metrar, sem sagt ekkert fáránlega rúmgott fyrir fjögurra manna fjölskyldu, þá er oft dót úti um öll gólf þegar líður á daginn og dót í hverju horni þegar börnin eru farin að sofa. Þetta byrjaði allt saman mjög rólega, ég held að frumburðurinn hafi verið orðinn margra mán- aða þegar fyrsta leikfangið birtist á heimilinu. Svo smátíndist til af leikföngum, og á fyrstu jólum og afmæli fékk hann ógurlega mikið. Sem þó er bara brot af því sem er á heimilinu núna. Það hafa auð- vitað verið nokkrir afmælisdagar og jól síðan þetta var, og nýtt barn bæst við. Þar fyrir utan verð ég að játa að hafa geymt töluverðan slatta af leikföng- um æsku minnar og sama á við um húsbóndann. Við þetta bætist heil hrúga frá stórum frænda og útkoman er – heill hellingur. Ég hef reyndar verið nógu sniðug til þess að geyma talsvert af leikföngum í geymslunni, sumt hafa börnin ekki séð enn, sumt hef ég dregið fram og svo til baka. Einstaka sinnum hef ég tekið eitt- hvað úr umferð um skeið og sannreynt að það góða ráð að láta dót „hverfa“ gerir það sem nýtt þegar það er svo tekið fram síðar. Það góða trix virkar afskaplega vel, „nýja“ dótið verður mest spennandi og efniviður leikja. Þrátt fyrir þetta stend ég sjálfa mig að því að hugsa um alls konar leikföng sem mér finnst börnin vanta – eldhús, brúðuleikhús, töfrasett, eitt og annað sem mig langar ógurlega til þess að þau eigi, senni- lega því að mig langaði svo í það þegar ég var lítil! En ég reyni að hemja mig. Á meðan heimilið lítur að jafnaði út fyrir það að loknum kvöldmat að þar hafi verið kastað sprengju, er kannski ekki málið að kaupa meira dót, fyrir utan peninginn sem það kostar. Og eins og það getur vafist fyrir öllum heim- ilismeðlimum að ganga frá dótinu á sinn stað er kannski ekki á það bætandi. Þar fyrir utan er ekki endilega mest gaman alltaf að leika með leikföng, venjulegir pottar duga oft vel eða koppar og kirnur ýmiss konar. Svo má ekki gleyma því að ætlunin var aldrei að fylla heimilið af leikföngum. Nei, í draumum mínum ætlaði ég að velja vel fáein gæðaleikföng úr fyrir börnin að leika sér með. En svona getur maður verið ósamkvæmur sjálfum sér þegar á hólminn er komið. Leikföng í hverjum krók og kima Jákvætt og hvetjandi tónlistarumhverfi Spýturóló Göngutúrar eru gott fjölskyldusport og ekki verra ef áfangastaðurinn er heillandi fyrir börnin í fjölskyldunni. Ýmsar skemmtigöngur má fara innanbæjar og leggja leið sína á leikvelli borgarinnar í leiðinni, til að fá útrás fyrir klifur- og rennibrautarþörf ungviðis sem og eldri fjölskyldu- meðlima. Í Vesturbæ Reykjavíkur, við Eiðisgranda, er skemmtilegur leikvöllur, spýturóló, þar sem gaman er að klifra í öðruvísi leiktækjum en eru á flestum leikvöllum. Fullorðnir geta líka reynt á hæfileikana í þessum tækjum þar sem hægt er að þjálfa handstyrk með því að lesa sig eftir bjálkunum. Mikilvægt er þó að ofmeta ekki eigin hæfni, því þótt klifurhæfileikar hafi verið til staðar á barnsaldri er ekki víst að þeir séu enn til staðar á fullorðinsárum. Sigríður Tómasdóttir skrifar Suzuki-tónlistarnám byggir á hugmyndafræði japanska fiðlu-kennarans Dr. Shinichi Suzuki. Kennsluaðferðin nefnist móður- málsaðferðin, og byggir hún meðal ann- ars á því að skapa jákvætt og hvetjandi tónlistarumhverfi fyrir unga nemend- ur og gera foreldrana að virkum þátt- takendum í náminu. Suzuki-deild hefur verið starfrækt í Tónskóla Sigursveins frá árinu 1987, og kennt er á fiðlu, selló og píanó. Synir Jóns hófu fiðlunám ásamt föður sínum fjögurra og fimm ára gamlir. Spurður hvernig námið sækist hjá þeim feðgum segir Jón það ganga vel, þótt hver þeirra búi yfir mismunandi hæfileikum eins og gengur og gerist. „Ég reyni til dæmis að halda í við eldri soninn. Það er dálítið erfitt,“ segir hann og hlær. „Ég lærði smávegis á píanó sem strákur og er frekar fljótur að læra lögin. En vegna þess að hann er ungur þá er eins og hann tileinki sér öll smáatriðin mun auðveldar. Þannig að meðan ég er að gera mjög strúktúreraðar æfingar til að ná þessum litlu atriðum eins og réttri slökun í hendinni og fleiru í þeim dúr, þá kemur það bara nátt- úrulega hjá honum. Þegar kemur að því að spila lögin hratt eða ná ákveð- inni mýkt í spilamennskuna og slíkt, þá er hann alltaf kominn langt á undan mér. Þá bendir hann mér vinsamlegast á að fara inn í herbergi til að æfa mig,“ bætir Jón við og skellir upp úr. Að sögn Jóns eyða feðgarnir hver um sig í kringum fjórum klukkustundum á viku í tíma- sókn og æfingar á fiðluna, en auk þess er boðið upp á hóp- og hljómsveitartíma aðra hvora viku. Æfingarnar snú- ast að langmestu leyti um sígilda tónlist. „Yngri sonurinn hefur nú þegar bitið í sig að hann ætli sér að verða rokktónlistar- maður þegar hann verður stór. Frændi hans lærði á fiðlu á sínum yngri árum og er góður bassaleikari í dag, og við notum það sem gulrót fyrir strákinn; Að ef hann er duglegur að æfa sig á fiðluna verði hann rosalega góður gítarleikari þegar fram í sækir.“ En hvernig skyldi Fjólu, mömm- unni á heimilinu, ganga að um bera þrjá fiðlunemendur með tilheyr- andi háværum æfingum? „Það er ekkert mál þegar strákarn- ir eru að æfa sig, en þegar ég er að gera tækniæfingarnar mínar aftur og aftur pass- ar hún bara upp á að vera hinum megin í húsinu,“ segir Jón Thoroddsen. - kg Listræn fjölskylda Jón og synir hans Emil og Kári eru saman í Suzuki- fiðlunámi hjá Tón- skóla Sigursveins. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N „Fiðlunámið býður okkur feðgunum upp á fastan tíma sem við getum eytt saman og það er auðvitað hið besta mál,“ segir Jón Thoroddsen, forritari hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Simdex. Jón og synirnir Emil, átta ára og Kári, sex ára, hafa í nokkur ár stundað saman Suzuki-fiðlunám hjá Tónskóla Sigursveins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.