Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2009, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 28.03.2009, Qupperneq 44
4 fjölskyldan HREYFING Skemmtileg hreyfing Eitt L.Í.F. er heitið á 7 vikna líkams- ræktarnámskeiðum fyrir krakka á aldrinum níu til þrettán ára yfir kjörþyngd. Námskeiðin eru á vegum Heilsuakademíunnar og eru kennd í Egilshöll. Í námskeiðslýsingu sem er að finna á vefsíðu Heilsuakademí- unnar er námskeiðið sagt uppbyggilegt lífsstílsnámskeið fyrir krakka sem ekki hafa fundið sig í almennum hóp- eða einstakl- ingsíþróttum, en vilja stunda líkamsrækt og skemmta sér með jafningjum. Kennt er tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtu- daga, klukkutíma í senn. Meðal annars er farið yfir rétt fæðuval, líkamsrækt kennd og farið í skemmtilega leiki innahúss og utan. Námskeiðin hefjast 7. apríl og standa til 21 maí. Einnig býður Heilsu- akademían upp á einstaklingsmiðaða þjálfun í fámennum hópum. Verð á námskeiðin er 12.500 krónur. Heilsuaka- demían er aðili að frístundakorti ÍTR. - rat Handverk Tálgun er eitt af því sem nemendur skólans læra. Auk Waldorfsskólans og Waldorfsleikskólans Yls, sem báðir eru í Lækjarbotnum, er starfandi hér á landi Waldorfsskólinn Sólstafir við Hraunberg, Waldorfsleikskólinn Sólstafir við Grundarstíg og Höfn við Marargötu. Sérstaða Waldorfsuppeldisfræðinnar á leikskólastiginu er sú að hún gerir ráð fyrir því að barnið fylgi líkamlegum eðlishvötum sínum og löngunum til þess að þroskast. Gott samstarf ríkir milli allra ofantalinna skóla. Aðrir Waldorfsskólar á Íslandi List Börnin eru stolt af handverkinu.Samvinna Mikil samvinna er millil grunn- og leikskóla Waldorfsskólans. Mannleg gildi Kennslan tekur mið af því að rækta umburðarlyndi. krefst mikillar athygli og einbeit- ingar barnanna, því þau eru jafn- vel að vinna með brennandi heitt járn og slíkt, og því má ekkert út af bregða. En þessi vinna borgar sig heldur betur, því nemendurn- ir eru svo stoltir þegar þeir hafa lokið við að prjóna sína eigin vett- linga, sauma buddu eða þar fram eftir götunum. Það er mikilvægt að gera börnunum kleift að læra að nýta þá hæfileika sem þau búa yfir.“ Leiklist er einnig nýtt mikið í starfi allra aldursstiga og söng- urinn hljómar um sali skólans daglega. Slíkt hjálpar til við að þroska fegurðarskynið, að sögn Kerstinar. Stolt af nemendunum Nemendur í Waldorfsskólanum læra sama námsefni og nemendur hefðbundinna grunnskóla í sumum tilfellum. Yngstu nemendur skól- ans búa þó til sínar eigin námsbæk- ur eingöngu, og helst sú venja fram eftir námsferlinum að einhverju leyti. Kerstin segir kennsluað- ferðir skólans frábrugðnar flestum öðrum grunnskólum að því leyti að kennslan fer mikið til fram í lotum. „Mannkynssaga, trúarbragða- fræði eða landafræði eru til dæmis kennd í öllum morguntímum í tvær til þrjár vikur, og svo er það hvílt á milli. Þannig gefst nemendunum kostur á að melta námsefnið betur milli lotna. Við leggjum líka mikla áherslu á að forvitni barnanna á námsefninu sé vakin áður en byrj- að er að kenna, með sýnikennslu og lifandi frásögnum kennaranna.“ Að sögn Kerstinar hafa nemend- ur sem útskrifast úr tíunda bekk Wardolfsskólans átt greiða leið í þá menntaskóla sem þeir hafa kosið sér að námi loknu. „Þeim hefur gengið vel og við erum mjög stolt af þessum krökkum. Þau virðast líka vera vel búin undir lífið eftir námið hér. Til dæmis má nefna að rannsókn sem gerð var í Svíþjóð sýndi fram á að minna bar á kyn- þáttafordómum meðal nemenda sem stunduðu nám í Waldorfs- skólum en í hefðbundnum grunn- skólum. Enda viljum við kenna umburðarlyndi, að við séum öll manneskjur þrátt fyrir mismun á húðlit og trúarskoðunum,“ segir Kerstin. Ný eldsmiðja í býgerð Kerstin hóf störf á Waldorfsleiks- kólanum í Lækjarbotnum árið 1991 og færði sig nokkrum áður síðar yfir í grunnskólakennslu. Síðasta ár var metár í sögu skól- ans hvað varðar aðsókn nemenda, en aðsóknin er örlítið minni í ár, að sögn Kerstinar. Ástæðu þess telur hún liggja í breyttum þjóð- félagsaðstæðum. „En samfara því finnum við fyrir breyttu hugarfari á þann hátt að fólk virðist reiðu- búið að prófa nýjar leiðir og leita nýrra aðferða. Íslendingar eru kannski að gera sér grein fyrir því að gömlu gildin, sem þóttu svo sjálfsögð, eru ekki upphaf og endir alls. Mannlegu gildin eru í sókn, og það rímar vel við áherslur Waldorfsskólans.“ Eins og áður sagði fagnar skól- inn tuttugu ára afmæli sínu á næsta ári. Af því tilefni er í smíð- um ný eldsmiðja við skólann. „Við viljum gera járnsmíði hærra undir höfði en áður hefur verið og höfum hug á að bjóða smiðjuna til afnota fyrir aðra grunnskóla og fólk úr öllum þjóðfélagsstéttum sem hafa áhuga á lifandi handverki,“ segir hún. - kg Lækjarbotnar Kerstin kenndi við leikskólann áður en hún hóf grunnskóla- kennslu við Waldorfsskólann. HOLLUSTA Í MÁL Gott er að brýna snemma fyrir ungdómnum mikilvægi þess að neyta hollrar fæðu. Á www.islenskt.is má finna upplýsingar um grænmeti, næringargildi þess og fleira sem gott er að hafa til hliðar. Tunguvegur 19 108 Reykjavík Sími 568 0829 om@om.is www.om.is góð næring undirstaða heilbrigðs lífernis …
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.