Fréttablaðið - 28.03.2009, Síða 46

Fréttablaðið - 28.03.2009, Síða 46
● Forsíðumynd: Gunnar V. Andrésson tók mynd á heimili Kolbrúnar Hjartardóttur Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjór- ar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. heimili&hönnun LAUGARDAGUR 28. MARS 2009 FER EIGIN LEIÐIR GULUR LJÓMI Verslanir fyllast óðum af ýmsum munum og blómum í pásk- a litunum. BLS. 4 EINSTÖK AÐ GÆÐUM Íslenskt hugvit og hráefni einkennir framleiðslu Ullar- vinnslunnar Frú Láru. BLS. 4 Kolbrún Hjartardóttir safnar sérstæðum munum á heimili sitt. BLS. 6-7 ÍSLENSKA PARIÐ Whirlpool AWZ7465 6kg tvíátta barkalaus ÞURRKARI með 6th Sense rakaskynjara, 2 hitastigum og köldum blástri. Íslenskur leiðarvísir. Whirlpool AWOD6730 1400 snúninga og 6kg ÞVOTTA- VÉL með stafrænu kerfisvali, 6th Sense sem skynjar óhrein- indi í vatni og flýtir þvottatíma, rafeinda stýrðum kerfisveljara og hitastilli, stafrænni niður- talningu og ullarkerfi. Íslenskt stjórnborð og leiðarvísir. TILBOÐ FULLT VERÐ 124.995 99.995 TILBOÐ FULLT VERÐ 119.995 89.995 EYRARVEGI 21 SELFOSSI SÍMI 480 3700 - GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK SÍMI 464 1600 - GLERÁRGÖTU 36 AKUREYRI SÍMI 460 3380 - SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK SÍMI 569 1500 ÞVOTTAVÉL MEÐ ÍSLENSKU STJÓRNBORÐI OG ÍSLENSKUM LEIÐARVÍSI HEIMILISHALD SÓLVEIG GÍSLADÓTTIR ● heimili&hönnun Listakonan Alice Olivia Clarke hefur undanfarnar vikur staðið í ströngu við uppsetningu á mósaík- listaverki í Hafnarfjarðarkirkju. Listaverkið heitir Lífsins tré. „Dóttir mín er að fermast í vor og mig langaði að gera eitthvað sérstakt sem myndi tengja ferm- ingarbörnin betur við kirkjuna,“ segir hún og hefur fengið góða hjálp frá fermingarbörnunum við gerð listaverksins en hvert þeirra hefur fengið að búa til eitt laufblað á hið íðilfagra tré. „Lífsins tré er því í raun samsafn margra lista- verka þar sem ég bý til stofninn en börnin búa til laufblöðin.“ Síðasti spretturinn var nú í vik- unni enda þurfti tréð að vera full- laufgað fyrir fyrstu ferminguna sem fram fer á morgun, 29. mars. Það er einnig afmælisdagur Alice og því skemmtileg afmælisgjöf sem hún gefur sjálfri sér, að ljúka við þetta verkefni sem hefur tekið blóð, svita og tár. Alice segir það hafa veitt sér mikla gleði að vinna með ferm- ingarbörnunum og ekki síst dóttur sinni sem hefur verið nokkurs konar aðstoðarstúlka hennar en hún mun einnig fermast í vor. Líkt og félagar þess í náttúr- unni mun lífsins tré vaxa og dafna. Á næsta ári er ætlunin að næsti hópur fermingarbarna muni bæta við laufblöðum á tréð og svo verð- ur enn bætt við tréð árið 2011 en þá býst Alice við að verkinu verði lokið að fullu. - sg Alice Olivia Clarke er í óða önn að klára mósaíklistaverkið Lífsins tré. Hún hefur fengið dygga hjálp frá fermingarbörnum Hafnar- fjarðarkirkju en hvert þeirra útbjó eitt laufblað á tréð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Dóttir Alice, Signý, mun fermast í Hafn- arfjarðarkirkju í vor og hefur aðstoðað móður sína við gerð listaverksins ásamt félögum sínum í fermingarfræðslunni. Fermingarbörnin hjálpa til við að móta lífsins tré ● Hvert laufblað á Lífsins tré endurspeglar eitt fermingarbarn sem fermist í Hafnarfjarðar- kirkju í vor. Alice Olivia Clarke á veg og vanda að hinu metnaðarfulla listaverki. É g bjó í blokk sem barn ásamt bræðrum mínum tveimur. Í blokkinni bjuggu fleiri börn og minnist ég þess að eitt aðal- tómstundagaman okkar, sérstaklega í vondum veðrum, hafi verið að leika okkur á stigaganginum. Við fórum í eltingar- leik með tilheyrandi látum upp og niður stigana en efsti stigapallurinn var stikk. Þegar æsingurinn varð of mikill og aðrir íbúar blokkarinn- ar létu í sér heyra þustum við niður í kjallara og kúrðum okkur undir neðsta stiganum og hvísluðum um heima og geima. Í hjólageymslunni dvöldum við margar stundir og man ég sérstak- lega þegar við lögðum geymsluna undir okkur í metnaðarfullri tomb- ólusöfnun. Held ég að dótið sem safnaðist hafi einmitt dagað upp í við- komandi geymslu foreldrum okkar til lítillar gleði. Við litli bróðir gerðum líka fræðandi tilraunir á lýsispillum sem við skárum í bita svo lýsið lak niður hand- riðið en því fylgdi vissulega allsérstök lykt. Af hverju þessar tilraunir fóru fram á stigagang- inum er erfitt að segja, líklega var erfiðara að rekja ódæðin til okkar en ef við hefðum gert eitthvað viðlíka á heimilinu. Það var því eitt- hvað heillandi við þennan stigagang sem þjón- aði sem nokkurs konar félagsmiðstöð. Og tíminn leið. Fjölskyldan flutti í einbýli í úthverfi og maður vandist því að þurfa ekki að deila neinu með nein- um. Sameignarþrif og skipti á ruslatunnum heyrðu sögunni til. Og tíminn leið enn. Dóttirin flutti að heiman og eignaðist sína eigin fjölskyldu, litla dóttur og tvær stálpaðar stjúpdætur og öll bjuggu þau í sátt og samlyndi í blokk í Árbænum. Svo áttaði ég mig á því um daginn að ég væri orðin gömul þegar ég þaut fram á stigapallinn og gargaði á krakkana að vera ekki með þessi læti á stigaganginum því hann væri ekki staður til að leika sér á. „Drífið ykkur bara út í góða veðrið,“ hrópaði ég og fann gráu hárin spretta úr kollinum. Stigagangurinn hefur nefnilega ekki misst neitt af sjarma sínum gagnvart börnum. Þau trampa upp og niður stigana, rífast um hver hafi verið leiðinlegur við hvern, skilja svo skóna sína og úlpur eftir á víð og dreif. Og allt fer þetta gríðarlega í taugarnar á gömlu konunni mér. Kannski þarf ég oftar að rifja upp gamlar syndir áður en ég hef upp skammarræðuna og temja mér umburðarlyndi. Reyni það næst. Ævintýraheimur stigagangsins Við gerðum líka fræðandi tilraunir á lýsispillum sem við skárum í bita svo lýsið lak niður handriðið á stigaganginum. REYK JAVÍ K ARTS FE STI VA L 15. – 31. M A Í LISTAHÁTÍÐ Í REYK JAVÍ K 29. maí Íslenska óperan „Djöfullegir en dásamlegir.”Evening Standard Velkomin í Klúbb Listahátíðar! sjá www.listahatid.is á www.listahatid.is www.midi.is og í síma 552 8588 „Þessi dásamlega myrki kabarett er eins og Kurt Weill meitlaður af Aleister Crowley og útkoman er gjörsamlega gallalaus. Stórfenglegt.” The Guardian TIGER LILLIES Á LISTAHÁTÍÐ Miðasala hafi n 28. MARS 2009 LAUGARDAGUR2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.