Fréttablaðið - 28.03.2009, Page 48

Fréttablaðið - 28.03.2009, Page 48
● heimili&hönnun 1. Klassísk lukt úr versluninni Ylvu. Hana er bæði hægt að fá í grænu og svörtu og kostar 2.490 krónur. 2. Teljós í flösku sem hengja má upp innan dyra eða á svölun- um. Fæst í Húsgagna- höllinni á 690 krónur. 3. Páskagul kerti standa alltaf fyrir sínu á þessum árs- tíma. Fæst í Hús- gagnahöllinni á 1.390 krónur. 4. Gulur og glær olíulampi lýsir upp hug og hjörtu. Fæst í Húsgagna- höllinni á 990 krónur. 5. Olíu- ljós úr fallega mótuð- um kristal prýðir hvaða heimili sem er. Hægt er að fá mismunandi liti af olíum. Þessi klassísku ljós fást í versluninni Gegnum glerið á 7.850 krónur. 6. Grænni birtu stafar frá þessu sæta teljósi sem er handskor- ið. Hægt er að fá það í ýmsum litum og fæst það í versluninni Gegn- um glerið og kostar 1.680 krónur. Páskar í nánd ● Gulir og grænir litir boða komu vorsins. Margan er farið að lengja eftir að sjá græðlingana kíkja upp úr jörðinni og marka þar með lok vetrar. Þangað til er hægt að ylja sér við falleg ljós og luktir í litum vorsins. 5 2 6 1 3 Hin síðari ár hefur fjöldi hesta- manna ráðist í endurgerð hest- húsa sinna eða jafnvel byggt nýtt frá grunni. Erna Árnadóttir innan- hússarkitekt og faðir hennar, Árni Matthías Sigurðsson, hafa frá lok ársins 2003 hannað og smíðað inn- réttingar í hesthús. Innréttingarn- ar eru stílhreinar og formfagrar með bogum úr ryðfríu stáli sem er glerblásið og endist því vel. Fyrirtæki þeirra feðgina, Króm og stál, hefur séð um smíði innrétt- inganna en þau Erna og Árni hafa innréttað um 25 til 30 hús í allt. Hægt verður að skoða hesthús með innréttingum þeirra í dag, milli 15 og 17 í opnu hesthúsi sem haldið verður að Kaplaskeiði 17 í hest- húsahverfi Sörla í Hafnarfirði. - sg Formfagrar innréttingar ● Það er liðin tíð að hesthús angi af hrossataði. Í dag vilja hestamenn hafa hátt til lofts, og ferskt loft í húsakynnum hesta sinna enda eru þar oft á tíðum geymdir miklir gullmolar. Erla gengur úr skugga um að allt sé í lagi með innréttingarnar fögru. Hægt verður að skoða hesthús með innréttingum Króms og stáls í dag, laugardag, milli 15 og 17 í svokölluðu opnu hesthúsi sem haldið verður að Kaplaskeiði 17 í hesthúsahverfi Sörla í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA „Við höfum einbeitt okkur að ullarþæfingu síðan 2001 og létum nýlega smíða þæfingarvél fyrir okkur hér á staðnum,“ útskýr- ir Þórdís Bergsdóttir, eigandi Ullarvinnslunnar Frú Láru, en Hallgrímur Jónsson, uppfinningamaður og þúsundþjalasmiður á Seyðisfirði, hannaði vélina og smíðaði. Þórdís segir íslenskt hugvit og hráefni einkenna alla vinnslu Frú Láru en verksmiðjan er í samstarfi við íslenska listamenn og hönnuði. „Við vinnum með Ingibjörgu Hönnu Pétursdóttur fata- hönnuði en hún hefur markaðssett sínar vörur í Evrópu og nú í Bandaríkjunum. Hún hannar efnin og við framleiðum.“ Einn- ig er Frú Lára í samvinnu við listakonuna Bryndísi Bolladótt- ur sem hefur hannað ýmiss konar heimilisvörur í þæfða ull, svo sem lampaskerma og diskamottur. Verksmiðjan vinnur í hreina lambsull sem er fínni en ull af fullorðnu fé. Þórdís segir ullina einstaka að gæðum og það skorti því ekki tækifærin með vinnslu úr íslenskri ull, vinnan strandi helst á fjármagni. „Þróunarferlið hefur verið langt en við rennd- um blint í sjóinn með þetta. Það er líka mikil vinna að fjármagna svona nýsköpunarverkefni og ég veit að margir með góðar hug- myndir gefast upp vegna þess,“ segir Þórdís. „Við getum þó hæg- lega aukið við okkur og framleitt fyrir fleiri ef okkur tekst að út- vega fjármagn, því nýja vélin er stór og afkastamikil.“ - rat Hágæðaframleiðsla Þórdís Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Ullarvinnslunnar Frú Láru á Seyðisfirði, segir tækifæri búa í íslenskri ull. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bekkur eftir Bryndísi Bolladóttur en Ullarvinnslan Frú Lára þæfði áklæðið á bekkinn. MYND/BRYNDÍS BOLLADÓTTIR ● Ullarvinnslan Frú Lára á Seyðisfirði hefur sérhæft sig í að þæfa íslenska ull. Nú hefur vinnslan tekið í notkun sérhannaða þæfingarvél. 4 28. MARS 2009 LAUGARDAGUR4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.