Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 76
44 28. mars 2009 LAUGARDAGUR Fréttablaðið fékk að gægjast í bók Gísla Rúnars og óhætt er að fullyrða að hún lofar góðu. Bókin er vitanlega á vinnslu- stigi og hefur titill ekki verið valinn en vinnutitillinn er „Eins og hann sagði það – Gísli Rúnar segir sögur af upptroðsl- um“. Hér eru dæmi en rétt að taka fram að hér er um handrit að ræða: Mörgum leikaranum hefur verið skemmt yfir sögunni um gagnrýnand- ann sem yfirgaf leikhúsið strax eftir fyrsta þátt af því að í leikskránni stóð: Annar þáttur gerist viku síðar. „Að spyrja leikskáld hvað því þykir um gagnrýnendur er eins og að spyrja ljósa- staura hvað þeim finnist um hunda.“ – Christopher Hampton Þetta er eflaust lygasaga eins og flest annað í þessari bók. En hefnd gagnrýnandans getur líka verið sæt. Í leikhússannál einum segir af gagnrýnanda sem var síður en svo skemmt á frumsýningu sem hann mátti sitja undir. Á einum stað leiksins hringdi sími hátt og snjallt á sviðinu, sem á því augnabliki var galtómt. „Ég held að þetta sé til mín,“ sagði gagnrýnandinn stundar- hátt, stóð upp og gekk út úr leikhúsinu. „Leikritið endaði vel, einkanlega fyrir áhorfendur, sem gátu loksins farið heim, þ.e. þessir örfáu sem einhverra hluta vegna voru ekki farnir.“ (Úr gagnrýni) Úr kafla sem heitir „Leikferðir“: Einhverju sinni sem oftar var Leikfélag Reykjavíkur á leikför um landsbyggðina með eina af uppfærslum sínum er fella þurfti niður sýningu í fámennu sjávarplássi vegna ónógrar aðsóknar. Þá mun Haraldur Björnsson hafa sagt, „Þetta lofaði svo góðu. Það var meira að segja komin röð fyrir utan miðasöl- una í dag. Ef þrjár rosknar piparjúnkur geta kallast röð. Synd að þurfa að end- urgreiða þeim; þær hafa líkast til þurft að upplifa næg vonbrigði í lífinu.“ Maður einn vék sér að þjóðkunnum skemmtikrafti á barnum og sagði við hann, „Mig langar bara til að segja þér frá því hvað mér finnst þú frábær.“ „Nú, þakka þér fyrir,“ sagði leikarinn sem reyndi að virðast hógvær meðan hann beið átekta eftir meira af svo góðu. En þá söðlaði aðdáandinn skyndilega um og tók að tala um sjálfan sig. Og hélt langa einræðu um eigin farir, súrar sem sætar. Eftir um það bil hálfa klukkustund var skemmtikraftinum nóg boðið, greip fram í og sagði, „Fyrirgefðu, en ég hélt að þú ætlaðir að segja mér hvað þér fyndist ég frábær?“ Þá sagði aðdáandinn undrandi, „Já, var ég ekki búinn að því?“ Kostur við að vera frægur: Fullt af fólki þekkir mann og gengst við því. ➜ SÖGUR AF UPPTROÐSLUM … hef ég verið að safna þess- um sögum frá því ég settist fyrst á skólabekk til að nema upptroðslu- kúnst hjá Ævari Kvaran, þá sextán ára gamall næmgeðja piltur, sumsé ég sjálfur, ekki Ævar – hann var kominn yfir fimm- tugt þegar þarna var komið sögu … J á, þessi saga er oft rifjuð upp hér í Sonja Diego í Kaliforníu. Og þá hermir Stefán Karl listavel eftir Erlingi og ég aðeins ver eftir Jónasi Jónassyni og svo börnum við söguna og barnabörnum hana og spinnum við uns við erum orðnir helsjúkir af hlátri,“ segir Gísli Rúnar Jónsson rithöfundur. Gísli Rúnar hefur einsett sér að senda frá sér bók í haust sem inniheldur skemmtisögur úr leik- húsinu og uppákomur frá ýmsum skemmtunum. Sagan sem hann er að tala um hér að ofan er ein þeirra sem gengið hefur lengi í leikhúsinu og var Gísli inntur eftir því hvort hún verði ekki örugglega í bók- inni. Sagan er eitthvað á þá leið að Stefán Karl fer mikinn baksviðs í Þjóðleikhúsinu og er þá á bólakafi í baráttunni miklu gegn einelti. „Já, nei,“ segir Gísli Rúnar. „Sú saga er góð út af fyrir sig og gæti þess vegna átt heima í „anekdótu“- bók (anecdotes) af næstum hvaða vinnustað sem er en það er ekkert í henni sem snertir upptroðslur. Hún á ekki erindi með því sem ég er að setja saman í þessari bók.“ Val á fórnarlömbum „Þetta eru þessar skemmti- og leiðindasögur sem upptroðarar eru sífellt að segja sjálfum sér og öðrum til skemmtunar eða ama, af mistökum og/eða einhverju öðru sem fyndið eða fróðlegt getur tal- ist fyrir skruddu af þessu tagi og gerst hefur í tengslum við iðju upptroðara og aðstoðarfólks þeirra í leikhúsi, kvikmyndum, hljóð- varpi, sjónvarpi, óperu og ball- ett,“ segir Gísli Rúnar og veður á honum þegar verkefnið er til tals. Segist hann hafa haldið ýmsu til haga og eigi orðið dágott safn. „En betur má ef duga skal og þar sem ég veit fyrir víst að margir þeirra sem staðið hafa í sviðsljósinu eða skugga þess á síðustu áratugum luma á góðum anekdótum, hef ég gert nokkrum þeirra orð, en val mitt á fórnarlömbum hefur auðvit- að helgast af því hversu feitt ég hef talið vera á viðkomandi skepnu.“ Rithöfundurinn segir einkum tvö siðferðisspursmál hafa vafist fyrir sér: Hvort hafa skyldi það sem sannara reynist og á hinn bóginn í hvaða tilvikum væri við- eigandi að láta nöfn fylgja sög- unni. „Að ætla að halda öllu „satt og rétt“ til haga er varðar svona atvikssögur, getur orðið gríðar- lega tafsamt verk, sumsé að elta uppi heimildir um raunverulegar kringumstæður, nákvæmt orða- lag eða hvort sagan á yfirhöf- uð við minnstu rök að styðjast. Og þar sem efni þessarar bókar er ekki ætlað að flytja lesendum sagnfræði, nema þá í besta falli „amatörsagnfræði“, komst ég fljót- lega að niðurstöðu varðandi fyrra spursmálið, sumsé að grundvall- arreglan skyldi verða sú að hafa það sem fyndnara reynist,“ segir Gísli. Nafnbirtingar kosta andvökunætur Hitt álitamálið hefur haldið fyrir Gísla vöku, þetta með nafnbirting- arnar. Í mörgum tilvikum getur góð atvikssaga gert sig prýði- lega, án þess að nokkur sé nefnd- ur á nafn. En svo er sem búið sé að ganga í skrokk á efni sögunn- ar, með því að sættast á orðalag á borð við „leikari nokkur“ eða „tveir ónefndir dagskrárgerðar- menn voru“ – og svo framvegis. „Á hinn bóginn vil ég í lengstu lög komast hjá því að fella skugga á orðspor nokkurs manns, nema ef til vill þeirra er starfa við að leggja opinbera mælistiku á störf okkar sem staðið eða setið höfum í sviðsljósinu, sumsé gagnrýn- enda, þótt þeir leggi raunar sjálf- ir þyngstu lóðin á vogarskálarnar í því sambandi.“ Gísli hefur hvergi farið leynt með að hann hefur lítið álit á gagnrýnendum og þeir mega búast við því að fá á baukinn. „Ég hef fyrir satt að flestir þeir sem troða upp muni nær orðrétt verstu opinberu ummælin sem þeir hafa hlotið um dagana, að minnsta kosti get ég um það vitnað úr eigin ranni – og hef ég í hyggju af því tilefni að greina í það minnsta frá einni harkalegri umsögn um mig sjálf- an, sem skapraunaði mér mjög á sínum tíma, en ég læt mér nú orðið í léttu rúmi liggja, þótt ég hafi engu að síður geymt boðskap- inn um áratuga skeið orðréttan í minni mínu.“ Bókin lengi í gerjun Gísli Rúnar er kominn með útgef- anda sem er Guðjón Ingi hjá Hólum. En bókin hefur í sjálfu sér verið lengi í gerjun. Nánast í orðsins fyllstu merkingu. „Ég hef gengið með það í maganum, við skulum segja á rólegheitastað ein- hvers staðar í innmatnum, að ein- hvern tíma í fyllingu tímans myndi ég nota ellilífeyrinn minn, ef nokk- uð verður þá eftir af honum eftir útrásarsukk landa minna, til að gefa út bók með anekdótum af vett- vangi upptroðslukúnsta, því aldrei hefur það svo mikið sem hvarflað að mér að það fyndist forleggjari sem vildi leggja út fyrir prent- un og bandi, hvað þá að greiða mér dagpeninga meðan ég væri að færa sögusafn mitt í letur. En svona eru nú tilviljanirnar í þessu lífi, að leiðir okkar Guðjóns lágu saman, að vísu ekki í „fleski“ eins og konan sagði (in the flesh), en „on-line“ sem ekki er verra og ég hef setið og staðið við skriftir af og til frá því skömmu eftir áramót.“ Höfundurinn hefur sem sagt tekið til óspilltra málanna: „Ég hef þegar sent allnokkrum fyrr- verandi kollegum mínum og skákollegum, fólki úr sviðsljósi upptroðslu kúnstanna, ósk um lið- sinni, auk þess sem ég hef einnig leitað á náðir fólks úr röðum ann- arra uppistandara sem ég hef í hyggju að skaffa pláss í bókinni, en það eru auk leikara og þeirra sem starfa í leikhúsi, upptroðar- ar af vettvangi skemmtibrans- ans, grínistar, tónlistarmenn og álíka kúnstnerar, óperusöngv- arar og þeir sem starfað hafa að upptroðslum í óperuhúsum, sjón- varps- og hljóðvarpsstarfsmenn, kvikmyndagerðarmenn og ball- ettdansarar.“ Pennalöt bókmenntaþjóð Heimtur eru að vísu ekki eins drjúgar og Gísli hafði vonast til. En lítið við því að gera. „Ég held að bókmenntaþjóðin sé svona þegar flest er talið nokkuð penna- löt og ég er nær sannfærður um að heimtur yrðu betri ef ég væri með fætur á Fróni og gæti tekið hús á fólki. En svo er nú ekki.“ Að þessu sögðu og í krafti þeirrar sannfæringar að bókmenntaþjóð- in sé orðin pennalöt misnotar Gísli Rúnar aðstöðu sína blygðunarlaust og auglýsir eftir sögum sem fall- ið gætu að áðursagðri kríteríu. Verkefnið stendur þó hvorki né fellur með þátttöku hjálparkokka þó allar ábendingar og tillegg séu vel þegin. „Það vill svo vel til að ég á dágott safn, enda hef ég verið að safna þessum sögum frá því ég settist fyrst á skólabekk til að nema upptroðslukúnst hjá Ævari Kvaran, þá sextán ára gamall næmgeðja piltur, sumsé ég sjálfur, ekki Ævar – hann var kominn yfir fimmtugt þegar þarna var komið sögu, en blés ekki úr nös, bara saug – einkum þegar hann tók í nefið. Auðvitað þigg ég endalaust sögur sem tengjast sviðinu, þótt ég eigi auðvitað mest af þeim, en sannleikurinn er sá að mér hefur gengið erfiðast að nálgast sögur úr ballettinum og af vettvangi kvikmyndagerðar. Framan af var óperukaflinn býsna gisinn, en það er nýbyrjað að rætast úr honum, þótt ég sé enn ekki kominn með fullt hús þeim megin hryggjar og vonast ég til að fá eitthvað meira úr þeim ranni.“ Hafa skal það sem fyndnara reynist Gísli Rúnar Jónsson gaf glæstan en brokkgengan leiklistar- og uppistandsferil upp á bátinn. Sá heimur er Gísla þó ávallt ofar- lega í huga. Hann fæst við ritstörf úti í henni Kaliforníu, einkum þýðingar og staðfærslu leikrita samhliða því sem hann safnar gamansögum úr leikhúsinu sem ráðgert er að gefa út á bók í haust. Jakob Bjarnar ræddi við Gísla um þetta hlægilega verkefni. GÍSLI RÚNAR JÓNSSON Við ritun bókarinnar stóðu tvö siðferðisspursmál í sagnaritaranum: Hvort hafa bæri það sem sannara reynist og hvort nefna ætti nöfn þeirra er við sögu koma. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN MAACK STEFÁN KARL OG GÍSLI RÚNAR Þeir hittast oft úti í Kaliforníu og þá eru heldur betur rifjaðar upp fyndnar sögur úr bransanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.