Fréttablaðið - 28.03.2009, Side 80

Fréttablaðið - 28.03.2009, Side 80
48 28. mars 2009 LAUGARDAGUR Ike og Tina Turner Ike Turner var ágætlega þekktur tónlistarmaður þegar hann tók hina ungu Anne Mae Bullock upp á sína arma í byrjun sjöunda ára tugar síðustu aldar og hóf að kenna henni sitthvað um tónlist. Anne Mae og Ike felldu hugi saman enda virtist ekkert annað benda til þess en að Ike væri fínn náungi. Þau giftu sig í Mexíkó 1962 og skömmu seinna hófst mikil frægðarför þessa dúetts ásamt hljómsveit. En þegar vinsældirnar tóku að dvína fór Ike að sýna sitt rétta andlit. Líkt og kvikmynd- in What love got to do with it? sýnir hvað best var Ike fauti af verstu gerð og lamdi eiginkonu sína af minnsta tilefni. Ike átti samfara því erfitt með að hemja áfengis- og kókaínfíkn sína og sambúðin varð því fljótlega hreinræktað helvíti. Tina flúði frá manni sínum eftir miklar barsmíðar í júlímánuði 1976 í Dallas og hafði þá ekkert annað í vasanum en 36 sent og bensín- stöðvarkort. Framhaldið þekkja flestir; Ike hvarf af sjónarsviðinu en stjarna Tinu er kirfilega fest á himnafestingu tónlistarheimsins. Sean Penn og Madonna Samband Sean Penn og popp- stjörnunnar Madonnu vakti mikla athygli á níunda ára- tugnum. Enda var Penn á hraðri uppleið sem leikari í Hollywood en Madonna hafði fest sig í sessi sem einhver vin- sælasta söngkona þess tíma. Penn átt hins vegar í mikl- um erfiðleikum með að höndla pressuna í bókstaflegri merk- ingu því hann lamdi ljós- myndara götublaðanna í hvert skipti sem hann náði til þeirra. Hjónaband Madonnu og Sean var einnig ákaflega storma- samt og á meðan á hjónabandi þeirra stóð kærði Madonna hann fyrir heimilisofbeldi. Penn fékk skilorðisbundinn dóm; þau skildu skömmu síðar, eða 1989. Whitney Houston og Bobby Brown Eitt umdeildasta og mest umtalaða hjónaband síðari ára er án nokkurs vafa samband Whitney Houston og Bobbys Brown. Stjarna Whitney skein bjart en ásókn þeirra beggja í eiturlyf á borð við krakk og kókaín varð þó fljótlega til þess að frægðin og framinn yfirgaf hjónakornin á svipstundu. Þótt bæði reyndu að blása af öllum mætti á eiturlyfjasögur og hjónaerjur þá lagði Whitney fram kæru á hendur Bobby í maí 2004 fyrir heimilisofbeldi. Hún hefur boðað endurkomu sína á tónlistarsviðið og kom meðal annars fram á góðgerð- arsamkomu í febrúar á þessu ári og þótti standa sig vel. Bobby og Whitney skildu í apríl 2007 og samkvæmt dómsúr- skurði þarf Whitney ekki að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum krónu og hefur fullt forræði yfir dóttur þeirra. Liza Minelli og David Gest Eitt undarlegasta hjónaband seinni tíma var hjúskapur söng- og leikkonunnar Lizu Minelli og tónleikahaldarans Davids Gest. Þau voru gift í um það bil eitt ár eftir að hafa verið á stefnumótum í hálft ár. Þegar þau ætluðu að skilja eftir stormasamt samband og mikla fjölmiðlaumfjöllun lagði David fram kæru á hendur Lizu og sakaði hana um að hafa beitt sig ofbeldi meðan á sambandinu stóð. Í kærunni kom fram að Liza hafi átt erf- itt með að hemja skap sitt þegar áfengi var haft um hönd og átti hún, samkvæmt Gest, það til að beita hann ofbeldi. Kærurnar voru hins vegar látnar niður falla þegar gengið var frá skilnaðinum. Mike Tyson og Robin Givens Mike Tyson og Robin Givens voru oft nefnd „Fríða og dýrið“ í bandarískum fjöl- miðlum. Enda Tyson einhver höggþyngsti einstaklingur sem gengið hefur á þessari jörð og hálfgert skrímsli í augum and- stæðinga sinna. Givens var hins vegar fíngerð leikkona sem vakið hafði athygli fyrir leik sinn í gamanþáttunum Head of Class. Bandarískur almenningur tók hins vegar andköf þegar Givens og Tyson birtust í viðtali við Barböru Walters í sjónvarpsþættinum 20/20. Givens var ekkert að skafa utan af hlutunum í viðtalinu þótt Tyson sæti við hlið hennar og héldi í hönd hennar, sagði hjónabandið vera helvíti á jörðu, það versta sem hún hefði upplifað og bætti því við að hnefa- leikakappinn væri þunglyndur og notaði geðlyf. Mánuði seinna sótti Givens um skilnað frá Tyson og sagði hann hafa beitt sig síendurteknu heimilisofbeldi. Givens fór ekki vel út úr skilnaðinum því blökku- mannasamfélagið sneri baki við henni og sakaði hana um að hafa eyðilagt feril Mikes Tyson. Hann var skömmu eftir skilnaðinn dæmdur fyrir hrottalega nauðgun. Chris Brown og Rihanna Breska poppstjarnan Rihanna var á góðri leið með að verða ein fremsta poppsöng- kona heims þegar nafn hennar lenti á forsíðu heimspress- unnar vegna miður skemmtilegrar lífs- reynslu. Henni og unnustanum, Chris Brown, lenti saman eftir Grammy-verð- launaafhendinguna með þeim afleiðing- um að Brown lamdi hana. Myndir af Rihönnu eftir árás- ina fóru eins og eldur í sinu um Netið og Brown breyttist á örskammri stundu úr efnilegum rapp- ara í óþokka. Þegar fjölmiðlar komust svo á snoðir um að Rihanna hefði tekið Brown aftur í sátt varð allt brjálað í Bandaríkjunum. Oprah Winfrey biðlaði til Rihönnu um að segja skilið við Brown, menn sem legðu hendur á konu sína einu sinni gerðu það yfirleitt aftur og málið rataði alla leið til spjallþáttastjórn- andans Larrys King á CNN en þar hvatti meðal annars Robin Givens söngkonuna til að pakka saman og fara frá unnusta sínum. Svo virðist sem viðvörunarorðin hafi borið árangur því ef marka má síðustu fréttir vill Rihanna ekkert meira með Brown hafa. O.J. Simpson og Nicole Brown O.J. Simpson átti mikilli vel- gengni að fagna með ruðningslið- inu San Fransisco 49ers í banda- rísku ruðningsdeildinni NFL. Hans verður þó sennilega alltaf helst minnst sem sakbornings í einum mest umtöluðu réttarhöld- um síðari tíma, þegar hann var sýknaður af morði á eiginkonu sinni, Nicole Brown-Simpson, og vini hennar, Ronald Goldman. Forsagan er sú að O.J. var handtekinn og kærður fyrir að beita eiginkonu sína ofbeldi árið 1989. Í kjölfarið skildu þau að skiptum. Fjórum árum síðar fundust Nicole og Ronald látin en O.J. hafði tekið skilnaðinum ákaflega illa. Líf O.J. hefur síðan þá verið eitt allsherjar klúður og nú síðast var hann handtekinn og dæmdur til langrar fangelsis- vistar fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas. Hinn seki Stormasamt og ofbeldisfullt Fríða og dýrið Undarleg blanda Í sambúð með hrotta Í viðjum vímunnarÁkall frá umheiminum Ofbeldi í heimi hinna frægu Heimilisofbeldi er í huga margra eingöngu bundið við lægri stéttir þjóðfélagsins og óreglufólk. Sagan hefur hins vegar kennt okkur að staðreyndin er önnur og hefur stétt eða staða lítt með vandamálið að gera en það er helst að vandamálið sé oft betur falið á „fínni“ heimilum. Nema þegar þú býrð kannski í Holllywood og færð þig hvergi falið fyrir ljósmyndurum og sviðsljósinu. Freyr Gígja Gunnarsson fór baksviðs og kynnti sér sorglegar sögur í heiminum þar sem allt á að vera slétt og fellt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.