Fréttablaðið - 28.03.2009, Síða 84

Fréttablaðið - 28.03.2009, Síða 84
52 28. mars 2009 LAUGARDAGUR Þessa dagana eru Sjúkratryggingar Íslands að endurgreiða yfir 14.000 manns kostnað vegna læknisþjónustu á árinu 2008. Skráðu þig inn á www.tryggur.is með sama aðgangsorði og þú notar hjá skattyfirvöldum og kannaðu hvort þú átt rétt á endurgreiðslu. Nánari upplýsingar um forsendur endurgreiðslu eru á www.tr.is. Einnig má hafa samband við þjónusturáðgjafa í síma 560-4460. Átt þú rétt á endurgreiðslu vegna lækniskostnaðar? Sjúkratryggingar Íslands leggja sitt af mörkum til að lágmarka kostnað við opinbera stjórnsýslu og senda því ekki bréf um rétt til endurgreiðslu á lækniskostnaði að sinni. Þess í stað eru endurgreiðslur lagðar beint inn á bankareikninga rétthafa. Ef upplýsingar um bankareikning eru ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni má skrá þær á www.tr.is eða hringja í síma 560-4460. SJÚKRATRYGGINGAR ÍSLANDS LAUGAVEGI 114-116 150 REYKJAVÍK Vandræðalegasta augnablikið? Það var án efa þegar ég var úti í Þýskalandi að fara að spila einleik með hljómsveit á stórum galatón- leikum. Ég var í þessum fallega, hvíta síðkjól en því miður flækt- ist hann í einhverjum snúrum, þar sem tónleikarnir voru hljóðritað- ir, og ég flaug beint á hausinn með fiðluna í fanginu. Ég þakkaði bara guði fyrir að hafa ekki brotið fiðl- una né bogann í öllu þessu. Ég hef aldrei spilað jafnvel og ég gerði á þessum tónleikum en það var eflaust út af því að allt stressið og feimnin var farin eftir þetta vand- ræðalega atvik. Gáfulegustu orð sem þú hefur heyrt? Fyrirgefning sparar útgjöld reiðinnar, byrði hatursins og sóun orkunnar. Hvaða íslensku tónlistarmenn finnst þér standa fremstir í dag? Það hefur alltaf verið Sigur Rós. Vorið er skemmtilegt því þá … … er náttúran að vakna til lífs- ins. Ef ég fengi hlutverk í bíómynd yrði það hlutverk að vera … … létt og skemmtilegt eins og t.d. Rachel í Friends. Það sem heillar mig í fari fólks er … … heiðarleiki og lífsgleði. Næst þegar ég fer út að borða ætla ég að … … fara á Caruso og fá mér góðan pastarétt. Ef þú yrðir að vera einhver fræg manneskja í einn dag, hver myndi það vera? Angelina Jolie, það er ábyggilega frábær tilfinning að geta hjálpað öðrum og látið svo mikið gott af sér leiða eins og hún hefur gert. Fyrir utan það væri ekkert slæmt að geta kysst Brad Pitt. Þú ferð í skemmtiferð til Akureyr- ar. Hvað ætlarðu að gera? Fara í Kaldbaksferð, borða á Baut- anum, fara í bátsferð í Eyjafirði og á skíði í Hlíðarfjalli. Yfir hverju hefurðu mestar áhyggjur í augnablikinu? Eðlisfræðiprófinu. Hvaða kæki ertu með? Ég læt braka eða smella í liðamótum, til dæmis í puttum. Þú ert að fara á grímuball. Í hverju ferðu? Ég færi sem Jasmín úr Aladdin. Hvað er það besta sem þú hefur bragðað um ævina? Tíramísú-ið hans pabba. Eftirlætissjónvarpsþáttur? Grey’s Anatomy, Bones og Friends. Þessir þrír eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Hvaða frasa ofnotar þú? „Sko málið er …“ Frægasti ættinginn þinn? Hún mamma mín, Alina Dubik. Hverju ertu hrifnust af í eigin her- bergi? Rúminu mínu. Eftirlætistónskáld? Cesar Franck og fiðlusónatan sem hann skrifaði. Ég fæ aldrei nóg af henni, get spil- að og hlustað á hana endalaust. Eftirlætislitir á klæðnaði? Svartur og rauðbleikur. Eftirlætisfegurðardrottning fyrr og síðar? Unnur Birna. Og að lokum – fallegasti veraldlegi hlutur sem þú hefur séð? Land- mannalaugar er fallegasti staður sem ég hef séð hingað til. Flaug á hausinn í hvítum galakjól með fiðluna í fanginu ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Magdalena Dubik FÆÐINGARÁR: 8. nóvember 1987 Á HUNDAVAÐI: Hefur unnið sem fiðluleikari undanfarin ár. Spilað sem aukamaður í Sinfóníuhljómsveit Íslands, Óperunni og öðrum uppákom- um. Hefur starfað í Háskóla- bíói og var þjónustustúlka á veitingastaðnum Skólabrú ELSKAR FIÐLUSÓNÖTU CESARS FRANCK Magdalena Dubik segist geta spilað fiðlusónötu Francks út í það óendanlega. HEFUR HAFT AÐALSTARF SEM FIÐLULEIKARI UNDANFARIN ÁR. Magdalena hefur hlaup- ið í skarðið í Sinfóníuhlómsveit Íslands þegar vantað hefur fiðluleikara síðustu árin. Ungfrú Reykjavík, Magdalena Dubik, er af tón- listarfólki komin í báðar ættir en faðir hennar er, líkt og hún sjálf, fiðluleikari. Þar til fegurð- arsamkeppni Íslands verður haldin í vor starfar Magdalena á Elliheimilinu Grund samhliða tón- listarnámi. Júlía Margrét Alexandersdóttir fékk Magdalenu í yfirheyrslu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.