Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2009, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 28.03.2009, Qupperneq 96
64 28. mars 2009 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Hvað er að frétta? Lóan að minnsta kosti komin. Augnlitur: Brúnn. Starf: Stílisti/búningahönnuður. Fjölskylduhagir: Gift Magnúsi Guðmundssyni og saman eigum við Sturlu, Egil og Völu. Nú og kötturinn Greta Garbo. Hvaðan ertu? Uppalin í Kópavogi og Köben. Ertu hjátrúarfull? Já, þegar það passar mér, eða Val eða Man U eða Íslenska landsliðinu eða … Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Ég elska Klovn, vand- ræðaleg snilld. Uppáhaldsmaturinn: Fyrsta grill sumarsins. Fallegasti staðurinn: Flestir staðir fallegir ef maður er í góðu skapi. Spurning um sjónarhorn. Lífið er oftast fallegt. iPod eða geislaspilari: Alveg sama. Hvað er skemmtilegast? Hlæja. Hvað er leiðinlegast? Fólk í fýlu. Helsti veikleiki: Ég á mjög erfitt með að segja nei. Helsti kostur: Þolinmæði. Helsta afrek: Sturla, Egill og Vala. Snillingarnir þrír. Mestu vonbrigðin? Að hafa aldrei komist í splitt. Hver er draumurinn? Að hitta Snorra bróður minn með fjölskyldurnar, sem fyrst. Hver er fyndnastur/fyndnust? Maggi minn. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Óheiðarleiki. Hvað er mikilvægast? Fjölskyldan, umburðarlyndi og kærleikur. HIN HLIÐIN MARGRÉT EINARSDÓTTIR STÍLISTI OG BÚNINGAHÖNNUÐUR Vonbrigði að hafa aldrei komist í splitt 13.08.1970 Í Merg málsins er fjallað um liðlega 9000 orðatiltæki, notkun þeirra, uppruna og sögu. Vandfundið er annað eins safn dæma um fjölbreytni tungmálsins og umhverfið sem það er sprottið úr. www.forlagid.is AÐ KOMAST TIL MANNS Reykjavíkurborg hefur ver- ið verðlaunuð fyrir árangur við hreinsun og endurreisn miðborgarinnar á liðnu ári. Jakob Frímann Magnússon veitti verðlaununum við- töku í London. „Þetta er sérstaklega ánægjulegt og óvænt því hér eru allar helstu borgir heims undir,“ segir Jakob Frímann Magnússon tónlistar- maður og miðborgarstjóri. Reykjavíkurborg hlaut að kvöldi fimmtudags verðlaun alþjóðasamtakanna ATCM fyrir frábæran árangur við hreinsun og endurreisn miðborgarinnar á síðastliðnu ári, en ATCM eru alþjóðasamtök miðborgarstjórna 700 borga og aðila tengdum mið- borgarrekstri víðs vegar um heiminn. Verðlaunaafhendingin fór fram í Lundúnum á fimmtu- dagskvöld á stjörnum prýddri samkomu á Park Plaza River- bank og tóku þeir Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri og Gestur Guðjónsson, varaformað- ur Umhverfisráðs Reykjavíkur- borgar, við verðlaununum fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Jakob vill ekki gera mikið úr sínum hlut vegna þessa heiðurs sem borginni fellur í skaut. „Þetta er fyrst og fremst viður- kenning á störfum framkvæmda- sviðs borgarinnar þar sem Hrólf- ur Jónsson og Guðmundur Vignir Óskarsson eiga stærstan heiður- inn af þessum verðlaunum. Ég lít svo á að ég hafi tekið við verð- launum fyrir hönd borgarstjóra og þeirra tveggja fyrst og fremst.“ Til þess var tekið hve illa útleikin miðborg Reykjavíkur var í upphafi síðastliðins árs af völdum veggjakrots og slæmrar umgengni og hve áþreifanlegur árangur varð af sameinuðu átaki borgarstarfsmanna og sérstak- lega sjálfboðaliða við að endur- reisa hreina ásýnd Laugavegar og nærliggjandi gatna auk þess sem nærvera og samstarf mið- borgarþjóna við lögregluyfirvöld var talin skipta sköpum og stuðla að aukinni öryggistilfinningu og bættri umferðarstjórnun úr mið- borginni, einkum að næturlagi um helgar. Meðal þeirra borga sem veittu Reykjavíkurborg hvað harðasta samkeppni voru borgirnar Leeds sem veitti 12 milljónum punda til endurreisnar og Belfast á Norður- Írlandi sem náð hefur gríðarleg- um árangri í bættri umgengni og öryggisvörslu. Að sögn Jakobs gátu fulltrúar borgarinnar þess við afhending- una að hér væri fyrst og fremst verið að verðlauna forgangsröðun borgaryfirvalda, en bæði borgar- stjóri og borgarstjórn hefðu sett málefni miðborgarinnar á oddinn og áfram yrði haldið með þetta átaksverkefni í þágu miðborgar- innar sem bæði er andlit Reykja- víkur gagnvart Íslendingum og ferðamönnum fjölmargra þjóð- landa. jakob@frettabladid.is Reykjavík leggur Leeds og Belfast sem miðborg í mestri framför OKURIBITO Japanska Óskarsverðlaunamyndin verður sýnd á Bíódögum í Háskóla- bíói. Sautján myndir verða sýndar á kvikmyndahátíðinni Bíódagar sem verður haldin í Háskólabíói 17. apríl til 4. maí á vegum Græna ljóssins. Opnunarmyndin verður Me and Bobby í leikstjórn Frið- riks Guðmundssonar sem fjallar um samskipti Sæmundar Páls- sonar og skáksnillingsins Bobbys Fischer. Á meðal annarra mynda verður Man on Wire, sem hlaut Óskarinn sem besta heimildarmyndin. Hún fjallar um línudansarann og götu- listamanninn Philippe Petit sem framdi „listræna glæp aldarinn- ar” árið 1974 þegar hann setti vír á milli tvíburaturnanna og eyddi svo 45 mínútum í að labba, dansa og krjúpa á vírnum sér og öðrum til skemmtunar. Einnig verða sýndar Okuribito frá Japan, sem fékk Óskarinn í ár sem besta erlenda myndin, Froz- en River, sem hlaut tvær Ósk- arstilnefningar, Slacker Upris- ing eftir Michael Moore þar sem hann heldur fyrirlestra í banda- rískum háskólum, þýska mynd- in Die Welle og Two Lovers með Joaquin Phoenix og Gwyneth Paltrow í aðalhlutverkum. Önnur áhugaverð mynd er Gomorra sem fjallar um innviði ítölsku mafí- unnar. Hún vann Gullpálmann á Cannes-hátíðinni og BAFTA- verðlaunin sem besta erlenda myndin. Miðasala á Bíódaga mun fara fram á Midi.is og þar verður einnig hægt að nálgast sýning- ardagskrána í heild sinni. 17 myndir á Bíódögum > DEKRAR VIÐ BÖRNIN Uma Thurman óttast að hún dekri börn sín svo mikið að þau verði óviðráðanleg þegar þau eld- ast. Leikkonan sem á dótturina Mayu, tíu ára, og soninn Levon Roan, sjö ára, segir móður sína setja mikið út á uppeldisaðferð- ir sínar, en Thurman viðurkenn- ir að hún gefi börnum sínum oft stórfenglegar gjafir til að reyna að gleðja þau. Önnur sólóplata sellóleikarans Hildar Guðna- dóttur, Without Sinking, og hennar fyrsta hjá breska útgáfufyrir- tækinu Touch, er í tólfta sæti yfir plötur árs- ins hingað til á bresku tón- listarsíðunni Factmagazine. Hildur er þekkt fyrir spila- mennsku sína með Múm og Stórsveit Nix Noltes en sólóferill hennar virðist nú vera kominn á flug. „Tilfinningarík og sérlega róm- antísk sellóplata frá þessum virta íslenska listamanni þar sem þétt- ur bassaleikur og rafhljóð sem rétt heyrist í koma einnig við sögu frá Jóhanni Jóhannssyni og Skúla Sverrissyni,“ segir í umsögninni. „Ekki síðan World of Echo kom út með Arthur Russell hefur eins „hefðbundið“ strengja- hljóðfæri hljómað eins áhrifa- ríkt.“ Without Sinking var að mestu tekin upp í Berlín síðasta sumar. Auk Skúla og Jóhanns spil- aði faðir Hildar, Guðni Franz- son, einnig á klarinett í tveimur lögum á plötunni. Ein af plötum ársins til þessa HILDUR GUÐNA- DÓTTIR Sellóleikar- inn fær góða dóma fyrir sína aðra sólóplötu, Without Sinking. VERÐLAUNUM VEITT VIÐTAKA Jakob Frímann í góðum hópi í London þar sem hann tók við verðlaunum ATCM fyrir hönd borgarstjóra - verðlaun sem veitt voru fyrir árangur við endurreisn miðborgar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.