Fréttablaðið - 28.03.2009, Page 102

Fréttablaðið - 28.03.2009, Page 102
70 28. mars 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is „Ég get nú ekki neitað því að ég var örlítið áhyggjufullur um kvöldið. Ég byrjaði nefnilega að hósta blóði fljótlega eftir leik og það stóð yfir fram eftir kvöldi,“ sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður og þjálfari Snæfells, við Fréttablaðið. Það fór um áhorfendur í Fjárhúsinu á mið- vikudag þegar Hlynur lenti illa á öxlinni undir lok leiksins. Óttuðust menn það versta enda fallið skelfilegt. „Bróðir minn er læknir og hann sagði mér að ég gæti verið slakur ef ég myndi hætta að hósta blóðinu. Ef ekki yrði ég að fara á spítala sem ég er nú ekkert sérstaklega hrifinn af. Sem betur fer hætti blóðið að koma upp úr mér áður en ég fór að sofa,“ sagði Hlynur sem neitar því ekki að hafa verið aumur síðustu daga. „Ég hef oft verið betri og í raun ekkert spes. Ég er bara aumur í allri síðunni og mjóbakinu. Það er samt ekkert brotið eða slitið. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Þegar ég verð búinn að hita vel og adrenalínið fer að flæða mun ég ekki finna fyrir þessu,“ sagði Hlynur sem hafði ekki enn horft á atvikið þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær. „Ég man bara eftir að ég hoppaði upp í frákastið og svo fann ég að lappirnar voru ekki að fara rétta leið. Ég vissi því að ég myndi fá skell. Það er ekki gott þegar lappirnar fara á flug og ágæt regla að hafa lappirnar undir sér þegar maður hoppar upp,“ sagði Hlynur léttur. Snæfell mætir til Grindavíkur í dag án Slobodans Subasic sem var rekinn frá félaginu. Að sögn Hlyns var Subasic einstaklega neikvæður og leikmenn liðsins orðnir ansi pirraðir á honum. „Við erum alls ekki að kasta inn hvíta hand- klæðinu og gefast upp með þessu eins og eflaust einhverjir halda. Þvert á móti teljum við okkur vera sterkari án hans en með honum. Hann var orðinn baggi á okkur,“ sagði Hlynur. „Vonandi fer þessi breyting vel í mannskapinn og menn mæti með gleðina og baráttuna að vopni til Grindavíkur. Þetta leggst vel í mig og ég held að við vinnum,“ sagði Hlynur sannfærandi. HLYNUR BÆRINGSSON: SPILAR GEGN GRINDAVÍK Í DAG ÞÓ SVO AÐ HANN SÉ AUMUR, MARINN OG BLÁR Hlynur hóstaði blóði allt kvöldið eftir fallið > Verður helgin „Haukahelgi“? Stuðningsmenn Hauka gætu lent í því að fagna alla helgina. Klukkan 16.00 í dag tekur kvennalið Hauka í handbolta á móti FH og með sigri verða Haukastúlkur deildarmeistarar og fá bikarinn. Karlalið Hauka tekur síðan á móti HK á sama tíma á sunnudag og getur með sigri einnig orðið deildarmeistari. Önnur bikarafhending yrði þá. Á sunnudagskvöldið eru síðan Haukastelpurnar í körfunni að keppa við KR í Vesturbæn- um. Með sigri verða Haukastelpur Íslandsmeistarar. Það gæti því orðið glatt á hjalla hjá Haukafólki þessa helgina. GOLF Birgir Leifur Hafþórsson lék á einu höggi yfir pari á öðrum keppnisdegi opna Andalúsíu- mótsins á Sevilla á Spáni í gær en mótið er hluti af Evrópumóta- röðinni í golfi. Hann er samtals á tveimur höggum undir pari og komst auðveldlega í gegnum nið- urskurðinn. Hann hóf leik snemma í gær- morgun og var meðal fyrstu manna til að klára. Hann byrjaði á tíundu holu og fékk par á fyrstu sex holunum. Birgir Leifur var svo á ágætu skriði þar til á síð- ustu þremur holunum er hann fékk tvo skolla. Alls fékk hann fjóra slíka í gær og þrjú pör. Birgir Leifur púttaði ágætlega í gær. Hann þurfti eitt pútt á níu holum en þrípúttaði tvívegis, rétt eins og á fyrsta keppnisdeginum. Hann hefur ekki enn fengið skramba á mót- inu en náði sér í örn á níundu holu á fyrsta keppnisdegin- um. - esá Birgir Leifur Hafþórsson: Enn á góðu skriði BIRGIR LEIFUR Keppir áfram í Andalúsíu á Spáni um helgina. NORDIC PHOTOS / GETTY IMAGES FÓTBOLTI Einn leikur er í riðli Íslands í undankeppni HM 2010 í dag. Hollendingar mæta þá Skot- um á heimavelli en Ísland mætir svo Skotum í Glasgow á mið- vikudaginn í næstu viku. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari og Pétur Pétursson, aðstoðarmaður hans, eru staddir í Amsterdam til að horfa á leikinn. Skotar eru í bullandi vand- ræðum því margir leikmanna hafa annaðhvort þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla eða voru þegar búnir að boða forföll. Meðal þeirra má nefna Alan Hutton, Stephen McManus, David Weir, Kirk Broadfoot, Paul Hartley, Barry Robson og James McFadden. Þá er Kris Boyd í fýlu út í George Burley landsliðsþjálfara og gefur ekki kost á sér. Bert van Marwijk, þjálfari Hol- lands, hefur þó úr fríðum hópi leikmanna að velja og gæti þess vegna stillt upp þeim Dirk Kuyt, Klaas Jan Huntelaar og Robin van Persie upp í fremstu víglínu. Síðast þegar Skotar spiluðu í Hol- landi, árið 2003, töpuðu þeir 6-0 og vilja þeir sjálfsagt ekki upp- lifa þá raun aftur. - esá Undankeppni Hm 2010: Vængbrotnir Skotar mæta Hollendingum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.