Fréttablaðið - 28.03.2009, Side 104

Fréttablaðið - 28.03.2009, Side 104
72 28. mars 2009 LAUGARDAGUR KÖRFUBOLTI Arnar Freyr Jóns- son komst í fámennan hóp á miðvikudaginn þegar hann var í sigurliði Grindavíkur í Stykkishólmi. Hann varð þá aðeins níundi leikmað- urinn í sögu úrslita- keppni úrvals - deildar karla sem nær því að spila tíu sigurleiki í röð. Arnar Freyr varð Íslandsmeistari með Keflavík í fyrra þegar liðið lenti 0-2 undir í undanúrslitaein- vígi á móti ÍR en vann síðan sex síðustu leiki sína og tryggði sér titilinn. Arnar Freyr skipti síðan yfir í Grindavík fyrir þetta tímabil og hefur liðið unnið fjóra fyrstu leik- ina sína í úrslitakeppn- inni í ár. Njarðvík setti met með því að vinna 11 leiki í röð í úrslitakeppninni á árun- um 1985 til 1988. Fimm leikmenn Njarðvíkur tóku þátt í öllum ellefu leikj- unum og tveir til við- bótar misstu aðeins úr einn leik. - óój Jafnar Arnar Freyr Jónsson met í úrslitakeppni karla? Tíu sigurleikir í röð SIGURSÆLL Arnar Freyr Jónsson. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Rainbow Bjóðum nokkrar Rainbow á 186,000 Eða gömul Rainbow upp í nýja tilboð 155,000 Verð kr. 265.000.- Hrein fjárfesting ehf Dalbraut 3 105 reykjavík • rainbow@rainbow.is Sími verslun 567 7773 . kvöld og helgar 893 6337 KÖRFUBOLTI Það lak svitinn af áhorfendum þegar þeir gengu út úr DHL-höllinni seint í gærkvöld. Það bað enginn um endurgreiðslu eftir einhvern sögulegasta og lygi- legasta körfuboltaleik sem spilað- ur hefur verið á Íslandi og eflaust víðar. Skylmingakappar frá KR og Keflavík börðust á banaspjótum í hátt í þrjá klukkutíma. Eftir venju- legan leiktíma og fjórar framleng- ingar stóð uppi sigurvegari. Það var KR sem hafði betur í tauga- stríðinu endalausa og er þar með komið í úrslitaleikina í deildinni. Rosa með 51 stig Dramatíkin var rosaleg allan tím- ann. Jesse Rosa, sem skoraði 51 stig, tryggði Keflavík fyrstu fram- lenginguna með körfu þegar sek- únda var eftir. Helgi Már var næstum búinn að skora síðan í lokaskotinu. Sigurður Þorsteins- son tryggði Keflavík aðra fram- lengingu þegar 11 sekúndubrot voru eftir af þeirri fyrstu. Þvílík dramatík sagði fólk en það var nóg eftir af spennu og fjöri. KR var þrem stigum undir þegar 6 sekúndur voru eftir af framlengingu tvö. Þá skoraði Jón Arnór Stefánsson einhverja rosa- legustu þriggja stiga körfu sem sést hefur um leið og leiktíminn rann út. Fólkið í húsinu trúði vart sínum eigin augum og gárungarn- ir héldu því fram að á þeim tíma- punkti hefðu sprengitöflur gengið manna í millum í stúkunni. Það var engin dramatík í lok þriðju framlengingar. Í þeirri fjórðu reyndist þrek KR meira og taugarnar sterkari. Keflvíkingar hafa þó ekkert til að skammast sín fyrir þó svo þeim hafi verið sópað úr mótinu. Þeir börðust af kjarki í gær og geta gengið upprétt- ir eftir ótrúlegan slag gegn ein- hverja besta liði sem hefur spilað á Íslandi. „Þetta var bara geðveiki. Ég meina fjórar framlengingar. Maður hefur aldrei lent í öðru eins. Ég hef heyrt af svona leikjum en átti ekki beint von á því að lenda í einum,“ sagði Jakob Örn Sigurð- arson, leikmaður KR, brosmildur, sveittur og þreyttur eftir leik. Lappirnar löngu farnar „Þetta tók gríðarlega á líkamann. Lappirnar voru löngu farnar og maður gekk bara á þrjóskunni og viljanum. Það var svo fáranlega ljúft að vinna svona leik. Ég efa að það gerist sætara,“ sagði Jakob sem skoraði 31 stig. Sigurður Ingimundarson, þjálf- ari Keflvíkinga, hafði ekki einu sinni hugmynd um hversu margar framlengingarnar hefðu verið þegar Fréttablaðið hitti hann eftir leik. „Ég var löngu hættur að telja. Þetta er þess utan líklega mest svekkjandi tap sem ég hef lent í á mínum ferli,“ sagði Sigurður brúnaþungur og útúrtaugaður líkt og aðrir í húsinu. „Það voru bæði lið algjörlega búin á því og það segir ekkert þegar lið tapar eftir fjórar framlengingar.“ Sigurður var engu að síður afar ósáttur við að tapa öllum leikjun- um gegn KR. „Það á ekki að ger- ast og ég er mjög ósáttur við það. Við leggjum samt ekki árar í bát og ætlum að byggja áfram upp lið í Keflavík,“ sagði Sigurður sem verður áfram þjálfari liðsins. henry@frettabladid.is TÖLFRÆÐIN ÚR LEIKNUM KR-Keflavík 129-124 (46-58, 101-101, 108-108, 116-116) Stig KR: Jakob Sigurðarson 31 (12 stoðs., 10 frák.), Jason Dourisseau 30 (13 frák.), Jón Arnór Stefánsson 27, Fannar Ólafsson 18, Helgi Már Magnússon 11, Darri Hilmarsson 6, Baldur Ólafs son 4, Brynjar Björnsson 2. Stig Keflavík: Jesse Pellot-Rosa 51 (14 frák., 8 stoðs.), Jón Norðdal Hafsteinsson 22 (11 frák.), Sigurður Gunnar Þorsteinsson 19 (17 frák.), Hörður Axel Vilhjálmsson 17 (9 stoðs., 8 frák.), Gunnar Stefánsson 8, Gunnar Einarsson 5, Þröst ur Jóhannsson 2. Meisturunum sópað í frí í maraþonleik aldarinnar Einhver ótrúlegasti körfuboltaleikur síðari tíma fór fram í Vesturbænum í gær. Þá vann KR lið Keflavíkur, 129-124, í leik sem þurfti að framlengja fjórum sinn- um. KR er því komið í úrslitaleikina þar sem það mætir Grindavík eða Snæfelli. STIGAHÆSTIR Jesse Pellot-Rosa skoraði 51 stig en Jakob Sigurðarson, sem er hér til varnar, var með 31 stig og þrennu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÓTRÚLEG BARÁTTA Keflvíkingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson reynir hér að verjast Jóni Arnóri Stefánssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÓBÆRILEG SPENNA Þjálfarar KR fylgjast með leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.