Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 108

Fréttablaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 108
 28. mars 2009 LAUGARDAGUR76 Raunveruleikaþættir eru vanmetið sjónvarpsefni. Það vita til dæmis allir sem sáu fyrsta þáttinn af Nýju útliti á Skjá einum í liðinni viku og fylgdust með þvenghýra altmuligtmanninum Karli Berndsen klæða, greiða og mála konu sem var einu sinni feit og er þar af leiðandi ósjálfbjarga. Eljan og einbeitingin sem stafaði af Berndsen og bjargarleysi konunnar í of stóru buxunum var slíkt að mér leið eins og ég væri að horfa á meðalgóða náttúrulífsmynd. En nóg um það. Stöð 2 Extra lauk nýverið sýningum á raunveruleikaþætti sem slær öllum öðrum við. Armed & Famous heitir sá og er sáraeinfaldur að grunngerð: Nokkrar stjörnur eru dubbaðar upp í löggubúning og síðan sendar úr húsi í löggubíl að sinna löggumálum. Og stjörnurnar eru ekki af verri endanum. Fyrrum glímudrottningin Trish Stratus og Jason Acuña, betur þekktur sem dvergurinn úr Jackass, klæða sig til dæmis bæði í blátt og siða til harðsvíraða glæpona. Einn skemmtifaktorinn snýst um að sjá upplitið á heimilislausum krakkhausum og munaðarlausum vændiskonum á táningsaldri þegar lögregluþjónninn sem mætir þeim er alls enginn alvöru lögregluþjónn heldur, tja, til dæmis Erik Estrada – náunginn sem lék óstýrilátu mótorhjólalögguna Ponch í þáttaröðinni ChiPs í kringum 1980! Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig ógæfufólkinu verður við. Í einum þættinum handtekur Jack Osbourne ungan fíkil og miðlar ótæpilega úr dópmettuðum reynslubrunni sínum áður en hann stingur vesalingnum í steininn. Það er ótrúlegt annað en að dópistinn sjái villur síns vegar eftir viðskiptin við hann. Fyrstu seríunni af þessu gúmmelaði var reyndar slauf- að af eftir aðeins fjóra þætti þegar áhorf mældist varla og ung kona hafði kært Jack Osbourne og LaToyu Jack- son, systur Michaels, fyrir ólöglega handtöku. Eins og venjulega skilur Ameríkaninn ekki list þótt hún kýli hann í smettið – bókstaflega. Nú bíð ég spenntur eftir sams konar þætti sem gerist á spítala þar sem Cuba Gooding Jr. – til dæmis – fær að framkvæma skurðaðgerðir á grunlausum gamalmennum. LAUGARDAGUR ▼ SJÓNVARPIÐ SKJÁREINN OMEGA Dagskrá allan sólarhringinn. STÖÐ 2 08.00 Morgunstundin okkar Pósturinn Páll, Stjarnan hennar Láru, Sammi, Músa- hús Mikka, Húrra fyrir Kela!, Ævintýri Kötu kanínu, Elías knái, Millý og Mollý, Fræknir ferðalangar og Þessir grallaraspóar. 10.30 Leiðarljós (e) 11.50 Kastljós (e) 12.25 Kiljan (e) 13.15 Villta Kína (3:6) (e) 14.05 Hvað veistu? - Hringadrottinn 14.35 Meistaradeildin í hestaíþrótt- um (e) 15.05 Lífsgæði á lokaspretti (e) 15.55 Íslandsmótið í handbolta kvenna (Fram - Stjarnan) Bein útsending frá leik í næstsíðustu umferð efstu deild- ar kvenna. 17.30 Tákn vonar (e) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Skólahreysti 18.54 Lottó 19.00 Fréttir 19.30 Veður 19.35 Spaugstofan 20.05 Gettu betur (Borgarholtsskóli - Menntaskólinn í Reykjavík) 21.15 Stóri skellurinn (The Big Bounce) Bandarísk bíómynd frá 2004. Prakkarinn Jack fer til Havaí og vafasamur dómari fær hann til að reyna að fletta ofan af glæpa- mönnum. Aðalhlutverk: Owen Wilson, Charlie Sheen og Morgan Freeman. 22.45 Eitt sinn í Mexíkó (Once Upon a Time in Mexico) (e) 00.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07.00 Barnatími Stöðvar 2 Dynkur smá- eðla, Flintstone krakkarnir, Hlaupin og Ruff‘s Patch. 08.00 Algjör Sveppi Blær, Lalli, Þorlák- ur, Refurinn Pablo, Boowa and Kwala, Sum- ardalsmyllan, Doddi litli og Eyrnastór, Kalli og Lóa, Elías og Hvellur keppnisbíll og Könnuð- urinn Dóra. 10.10 Kalli litli Kanína og vinir 10.40 Ævintýri Juniper Lee 11.05 Nornafélagið 11.30 Njósnaskólinn 12.00 Bold and the Beautiful 12.20 Bold and the Beautiful 12.40 Bold and the Beautiful 13.00 Bold and the Beautiful 13.20 Bold and the Beautiful 13.45 Idol stjörnuleit (7:14) 15.05 Idol stjörnuleit 15.35 Dauðans alvara Þáttur um ristil- krabbamein sem er þriðja algengasta krabba- meinið á Vesturlöndum. Sjúkdómurinn fer oft hljótt og greinist oft alltof seint. Umsjónar- maður er Karl Garðarsson. 16.05 How I Met Your Mother (3:20) 16.35 Sjálfstætt fólk (27:40) 17.15 ET Weekend Allt það helsta sem gerðist í vikunni í heimi fína og fræga fólksins er tíundað á hressilegan hátt. 18.00 Sjáðu 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.45 Íþróttir 18.52 Lottó 19.00 Ísland í dag - helgarúrval 19.30 Veður 19.35 The Simpsons (1:22) Lífið hjá Hómer og Marge Simpson gengur sinn vana- gang en ekki líður sá dagur að þau eða börn- in, Bart, Lísa og Maggí, rati ekki í vandræði! 20.00 Hjartans mál Hjartaheill er 25 ára í ár og stendur fyrir landssöfnun sem mun ná hámarki í þessari sérstöku söfnunarútsend- ingu sem er í opinni dagskrá. 22.35 When a Stranger Calls Endurgerð Simon West, leikstjóra Con Air, á samnefndri hrollvekju frá 1979. Taugatryllir sem fjallar um barnapíu sem verður fyrir ógnvekjandi áreiti frá ókunnugum manni sem hringir látlaust í hana án skýringa. 00.00 Just Like Heaven 01.35 The Prince of Tides 03.40 Ghost 05.45 Fréttir 18.00 Hrafnaþing Ingvi Hrafn Jónsson 19.00 Mér finnst Bergljót Davíðsdóttir og Katrín Bessadóttir 20.00 Hrafnaþing Ingvi Hrafn Jónsson 21.00 Birkir Jón Birkir Jón Jónsson 21.30 Á réttri leið Katrín Júlíusdóttir 22.00 Lífsblómið Steinunn Anna Gunn- laugsdóttir 23.00 Líf og land Valdemar Ásgeirsson 23.30 Íslands safarí Akeem R. Oppong 06.00 Óstöðvandi tónlist 14.05 Rachael Ray (e) 14.50 Rachael Ray (e) 15.35 Rules of Engagement (13:15) (e) 16.05 Möguleikar/ íslensk fatahönn- un 2009 (e) 16.35 Top Chef (3:13) (e) 17.25 Survivor (5:16) (e) 18.15 The Office (11:19) (e) 18.45 Game Tíví (8:15) Sverrir Bergmann og Ólafur Þór Jóelson fjalla um allt það nýj- asta í tækni, tölvum og tölvuleikjum. (e) 19.25 Fyndnar fjölskyldumynd- ir (6:12) Skemmtilegur þáttur fyrir alla fjöl- skylduna þar sem sýnd eru bráðfyndin myndbönd, bæði innlend og erlend. 19.55 Spjallið með Sölva (6:12) Nýr og ferskur umræðuþáttur, þar sem Sölvi Tryggvason fær til sín góða gesti og spyr þá spjörunum úr. Lífið, tilveran og þjóðmálin, Sölva er ekkert óviðkomandi. Alvara, grín og allt þar á milli. (e) 20.55 Nýtt útlit (2:10) Hárgreiðslu- og förðunarmeistarinn Karl Berndsen veitir venjulegu fólki nýtt útlit, allt frá förðun til fata. (e) 21.45 Káta maskínan (8:12) Menningar- þáttur í umsjón Þorsteins J. Vilhjálmssonar . 22.15 Heroes (15:26) (e) 23.05 Californication (7:12) (e) 23.40 Art of War (e) 01.10 Battlestar Galactica (6:20) (e) 02.00 Painkiller Jane (7:22) (e) 02.50 Jay Leno 03.40 Jay Leno (e) 04.30 Óstöðvandi tónlist 07.35 Timeless 08.05 PGA Tour 2009 - Hápunktar 09.00 Augusta Masters Official Film 10.00 Inside the PGA Tour 2009 10.30 World Supercross GP 11.30 F1. Við rásmarkið 12.00 F1. Ástralía / Tímataka 14.00 Fréttaþáttur Meistaradeild- ar Evrópu 14.30 Atvinnumennirnir okkar Ólaf- ur Stefánsson. 15.05 Grindavík - Snæfell Bein útsend- ing frá leik í Iceland Express-deildinni. 17.05 England - Slóvakía Bein út- sending frá vináttulandsleik Englands og Sló- vakíu. 19.05 Atvinnumennirnir okkar Eiður Smári Guðjohnsen. 19.40 10 Bestu Ásgeir Sigurvinsson. 20.35 Portugal - Svíþjóð Bein útsending frá leik í undankeppni HM. 22.40 UFC Unleashed Bestu bardagarnir í sögu Ultimate Fighting Champion. 23.25 Grindavík - Snæfell Útsending frá leik í Iceland Express deildinni í körfubolta. 00.55 England - Slóvakía Útsending frá vináttulandsleik. 05.30 F1. Ástralía / Kappaksturinn Bein útsending frá Formúlu 1 kappakstrinum. 12.00 Masters Football - Central Masters 14.20 PL Classic Matches Chelsea - Ars- enal, 1997. 14.50 PL Classic Matches Tottenham - Chelsea, 1997. 15.20 Newcastle - Arsenal Útsending frá leik í ensku úrvalsdeildinni. 17.00 Premier League World 17.30 PL Classic Matches Liverpool - Arsenal, 1997. 18.00 PL Classic Matches Man United - Middlesbrough, 1996. 18.30 1001 Goals Bestu mörk úrvals- deildarinnar frá upphafi. 19.25 Tottenham - Chelsea Útsending frá leik í ensku úrvalsdeildinni. 21.05 Man. Utd. - Liverpool Útsending frá leik í ensku úrvalsdeildinni. 22.45 Masters Football - Scottish Masters 08.00 Jumanji 10.00 RV 12.00 Ask the Dust 14.00 Bigger Than the Sky 16.00 Jumanji 18.00 RV 20.00 Ask the Dust Rómantísk spennu- mynd með Colin Farrel, Salma Hayek og Donald Sutherland í aðalhlutverkum. 22.00 Flags of Our Fathers 00.10 The Bone Collector 02.05 Back in the Day 04.00 Flags of Our Fathers 06.10 Charlie‘s Angels > Owen Wilson „Við bræðurnir höfum alltaf verið góðir vinir. Sambandið var eldfimt þegar við vorum að spá í flugelda og stelpur en við komumst fljótt yfir það.“ Owen Wilson fer með aðalhlut- verkið í myndinni Stóri skellurinn sem Sjónvarpið sýnir í kvöld. Bróðir hans, Andrew Williams, fer einnig með hlutverk í myndinni. 15.55 Fram – Stjarnan, beint SJÓNVARPIÐ 17.05 England – Slóvakía, beint STÖÐ 2 SPORT 19.25 Fyndnar fjölskyldu- myndir SKJÁREINN 19.35 The Simpsons STÖÐ 2 20.05 Idol stjörnuleit STÖÐ 2 EXTRA ▼ ▼ ▼ CLASSIC/DREAM Íslensk heilsurúm 90 x 200 cm: 59.900 kr. CLASSIC/DREAM Íslensk heilsurúm 120 x 200 cm: 75.900 kr. Fermingartilboð á íslenskri framleiðslu Góð ferminga rgjöf allt að 60 % afsláttur af arineldstæðum VIÐ TÆKIÐ STÍGUR HELGASON HORFÐI Á SMÁSTIRNI DELERA Í LÖGREGLUBÚNINGUM „Show me the scalpel!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.