Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2009, Qupperneq 112

Fréttablaðið - 28.03.2009, Qupperneq 112
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar Í dag er laugardagurinn 28. mars, 87. dagur ársins. 7.00 13.33 20.07 6.42 13.18 19.55 495,- Það er gott og blessað að biðj-ast afsökunar. Þegar manni hefur orðið það á að skaða ein- hvern eða meiða af gáleysi hlýtur það að vera forsenda þess að um heilt geti gróið á ný. Aftur á móti er algerlega ófullnægjandi að láta þar við sitja. Iðrun er góðra gjalda verð, en aðeins ef yfirbót fylgir í kjölfarið. EF einhver myndi ræna mig eða skemma eitthvað fyrir mér þætti mér vissulega ágætt að fá afsök- unarbeiðni þegar og ef hann sæi að sér. En afsökunarbeiðnin ein og sér myndi ekki gera neitt fyrir mig nema hvað ég fengi það kannski á tifinninguna að viðkomandi væri þess albúinn að bæta fyrir brot sitt og mér liði eilítið betur. Þegar á liði og yfirbótin léti á sér standa væri hins vegar sennilegt að mér þætti þessi afsökunarbeiðni ein- ber hræsni og tilgerð, siðferðileg sjálfsfróun til að auðvelda honum, ekki mér, að lifa með því sem hann gerði mér. EF við þetta bættist að viðkomandi sæi fram á dóm fyrir það sem hann gerði mér, dóm sem fyrirgefning mín og vitnisburður um einlæga eftirsjá hans gæti mildað, kynni jafnvel að læðast að mér sá grunur að hugur fylgdi ekki máli. Þá þætti mér líklega einsýnt að afsökunar- beiðnin hefði þjónað þeim tilgangi einum að hjálpa honum að sleppa við afleiðingar gjörða sinna, ekki að bæta mér neinn skaða. Sumt tjón verður aldrei að fullu bætt. Þó er hægt að fyrirgefa þeim sem veldur því ef maður sér ein- læga viðleitni til að bæta ráð sitt hjá viðkomandi, að orð hans og hegðun bendi til þess að hann hafi séð að sér, lært af mistökum sínum og muni ekki endurtaka þau. Þá gæti yfirbótin einfaldlega falist í því að horfast í augu við afleiðing- ar gjörða sinna og taka þeim, und- anbragða- og bætiflákalaust. NÚ þegar loksins hefur borist ein- hver vísir að afsökunarbeiðni frá Sjálfstæðisflokknum, hálfu ári eftir að vitfirrt fjármálastjórn hans lagði íslenskt efnahagslíf í eyði, en kortéri fyrir kosningar, er kannski við hæfi að þjóðin hafi þetta í huga. Hvernig iðrun er lýst með því að ekkert hafi verið við stefnuna að athuga, vandamálið hafi verið einstaklingarnir sem framfylgdu henni? Er þá ekki eini lærdómurinn sem dreginn hefur verið af mistökunum sá að skipta þurfi um fólk, ekki stefnu eða stíl? Hefur slíkur flokkur bætt ráð sitt? Hvar er yfirbótin? Iðrun og yfirbót
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.