Morgunblaðið - 22.01.2006, Side 6

Morgunblaðið - 22.01.2006, Side 6
6 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 411 5000 NÝTT SÍMANÚMER SKRIFSTOFU ÍTR Skemmtilegur frítími SÍMAVER REYKJAVÍKURBORGAR SÉR NÚ UM SÍMSVÖRUN FYRIR SKRIFSTOFU ÍTR ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDASVIÐ REYKJAVÍKUR UNDANFARNA áratugi hefur þeim Bretum fjölgað sem fara á örorkubætur vegna algengra heilsufarsvandamála á borð við bakverki, verki í hálsi og streitu, að sögn Gordon Waddell, sér- staks ráðgjafa ríkisstjórnar Bretlands í málum sem varða fötlun og örorku. Waddell sem var prófessor í bæklunar- skurðlækningum í Glasgow í mörg ár, hefur und- anfarin 20 ár verið í fararbroddi í rannsóknum og bak- og hálsverkjum. Hann hefur einnig unnið mikið að rannsóknum á örorku og þróun og breytingum á almannatrygginum á Vestur- löndum, sérstaklega í Bretlandi. Waddell er nú prófessor vð Háskólann í Cardiff en hann hélt fyrirlestur á Læknadögum á föstudag, þar sem hann beindi sjónum einkum að tognunum á hálsi og viðbrögðum við þess konar meiðslum. Veruleg fjölgun bótaþega Waddell segir að í Bretlandi hafi verið útbúinn sérstakur bæklingur vegna hálstognana sem dreift er á slysavarðstofum til fólks sem orðið hefur fyrir þeim. Í bæklingnum sé að finna upp- lýsingar og ráðleggingar til almennings sem eiga að auðvelda fólki að takast á við líf og starf þrátt fyrir skaðann. Þar er meðal annars lögð áhersla á að fólk æfi hálsinn og haldi sér í formi til þess með jógaiðkun og gönguferðum. Waddell segir fólki sem fái bætur vegna al- gengra heilsufarsvandamála hafa fjölgað veru- lega í Bretlandi á und- anförnum áratugum. „Í Bretlandi hefur þessi hópur þrefaldast að stærð frá því seint á áttunda áratugnum,“ segir hann. Þá hafi um 1 milljón Breta fengið örorkubætur, en nú sé þessi tala um 2,7 milljónir manna. Um ein milljón manna í þessum hópi stríði við alvarleg veikindi eða fötlun en flestir hinna glími við algeng heilsufarsvandamál. Waddell rekur fjölgunina til samfélagslegra breytinga en segir mikilvægt að endurskoða þau viðhorf sem ríkja til þess hvernig bregðast eigi við hinum ýmsum vandamálum sem upp koma í lífi fólks. Bæði þurfi að bæta þá þjónustu sem þetta fólk fær í heilbrigðiskerfinu en samfélagið í heild sinni þurfi einnig að finna betri leiðir til að bregðast við vandanum. Tilraunaverkefni Um það fólk sem glímir við algeng heilsufars- vandamál á borð við hálsverki gildi „að halda áfram að lifa lífinu og reyna að halda sínu striki eins og hægt er,“ segir Waddell. „Með þessu móti jafnar fólk sig oftast fyrr. Það gildir reynd- ar um margs konar erfiðleika í lífinu að betra er að horfast í augu við þá og takast á við þá heldur en að liggja fyrir og vænta þess að læknavísindin eða aðrir finni töfralausn.“ „Fólk getur gert ým- islegt í sínum málum sjálft. Oft gengur ein- staklingum betur að fást við eigin vandamál en sérfræðingum og læknum,“ segir hann. Waddell segir að í Bretlandi hafi menn um nokkurt skeið reynt að sporna við fjölgun í hópi þeirra sem fá örorkubætur vegna algengra heilsufarsvandamála. Seint á tíunda áratugnum hafi tekist að stöðva fjölgunina í þessum hópi. Um þessar mundir séu tilraunaverkefni í gangi á sjö stöðum í landinu sem miði meðal annars að því að aðstoða fólk, sem er á bótum vegna al- gengra heilsufarsvandamála, við að komast út í atvinnulífið. „Á þeim stöðum sem þessi verkefni hafa verið starfrækt hafa um tvöfalt fleiri bótaþegar komist aftur út á vinnumarkaðinn en annars staðar í landinu. Þetta er gríðarleg fjölgun, sú mesta sem orðið hefur í tilraunaverkefnum af þessari stærð- argráðu,“ segir Waddell að lokum. Svipuð þróun hér á landi Ragnar Jónsson, bæklunarlæknir með sér- þekkingu á hryggjarsjúkdómum og hryggj- aráverkum, segir fjölgun bótaþega sem glíma við algeng heilsufarsvandamál hafa verið svipaða hér á landi og í Bretlandi. Hann segir að á Íslandi hafi verið unnið að aðgerðum vegna þessa í mörg ár. Ragnar hefur ásamt Magnúsi Ólafssyni, lækni á Reykjalundi, þýtt breska bæklinginn um við- brögð við tognunum á hálsi og segir stefnt að því að gefa hann út. Fyrir tveimur árum þýddu þeir Ragnar og Magnús bók um bakverki sem gefin var út á vegum Landlæknisembættisins. Fleiri fá örorkubætur vegna algengra heilsufarsvandamála Mikilvægt að fólk haldi sínu striki þrátt fyrir verki Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Gordon Waddell FÉLAGSMENN í Stéttarfélagi ís- lenskra félagsráðgjafa felldu ný- gerðan kjarasamning við Reykja- víkurborg í atkvæðagreiðslu. Samningurinn var undirritaður 30. desember sl. 74 voru á kjörskrá. 66 greiddu atkvæði, þar af sögðu 64 nei en tveir vildu samþykkja samn- inginn. Vilborg K. Oddsdóttir, formaður kjaranefndar félagsins, segir að megn óánægja sé meðal fé- lagsráðgjafa sem starfa hjá borg- inni. Félagsráðgjafar hafi hafnað þeirri starfsmatsleið sem borgin vildi koma á. „Einnig fannst fé- lagsráðgjöfum, sem starfa hjá Reykjavíkurborg, að borgin kæmi ekki til móts við þá kröfu að jafna mismunandi launakjör, sem eru hjá þjónustumiðstöðvunum,“ segir hún. Vilborg segir að fundahöld séu áformuð eftir helgi. „Þá verður ákveðið hvað gert verður í fram- haldinu. Það er hugur í fólki að boða til verkfalls ef borgin kemur ekki með eitthvað betra tilboð,“ segir hún. Félagsráðgjafar eru að íhuga aðgerðir UMFERÐARSTOFA og ríkisskatt- stjóri hafa tekið upp samstarf um upplýsingamiðlun úr ökutækjaskrá Umferðarstofu á þjónustusíðu rík- isskattstjóra. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Umferðarstofu og ríkisskattstjóra er samstarf stofnananna í því fólgið að einstaklingar sem skrá sig með veflykli inn á þjónustusíðu sína á vef ríkisskattstjóra geta óskað eftir upplýsingum um ökutækjaeign sína úr ökutækjaskrá. Einstaklingar geta sótt lista yfir ökutækjaeign sína og síðan svokallaða feril- skýrslu um hvert ökutæki sem inni- heldur ítarlegar upplýsingar um ökutækið. Upplýsingarnar eru án endurgjalds fyrir einstaklinga. Upplýsingar um ökutækjaeign á þjónustusíðu ríkisskattstjóra Á LEIKSKÓLANUM Ástúni á Breiðdalsvík starfa þær Ingibjörg Jónsdóttir og Þórdís Einarsdóttir. Þær eru með níu börn í skólanum um þessar mundir og eiga jafnvel von á tveimur til viðbótar innan skamms. Leikskólinn er starf- ræktur frá kl. átta á morgnana til hálfeitt eftir hádegi og krílin á aldrinum frá eins árs til að verða sex ára. „Þetta gengur vel og er pass- legur fjöldi,“ segir Þórdís. Þær segjast fylgjast með umræðum um kjaramál leikskólastarfsmanna. Þórdís hefur verið í starfinu í tuttugu ár, en Ingibjörg er nýlega byrjuð. Þær hafa samskipti við leikskóla umhverfis sig og segja vel búið að skólanum þeirra. Hann var byggð- ur fyrir um átta árum, er rúmgóður og góð aðstaða er úti við með fjöl- breyttum leiktækjum. Líflegt í Ástúni Morgunblaðið/Steinunn ÁsmundsdóttirÞau Björgvin Bragi Ólafsson og Guðrún Björg Róbertsdóttir eru galvösk íútivistinni og elska að veltast ofan brekkuna við Ástún á Breiðdalsvík. Þær Ingibjörg og Þórdís kenna 1–6 ára börnum í Ástúni og hafa eðlilega í nógu að snúast með börnin níu sem eru í skólanum um þessar mundir. LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði sjö ökumenn, sem grunaðir voru um að aka ölvaðir undir stýri að- faranótt laugardags. Að sögn lög- reglunnar voru flestir ökumann- anna í yngri kantinum, eða á milli tvítugs og þrítugs. Blóðprufa var tekin úr þeim og er niðurstöðu að vænta eftir hálfan mánuð. Reynist þeir hafa ekið und- ir áhrifum áfengis eiga þeir yfir höfði sér sekt og jafnvel sviptingu ökuleyfis. Sjö grunaðir um ölvun LÖGREGLAN í Keflavík var kölluð út klukkan rétt rúmlega fimm að- faranótt laugardags vegna hóp- slagsmála fyrir utan skemmtistað- inn Casínó. Þar höfðu lögreglumenn afskipti af fjórum mönnum. Einn þeirra var talinn nefbrotinn og ann- ar rifbeinsbrotinn. Mönnunum var ekið að Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja til aðhlynning- ar. Annar mannanna var útskrif- aður en hinn sendur til frekari rannsóknar á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi. Sam- kvæmt upplýsingum sem lögreglu- menn fengu á vettvangi höfðu mennirnir lent í slagsmálum við þrjá varnarliðsmenn af Keflavíkur- flugvelli. Þeir voru hins vegar á bak og burt er lögreglumenn komu á staðinn. Lögreglan í Keflavík hafði sam- band við lögregluna á Keflavíkur- flugvelli sem hafði afskipti af varn- arliðsmönnunum þegar þeir sneru aftur inn á völl. Málið er í rannsókn. Hópslagsmál fyr- ir utan skemmti- stað í Keflavík BÆJARSTJÓRINN í Mosfellsbæ hefur lagt til að fasteignaskattur í sveitarfélaginu verði lækkaður enn frekar, úr 0,295% í 0,265%. Tillagan verður til umræðu í bæjarstjórn 25. janúar næstkomandi. Samkvæmt tilkynningu frá Ragnheiði Ríkharðsdóttur, bæj- arstjóra, leiðir hækkun fast- eignamats til þess að tekjur sveitar- félagsins vegna fasteignaskatta verða rúmlega 19 milljónum kr. meiri en fjárhagsáætlun 2006 gerði ráð fyrir. Með tillögunni sé verið að standa við þá stefnumörkun við gerð fjárhagsáætlunarinnar að fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði hækkuðu ekki að raungildi milli ár- anna 2005 og 2006. Nýlega samþykkti bæjarstjórnin breytingu fasteignagjalda þannig að fasteignaskattur íbúðahúsnæðis lækkaði úr 0,360% í 0,295% og vatnsskattur lækkaði úr 0,150% í 0,120%. Fasteignaskatts- hlutfall lækkað í Mosfellsbæ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.