Morgunblaðið - 22.01.2006, Síða 10

Morgunblaðið - 22.01.2006, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ L andbúnaðurinn á Ís- landi verður að búa sig undir meiri samkeppni og breytta tíma. Það er ekkert vafamál og þessir samning- ar hér eru hluti af því. Það er neytendum til hagsbóta en það verður að sjálfsögðu að gefa þessum aðilum svigrúm til þess að hagræða,“ sagði Geir H. Haarde ut- anríkisráðherra þegar Morgun- blaðið ræddi við hann um miðjan desember, en Geir var þá staddur á ráðherrafundi Heimsviðskipta- stofnunarinnar (WTO) þar sem reynt var að ná samkomulagi um aukið frelsi í viðskiptum með land- búnaðarvörur. Þessi skoðun Geirs, að breyting- ar séu í nánd í landbúnaðarmálum og að gefa þurfi landbúnaðinum færi á að aðlaga sig þessum breyt- ingum, er ekki ný af nálinni. Segja má að stjórnmálamenn, bændur og flestir þeir sem hafa tjáð sig um landbúnaðarmál hafi verið að segja þetta í mörg ár, jafnvel áratugi. Það er því kannski ekki óeðlilegt þótt spurt sé, hvernig hefur landbúnað- urinn búið sig undir boðaðar breyt- ingar? Hvernig hafa menn notað tímann? Við þessum spurningum er ekki til neitt einfalt svar, en til að reyna að átta sig á svarinu er fróðlegt að skoða gerð búvörusamninga vegna þess að í þeim er verið að móta meginatriðin í landbúnaðarstefn- unni sem framfylgt er á hverjum tíma. Í samningum við kúabændur og sauðfjárbændur, sem hafa gilt til 4–7 ára, gefst því tækifæri til að gera breytingar. Eigum við að færa okkur að stefnu ESB? Talsverð átök urðu þegar síðasti samningur milli ríkisins og bænda var gerður um mjólkurframleiðsl- una, en hann var undirritaður í maí 2004. Áður en samningurinn var gerður var unnin skýrsla um árang- ur af síðasta samningi og almennt um stöðu mjólkurframleiðslunnar. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra ræddi gerð nýs samnings á aðalfundi Landssambands kúa- bænda vorið 2003. Hann sagði þá: „Ég er ekkert sannfærður um að hægt sé að ljósrita, eins og sagt er, þann samning sem nú er í gildi. Ég er heldur ekkert svo viss um að það sé hyggilegt.“ Á bak við þessi orð Guðna lá það mat þeirra sem koma að því að móta landbúnaðarstefnuna, að tímabært og nauðsynlegt væri að gera vissar breytingar á umhverfi mjólkurframleiðslunnar. Tekist var á um þessar breytingar bæði meðal bænda og eins innan ríkisstjórnar- innar. Bændur voru almennt ánægðir með þá niðurstöðu sem varð og sú skoðun var talsvert út- breidd að gamli samningurinn hefði í reynd verið „ljósritaður“. Þetta varð m.a. til þess að stuttu eftir að samningurinn hafði verið sam- þykktur hækkaði verð á greiðslu- marki (kvóta) mjög mikið eða um 54% á 10 mánuðum. Hafa ber í huga að á þessum tíma lækkuðu vextir og aðgangur að lánsfé jókst sem átti líka þátt í að hækka kvótaverð. Þess ber líka að geta að kvótaverð hefur lækkað á allra síðustu mánuðum. Undanfarin ár hefur verið leitast við að ná samkomulagi á vettvangi WTO um alþjóðlegan samning um aukið frelsi í viðskiptum með land- búnaðarvörur og lækkun ríkis- styrkja. Það sem lá að baki deil- unum í kringum samning ríkisins og bænda um mjólkurframleiðsluna var hversu mikið tillit átti að taka til WTO-viðræðnanna. Menn innan ríkisstjórnarinnar og í forystu Bændasamtakanna töldu margir hverjir að það væri skynsamlegt að nota þetta tækifæri til að stíga skref sem fæli í sér aðlögun að þeim breytingum sem væru í farvatninu á vettvangi WTO. Kúabændur voru hins vegar langflestir á þeirri skoðun að það væri ekki tímabært af Íslendingum að gera róttækar breytingar, m.a. vegna þess að það væri ekki vitað hvað kæmi út úr WTO-viðræðunum og við ættum ekki að gera breyt- ingar á undan öðrum þjóðum. Átök- in milli forystu Bændasamtakanna og forystu Landssambands kúa- bænda urðu það hörð, að kúabænd- ur ákváðu að bjóða fulltrúa sinn fram gegn Ara Teitssyni, formanni Bændasamtakanna. Ari ákvað hins vegar að bjóða sig ekki fram að nýju. Evrópusambandið hefur á síð- ustu árum gert viðamiklar breyt- ingar á landbúnaðarstefnu sinni. Þær breytingar eru að nokkru leyti komnar til framkvæmda, en einnig verða stigin skref á þessu og næsta ári. Breytingarnar ganga í megin- atriðum út á að færa opinbera styrki úr því að vera beintengdir framleiðslunni yfir í styrki sem greiddir eru út á land, jarðrækt, gripi og fleira. Á vettvangi WTO eru framleiðslutengdir styrkir kall- aðir gular greiðslur en hinar greiðslurnar eru kallaðar grænar greiðslur. Í WTO-viðræðunum hef- ur verið rætt um það að aðildar- þjóðirnar skuldbindi sig til að lækka gulu greiðslurnar en engar takmarkanir verða hins vegar á grænum greiðslum. Þjóðirnar mega þess vegna auka þær. Sú spurning sem samningamenn ríkisins og bænda stóðu frammi fyrir þegar mjólkursamningurinn var gerður var; eigum við að gera eins og ESB og færa ríkisstyrki úr gula hólfinu í græna hólfið? Kúabændur voru á móti breyttum stuðningi Ástæðan fyrir því að kúabændur voru á móti því að fara sömu leið og ESB var ekki einvörðungu íhalds- semi. Núverandi fyrirkomulag rík- isstyrkja gerir ráð fyrir bein- greiðslum, en það fyrirkomulag er mjög einfalt og gegnsætt. Greiðsl- urnar fara milliliðalaust til bænda og er ætlað að lækka verð á mjólk- urvörum. Grænar greiðslur fela hins vegar í sér miklu flóknara kerfi og það sem skiptir einnig máli, það er engin trygging fyrir því að greiðslurnar renni allar áfram til kúabænda. Grænar greiðslur geta m.a. byggst á því að hluti styrkjanna er greiddur fyrir að halda bújörð í ræktun, fyrir að rækta korn og fleira. Það má því hugsa sér að greiðslurnar fari til bónda sem áður stundaði mjólkurframleiðslu en hefur snúið sér að ferðaþjónustu eða bónda sem stundar lífræna ræktun á grænmeti eða korni svo dæmi sé tekið. Það er því vel líklegt Landbúnaðurinn bíður ennþá eftir að vita hvaða breytingar verða gerðar í viðskiptum með landbúnaðarvörur Hvernig hafa bænd Við gerð síðasta mjólkursamnings, sem tók gildi í haust, var tekist á um hversu langt ætti að ganga í að aðlaga mjólkurframleiðsluna breytingum sem talið er að séu að verða á vettvangi WTO. Í fréttaskýringu Egils Ólafssonar kemur fram að niðurstaðan varð málamiðlun. Núverandi ríkisstjórn hefuralla tíð verið mjög vin-samleg bændum. Stefnaríkisstjórnarinnar hefur verið að halda styrkjum til bænda óbreyttum og viðhalda þeirri toll- vernd sem ákveðin var í byrjun tí- unda áratugarins. Ýmsir viðmæl- endur blaðsins telja sig hins vegar sjá þess merki að hið pólitíska um- hverfi sé að breytast á verri veg fyr- ir landbúnaðinn. Það er fyrst og fremst tvennt sem menn nefna, annars vegar brott- hvarf Davíðs Oddssonar úr ríkis- stjórninni og hins vegar nefnd sem Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra skipaði nýlega sem á að gera tillögur um lækkun matvælaverðs á Íslandi. Áherslur Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra og Halldórs Ásgrímssonar í landbúnaðarmálum hafa lengi verið ólíkar. Guðni hefur staðið vörð um hagsmuni landbún- aðarins og viljað fara hægt í breyt- ingar á núverandi kerfi. Halldór hefur hins vegar lengi talað fyrir því að landbúnaðurinn á Íslandi verði að aðlaga sig breyttu umhverfi. Það sé betra að gera breytingar á eigin for- sendum og í tíma en að vera neydd- ur til breytinga með alþjóðlegum samningum. Þegar tekist hefur verið á um landbúnaðarstefnuna, m.a. við gerð búvörusamninga við bændur, hefur Davíð Oddsson yfirleitt stutt Guðna. Margir viðmælendur blaðsins sögðu að afstaða Davíðs hefði ráðið miklu þegar núverandi samningur við bændur um mjólkurframleiðsluna var gerður. Samningurinn hefði ekki litið svona út ef Halldór hefði fengið að ráða. Öllum bændum sem Morgunblað- ið ræddi við bar saman um að Guðni hefði misst sinn mikilvægasta bandamann þegar Davíð hætti í rík- isstjórninni. Davíð hefði alla tíð ver- ið mjög vinsamlegur bændum og haft mikinn skilning á sjónarmiðum þeirra. Það er athyglisvert að skömmu áður en Davíð hætti sem formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í haust tók hann þátt í um- ræðum á fundinum um landbúnað- armál. Hann beitti sér gegn talsvert róttækri tillögu sem ungliðar í flokknum lögðu fram. Hann taldi ekki ástæðu til að rugga bátnum og að tillagan væri ekki tímabær með- an niðurstaða á vettvangi WTO væri ekki fengin. Niðurstaðan varð sú að tillaga ungliðanna náði ekki fram að ganga en tillaga landbúnaðarnefnd- ar flokksins þar sem talað er um að „nýta til fulls þá möguleika sem fel- ast í landbúnaðinum til bættra lífs- kjara fyrir fólkið sem við hann starf- ar“ var samþykkt. Nefnd Halldórs er ætlað að lækka matarverð Halldór Ásgrímsson skipaði fyrir skömmu nefnd sem falið var það verkefni að „fjalla um helstu orsaka- þætti hás matvælaverðs á Íslandi“. Í nefndinni sitja tíu menn, þar af einn fulltrúi Bændasamtakanna og einn fulltrúi landbúnaðarráðuneytisins. Einn viðmælandi blaðsins sagði að oftast þegar nefndir hefðu verið skipaðar til að fjalla um mikilvæga þætti landbúnaðarstefnunnar væri u.þ.b. helmingur nefndarmanna úr landbúnaðarkerfinu. „Þessi nefnd er skipuð átta-tvö,“ sagði hann og átti við að aðeins tveir fulltrúar land- búnaðarins væru í nefndinni. Þess ber að geta að þessi nefnd á að fjalla um fleira en verð landbúnaðarvara, Fréttaskýring | Er pólitískt umhverfi landbúnaðarins að breytast? Margir bændur sakna Davíð Oddsson Guðni Ágústsson Halldór Ásgrímsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.