Morgunblaðið - 22.01.2006, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Það hlýtur að hrikta í stoðumsamfélagsins þegar tekister á um grundvallaraf-stöðu þjóðar til landsinssem hún byggir og um-
gengni við það. Ekki síst þegar sjón-
armiðin virðast allt að því ósamrým-
anleg; annars vegar hópur sem telur
nauðsynlegt að virkja vatnsaflið til að
bæta lífsskilyrði þjóðarinnar og hins
vegar hópur sem telur mest verðmæti
fólgin í ósnortinni náttúru.
Ef til vill eru deilurnar um Þjórs-
árver eitt skýrasta dæmið um þessi
átök. Það sýnir vel þungann í um-
ræðunni að vel á annað hundrað
skýrslur og greinargerðir hafa verið
gefnar út opinberlega um Þjórsárver-
in og virðist óhætt að fullyrða að ekk-
ert svæði á hálendinu sé eins vel rann-
sakað. Enda komu hugmyndir um
virkjun á svæðinu fyrst fram um
miðja síðustu öld og enn sér ekki fyrir
endann á því ferli, þó að umræðan
hafi náð hápunkti síðustu daga.
Af gildi Þjórsárvera
Þjórsárver eru stærsta og fjöl-
breyttasta freðmýri landsins. Þar eru
flæðiengi, sem fátíð eru á hálendi Ís-
lands, og margslungin flóra plantna,
smádýra og fugla. Þjórsárver eru
mikilvægasta varpsvæði heiðagæsar í
heiminum og njóta ákvæða Ramsar-
sáttmálans, sem þýðir að þau eru vot-
lendissvæði sem hafa mikið alþjóðlegt
gildi.
Það sýnir vel gildi Þjórsárvera að
þegar Náttúruverndarráð gerði sam-
komulag um verndun svæðisins árið
1981, þó með miðlunarlóni í allt að 581
m yfir sjávarmáli, þá var það reiðubú-
ið að fórna Eyjabökkum til þess að ná
samkomulaginu. Í umsögn samvinnu-
nefndar iðnaðarráðuneytis, Náttúru-
verndarráðs og orkufyrirtækjanna til
Rafmagnsveitna ríkisins, sem þá
höfðu forræði um undirbúning Fljóts-
dalsvirkjunar, segir:
„Enda þótt mikill sjónvarsviptir
yrði að hinu víðfeðma gróðurlendi
Eyjabakkasvæðisins, færi það undir
vatn, og þrátt fyrir að forðast beri að
eyða þannig grónu landi, sé þess
nokkur kostur, þá vill Náttúruvernd-
arráð fyrir sitt leyti ekki leggjast
gegn Fljótsdalsvirkjun, telji orkuyfir-
völd hana nauðsynlega. Sú afstaða
mótast m.a. af því að samkomulag
hefur tekist um varanlega verndun
Þjórsárvera, sem frá sjónarmiði
náttúruverndar og samkvæmt niður-
stöðum rannsókna á báðum þessum
svæðum eru talin mikilvægari há-
lendisvin.“
Hugmyndir um veitu
Vægi Þjórsárvera var síðan undir-
strikað í áfangaskýrslu sem unnin var
að frumkvæði iðnaðarráðuneytisins
og umhverfisráðuneytisins og kynnt í
nóvember 2003, en þar eru verin talin
verðmætasti hluti hálendisins. Jafn-
framt þykir Norðlingaölduveita ekki
fýsilegur kostur með tilliti til hag-
kvæmni og umhverfisáhrifa, þar sem
umhverfisáhrif eru talin mikil og
orkuframleiðslan ekki það mikil að
hún skipti sköpum.
Norðlingaölduveita felur í sér veitu
vatns úr Þjórsá í Þórisvatnsmiðlun,
en með því að beina vatninu þangað
næst aukin orkuframleiðsla í Vatns-
fellsvirkjun, Sigölduvirkjun, Hraun-
eyjafossvirkjun og Búðarhálsvirkjun.
Einn helsti ásteytingarsteinninn í
deilunum um Norðlingaölduveitu hef-
ur verið hæð stíflunnar. Mikið flat-
lendi er á Þjórsárverasvæðinu og því
getur lítil hækkun í metrum talið fært
stóra skika lands undir vatn.
Sátt verður að ósátt
Lengst af var gert ráð fyrir að
Norðlingaöldulón næði inn á friðland-
ið í Þjórsárverum, þó að um það næð-
ist aldrei fullkomin sátt, en með úr-
skurði Jóns Kristjánssonar, setts
umhverfisráðherra, í janúar árið
2003, var lónið fært út fyrir mörk frið-
landsins. Þar með einskorðaðist hæð
stíflunnar við 568,5 metra yfir sjáv-
armáli. Fyrstu viðbrögð náttúru-
verndarsinna voru að fagna þessum
úrskurði.
En fljótlega kom fram gagnrýni á
neikvæð áhrif úrskurðarins á nátt-
úrufar og landslag í Þjórsárverum.
Því þegar umhverfisráðherra ýtti
Norðlingaöldulóni út úr friðlandi
Þjórsárvera lagði hann til sem mót-
vægisaðgerð vegna minnkunar lóns-
ins að komið yrði fyrir tveimur set- og
veitulónum norðaustan friðlandsins
sem veita áttu vatni úr vesturkvíslum
Þjórsár yfir í Þórisvatn um Kvísla-
veitur.
Urðu þá margir til að lýsa áhyggj-
um af því að kvíslarnar sem liðuðust
til Þjórsár þurrkuðust upp og að í stað
þeirra kæmu jafnvel skurðir, lón,
leiðigarðar og haugasvæði.
Einnig var gagnrýnt að áhrifa-
svæði framkvæmdanna væri í raun
stækkað með þessum breytingum, þó
að lónið yrði minnkað, og að þar sem
veiturnar væru staðsettar rétt við
friðlandsmörk Þjórsárvera næðu
sjónræn áhrif þeirra langt inn í frið-
landið.
Af því leiddi að mörk friðlandsins
væru of þröng og ekki í samræmi við
víðáttu svæðisins; þær framkvæmdir
sem ráðgerðar hefðu verið í jaðrinum
gætu spillt náttúru Þjórsárveranna.
Því lögðu umhverfisverndarsamtök
til að friðlandið yrði stækkað og engar
framkvæmdir heimilaðar í eða við
verin, auk þess sem hafinn væri und-
irbúningur að því að koma þeim á
heimsminjaskrá UNESCO.
Aftur á byrjunarreit
Mannvirkin voru því felld út af
skipulagstillögu sem lögð var fram af
samvinnunefndar um skipulag miðhá-
lendisins. Þegar svo Sigríður Anna
Þórðardóttir umhverfisráðherra neit-
aði fyrir síðustu áramót að samþykkja
þá breytingu, þar sem hún stangaðist
á við úrskurð Jóns Kristjánssonar frá
árinu 2003, sem lögfestur var sama
ár, og vísaði því aftur til samvinnu-
nefndarinnar, þá var málið komið aft-
ur á byrjunarreit.
Ekki virðist hægt að setja Norð-
lingaölduveitu inn á skipulag, nema
fylgt sé þeim skilyrðum sett eru í úr-
skurði Jóns, og ekki virðist vera vilji
fyrir því hjá samvinnunefndinni, þar
sem málið er statt núna. En að sama
skapi er ekkert sem knýr á um það í
lögum að veitan fari nokkurn tíma inn
á skipulag. Menn gætu allt eins farið
þá leið að friða svæðið.
Verðmæti og viðhorfsbreyting
Ljóst er að viðhorfsbreyting hefur
orðið meðal stjórnmálamanna hvað
varðar verndun Þjórsárvera og svæð-
isins umhverfis þau. Í samþykkt
borgarstjórnar sl. þriðjudag er lagst
gegn framkvæmdum á Þjórsárvera-
svæðinu og þar sem borgin á 45% hlut
í Landsvirkjun virðist ljóst að Norð-
lingaölduveita muni ekki rísa á næstu
árum; hún er jafnvel komin alveg af
teikniborðinu ef stækkun friðlandsins
verður að veruleika. Og um það virð-
ist vera að takast þverpólitísk sátt.
Það kann að koma á óvart, en
stjórnmálamenn virðast ganga í takt
við þjóðina í þessu veigamikla máli ef
marka má skoðanakönnun Gallup frá
haustinu 2004. Þá lýstu tveir þriðju-
hlutar svarenda sig fylgjandi því að
stækka friðlandið. Ef til vill er þetta
til marks um að þjóðin telji nóg komið
eftir að hafa horft upp á stærstu virkj-
unarframkvæmd Íslandssögunnar
við Kárahnjúka; eftir slíkar hamfarir
beri að stíga varlega til jarðar.
Er almenn viðhorfsbreyting að eiga sér stað til virkjanaframkvæmda á hálendi Íslands og náttúruverndar?
Að virkja eða
virkja ekki?
!"
!
#$
%
& "
'
!
"#$
%!
!
&
$
'
!
Eftir Pétur Blöndal
pebl@msl.is
1950Fyrstu hugmyndir um stíflu við
Norðlingaöldu settar fram af Sigurði
Thoroddsen verkfræðingi með lóni í
allt að 608 m yfir sjávarmáli.
1972Verkfræðistofa Gunnars Sig-
urðssonar gefur út skýrslu um Norð-
lingaöldulón með athugun á þremur
lónhæðum, 594, 589 og 581 m yfir
sjávarmáli. Liður í því er fyrsta sam-
fellda gróðurkortið af Þjórsárverum
sem Ingvi Þorsteinsson, grasafræð-
ingur, stýrir.
1981Viðræður milli raforkufyrirtækja
og Náttúruverndarráðs leiða til sam-
komulags um verndun Þjórsárvera
með miðlunarlóni í allt að 581 m yfir
sjávarmáli.
Þjórsárver eru gerð að friðlandi með
undanþágu til að gera uppistöðulón
með stíflu við Norðlingaölduveitu í allt
að 581 m yfir sjávarmáli enda sýni
rannsóknir að slík lónsmyndun sé
framkvæmanleg án þess að nátt-
úruverndargildi Þjórsárvera rýrni
óhæfilega, að mati Náttúruvernd-
arráðs.
1999Umhverfisráðherra og skipu-
lagsstjóri staðfesta í nóvember skipu-
lagstillögu Samvinnunefndar um
skipulag miðhálendisins. Gert er ráð
fyrir Norðlingaöldulóni, en stíflugerð í
allt að 581 m hæð yfir sjávarmáli er
háð fyrirvara um áhrif á gróðurfar ver-
anna.
2002Skipulagsstofnun fellst á Norð-
lingaölduveitu í ágúst með lóni í 575 m
hæð yfir sjávarmáli ásamt setlóni,
Þjórsárjökulslóni og Vesturkvíslalóni,
og einnig á lón í 578 m hæð yfir sjáv-
armáli án setlóns.
Náttúruvernd ríkisins og fleiri aðilar
kæra úrskurð til umhverfisráðherra,
Sivjar Friðleifsdóttur. Hún telur sig van-
hæfa til að úrskurða í málinu og kemur
það í hlut setts umhverfisráðherra,
Jóns Kristjánssonar.
2003Settur umhverfisráðherra kveð-
ur upp úrskurð í janúar um að lónið fari
ekki yfir 566 m yfir sjávarmál og hafi
ekki langtímaáhrif inn á friðlandið.
Einnig er gert ráð fyrir veitu og setlóni
norðaustan veranna við Arnarfell.
Í mars veitir Alþingi iðnaðarráðherra
heimild til að heimila Landsvirkjun að
Stiklað á stóru
um Þjórsárver
Ljósmynd/Ólafur Örn Haraldsson
Horft yfir Þjórsárver. Gert hefur verið ráð fyrir að stór hluti Þjórsárvera fari undir vatn.
reisa og reka Norðlingaölduveitu.
Landsvirkjun óskar eftir því í ágúst
við Samvinnunefnd um skipulag
miðhálendisins að hún auglýsi breyt-
ingar á skipulaginu í samræmi við úr-
skurð ráðherra.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverja-
hrepps samþykkir úrskurð ráðherra í
ágúst eins og hann var kynntur með
lóni í 566 m hæð yfir sjávarmáli, en
hafnar lóni í 568 m hæð.
Rammaáætlun, 1. áfangi, lögð fram í
nóvember um nýtingu vatnsafls og
jarðvarma. Metnar eru 35 virkj-
unarhugmyndir út frá hagkvæmni og
umhverfisáhrifum og fengu Þjórsárver
2005Skeiða- og Gnúpverjahreppur
frestar afgreiðslu aðalskipulags í apríl
og aftur í maí vegna fyrirhugaðra
framkvæmda Landsvirkjunar þar til
samvinnunefnd um skipulag miðhá-
lendisins hafi afgreitt breytingu í
svæðisskipulagi miðhálendisins.
Samvinnunefndin skilar skipulagstil-
lögum til umhverfisráðherra, þar sem
mannvirkjum norðaustan Þjórsárvera
er ýtt út af borðinu.
Sigríður Anna Þórðardóttir um-
hverfisráðherra hafnar því fyrir ára-
mót að staðfesta þær breytingar sem
snúa að Norðlingaölduveitu og vísar
skipulaginu aftur til Samvinnunefnd-
arinnar. Það þýðir að veitan er komin
aftur á byrjunarreit, því að forsendur
úrskurðar umhverfisráðherra í janúar
2003 ganga ekki upp innan núgildandi
skipulags.
2006 Borgarstjórn Reykjavíkur sam-
þykkir að leggjast gegn öllum frekari
virkjanaframkvæmdum í Þjórsárverum
og að fallið verði frá gerð Norðlinga-
ölduveitu. Þar sem Reykjavíkurborg er
eigandi 45% hlutar í Landsvirkjun er
nánast útilokað að í framkvæmdina
verði ráðist.
Friðrik Sophusson forstjóri Lands-
virkjunar segir eftir fund með fulltrú-
um sveitarstjórna þeirra hreppa sem
eiga land að Þjórsá að ekki sé lögð
áhersla á Norðlingaölduveitu af hálfu
fyrirtækisins á meðan stjórnvöld séu
að fjalla um það. En að almenn sátt ríki
um fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta
Þjórsár.
Umhverfisráðherra segir í um-
ræðum á þingi að til greina komi að
stækka friðlandið í Þjórsárverum og að
það þýði að skoðað verði hvort taka
eigi Norðlingaölduveitu af dagskrá.
háa einkunn fyrir náttúruverðmæti, en
voru í meðallagi hvað varðar orku og
arðsemi.
2004Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúp-
verjahrepps samþykkir í júní að taka
inn á aðalskipulag hreppsins tillögu um
að Norðlingaölduveita verði rekin með
566 m vatnshæð yfir sjávarmáli að
sumarlagi og 567,5 m hæð að vetrar-
lagi, en gúmmíyfirfall á stíflunni verði
567,8 metrar yfir sjávarmáli.
Forsætis- og iðnaðarráðherra veita
leyfi í september til að reisa og reka
Norðlingaölduveitu með skilyrðum
sem sett eru í úrskurði setts umhverf-
isráðherra.