Morgunblaðið - 22.01.2006, Síða 31

Morgunblaðið - 22.01.2006, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 31 Erfitt að verða útlendingur Hope og Einar bjuggu í New York fyrstu þrjú árin eftir giftingu og Hope kenndi iðjuþjálfun við Columbia Uni- versity. Litla fjölskyldan fluttist síðan til Íslands árið 1974. Þá var frum- burðurinn Tryggvi þriggja mánaða og Hope hafði heimsótt landið 11 sinnum. Dóttirin Katla fæddist þrem- ur árum síðar. „Að verða útlendingur er það erf- iðasta sem ég hef nokkurn tímann gert. Þegar maður kann lítið í öðru tungumáli segir maður ekki það sem maður vill segja, heldur það sem mað- ur getur sagt. Margir í útlendinga- samfélaginu hér á landi segja að fyrstu 20 árin í íslenskunni séu erf- iðust!“ segir Hope og skellir upp úr. Hún bætir við að henni finnist ennþá, eftir 32 ár, að hún sé ekki alveg með sama persónuleika þegar hún tali á ís- lensku og á ensku. Viðtalið fer fram á íslensku – góðri íslensku því Hope tal- ar málið ákaflega vel – en inn á milli grípur hún í eitt og eitt orð á ensku. Ég spyr Hope af hverju í ósköp- unum hún hafi ekki gefist upp og snú- ið aftur til Bandaríkjanna. Hún hugs- ar málið eldsnöggt og segir síðan: „Ég hafði þegar tekið ákvörðun um að vera hér ævilangt. Það var ég sjálf sem kaus Ísland. Ég var ekki dregin hingað vegna þess að ég væri ástfang- in af heimamanni eða eitthvað álíka. Ég hitti Íslendinginn eftir að hafa sjálf tekið ákvörðunina. Hann gat náttúrlega varla trúað því að rekast á stelpu í New York sem vildi ekkert annað en að búa í Reykjavík. Þannig að það kom aldrei neitt til greina hjá mér annað en að vera hér. Ég vildi búa á Íslandi og var búin að fá nóg af Bandaríkjunum,“ segir Hope. Ert þú ekki til í að vera formaður?! Hope stofnaði Iðjuþjálfafélag Ís- lands, ásamt öðrum, tveimur árum eftir að hún kom til landsins. „Til að koma á laggirnar námsbraut í iðju- þjálfun varð að hafa félag á borð við þetta og fá löggildingu starfsheitisins. Það varð líka að hafa nógu margar deildir starfræktar til að nemar gætu farið í starfsnám. Ferlið var satt að segja margfalt lengra en mig grun- aði,“ segir Hope. Hún lagði þó ekki árar í bát og iðjuþjálfanámi var loks komið á laggirnar í Háskólanum á Akureyri. Árið 2001 hlaut Hope við- urkenningu frá iðjuþjálfadeild Col- umbia University í New York fyrir frábæran árangur í starfi. Í Bandaríkjunum hafði Hope unnið sem iðjuþjálfi innan geðheilbrigðis- kerfisins og gerði það sama eftir að hún flutti hingað til lands. Hún fór á fund hjá Geðhjálp stuttu eftir að fé- lagið var stofnað. „Á þeim fundi gerð- ist það sem gerist reyndar oft, að ég rétti upp hönd og legg eitthvað til málanna. Þá segir fólk oftar en ekki: Heyrðu, ert þú ekki bara til í að vera formaður?! Mér fannst mjög mikill heiður að vera sýnt þetta traust þegar ég var enn frekar nýkomin til lands- ins, og sagði því alltaf já. Ég vissi hins vegar ekki þá að það nenntu hrein- lega ekki margir að vera í for- mennsku og að vinna kauplaust!“ Hope vann á Kleppi í tæp þrjú ár en hætti síðan og vildi að eigin sögn frekar vinna kauplaust sem formaður Geðhjálpar en í geðheilbrigðiskerfinu „fyrir skítalaun“. „Ég vildi heldur vinna við eitthvað sem ég hefði mikla trú á en að vinna í kerfi sem mér fannst að mörgu leyti mannskemm- andi, bæði fyrir sjúklinga og starfs- fólk. Sjúkrahúsið var of mikil stofnun og mér fannst mikilvægt að koma geðheilbrigðisþjónustu út í samfélag- ið, til fólksins,“ segir hún. Fyrir hönd Geðhjálpar fór Hope árlega til borgarstjóra Reykjavíkur, sem þá var Davíð Oddsson, til að fá styrk fyrir ýmsa þjónustu á vegum fé- lagsins. Á endanum fannst henni kominn tími til að fást við ný viðfangs- efni. – Og hvað tók þá við? Hope skellir upp úr. „Ja, það var borgaraleg ferming!“ Sími sem ekki hefur stoppað Og þá var að bretta upp ermarnar. Þetta var árið 1988 og Tryggvi, Fjölskyldan í Æsufelli stillir sér upp fyrir ljósmynd á jólakorti árið 1994. Hope ásamt syninum Tryggva, dótturinni Kötlu og eiginmanninum Einari. Hope á svölunum heima hjá sér í New York á sjöunda áratugnum. Þarna er hún rétt um þrítugt og búin að giftast víkingnum sem hún fann á Kennedy-flugvelli. HOPE Knútsson hefur stofnað eða setið í stjórn eftirfarandi félaga: Iðjuþjálfafélag Íslands Stofnaði það árið 1976, ásamt öðrum, og var formaður í 22 ár. Fékk starfsheitið iðjuþjálfi löggilt. Sat í 28 ár fyrir Íslands hönd í Heimssambandi iðjuþjálfa og í áratug í Evrópuráði iðjuþjálfa. Geðhjálp Gekk til liðs við samtökin stuttu eftir stofnun og var formaður þeirra í 5 ár. Siðmennt Var frumkvöðull að borgaralegum fermingum á Íslandi. Stofnaði árið 1990 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi um borg- aralegar athafnir. Hefur gegnt for- mennsku þar í hátt í áratug. Félag nýrra Íslendinga Stofnaði félagið árið 1991 og var formaður í 6 ár. Kynfræðifélag Íslands Tók þátt í stofnun þess og sat í stjórn í eitt ár. Bandalag háskólamanna, BHM Sat í fulltrúaráði þess í 7 ár. Samtök heilbrigðisstétta, SHS Sat í stjórn þeirra í 2 ár. Útlendingaráð Tók þátt í stofnun þess árið 1997. Útlendingaráð breyttist síðan í Fjölmenningarráð og Hope var formaður þess frá 2000–2005. Formennska og frumkvöðlastarf 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.