Morgunblaðið - 22.01.2006, Side 54

Morgunblaðið - 22.01.2006, Side 54
54 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Um fátt ef þá nokkuðhefur verið meirarætt og skrifað aðundanförnu en nýárs-ræðu biskups Ís- lands, og viðtal í kjölfarið. Í báðum tilvikum var hjónabandið í brenni- depli, pælingin um, hvort samkyn- hneigðir ættu að fá að vígjast und- ir þeim formerkjum eða ekki. Síðan þá hefur allt logað í illdeilum og Karl Sigurbjörnsson verið bor- inn þungum sökum. Þetta er sennilega erfiðasta við- fangsefni sem íslenska kirkjan hefur staðið andspænis frá kristni- tökunni, og óneitanlega koma orð Þorgeirs Ljósvetningagoða upp í hugann, um lögin og friðinn og nauðsyn þess að slíta hann ekki. Réttindabarátta samkyn- hneigðra komst fyrst á verulegan skrið á 8. áratug 20. aldar, í kjölfar Stonewall-uppreisnarinnar í New York 27. júní 1969, þegar hommar og lesbíur veittu í fyrsta skipti mótspyrnu, í kjölfar þess að átti að handataka þau fyrir að vera til. En hún er nú í fullum gangi, mislangt þó á veg komin. Að mati ýmissa fræðimanna eru 2–5% manna samkynhneigð; á Íslandi hafa kannanir sýnt, að um 2% kvenna eru lesbíur og 3,6% karla hommar. Og einna best er ástandið hér á landi, hvað mannréttindi snertir, því almenningsálitið er í auknum mæli tekið að leggjast á sveif með þessum hópi, og jafnvel sjálfur löggjafinn, en mörg röddin úr kirkjunni hrópar enn í gegn þeim, berandi fyrir sig orð heilagrar ritningar. Og víst má sitthvað finna í Biblíunni um þetta, ekki er því að neita, og sumt æði hart. Í 3. Mósebók 18:22 segir t.d. og haft eftir Drottni: „Eigi skalt þú leggj- ast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð.“ Og í Fyrra Korintubréfi, 6:9 telur Páll frá Tarsus upp kynvillinga og ýmsa aðra, sem ekki munu Guðsríkið erfa, að hann fullyrðir. Í þessu liggur vandinn. En maðurinn, sem hróp og köll voru gerð að í byrjun hins nýja árs, sagði þetta um áðurnefnda ritningarstaði og aðra áþekka, í hirðisbréfi sínu til íslensku kirkj- unnar, sem út kom 2001, og nefnd- ist Í birtu náðarinnar: „Eru þau fyrirmæli ótvíræð og sígild? Hvað með hliðstæð boð sem varða stöðu kvenna og kynlíf í lögmáli Móse og hjá Páli? Hver er staða þeirra boða? Er samkynhneigð meiri synd en ýmislegt annað sem fordæmt er í lögmálinu og bréfum postulanna, en sem flestir eru nú sammála um að eru forboð bundin samtímamenningu þeirra?“ Og hann bætir við: „Kristin kirkja verður að horfast í augu við þann sársauka og neyð sem sá ótti og for- dómar valda þeim sem eru samkynhneigðir. Vinnum gegn því og öllum tilhneigingum okkar að forðast að sjá annað fólk sem systk- in, bræður okkar og systur. Samkynhneigð manneskja er Guðs barn, skapað af Guði, endurleyst fyrir Jesú náð, eins og sérhvert mannsbarn á jörðu.“ Þessi afstaða hans er eins í dag, fimm árum síðar. Þegar kemur að spurningunni um hjónabandið og kröfu lesbía og homma að verða skilgreind þar undir er bara allt annað upp á ten- ingnum. Eða eins og biskup sagði 1. janúar 2006: „Til þessa hefur hjónaband talist vera sátt- máli eins karls og einnar konu. Er það í sam- hljóm við grundvallarforsendu sem kristin trú og siður hefur byggt á frá öndverðu, og er sameiginleg öllum helstu trúarbrögðum heims. Enda í samhljómi við lífsins lög. Þess- ari forsendu getur íslenska ríkið breytt og komið til móts við margvíslegar þarfir, hvat- ir og hneigðir, og afnumið alla meinbugi. Ef það er framtíðin, já, ef það er framtíðin, þá er eitthvað nýtt orðið til, ný viðmið siðarins, án hliðstæðu í siðmenningunni. Hin alda- gamla stofnun sem hjónabandið er er þá af- numin. Þjóðkirkjuprestar og forstöðumenn annarra trúfélaga hafa komið að hjóna- vígslum vegna þess að hér hefur ríkt sam- hljómur laga, trúar og siðar í þessum efnum. Ég treysti Alþingi Íslendinga og ríkisstjórn að fara hér með gát, og leyfa hjónabandinu að njóta vafans.“ Ég hef alltaf álitið mig vera frjálslyndan guðfræðing og iðu- lega talað máli samkynhneigðra, og á persónulega vini í þeirra röð- um. En í þessu efni er ég hikandi, og meira en það, enda finnst mér þetta ósanngjörn krafa af þeirra hálfu. Það er alkunna, að Jesús Krist- ur breytti ýmsu af því sem í Gamla testamentinu eða öðrum bókum gyðingdóms hafði verið skrifað, bjó til nýjar áherslur. Og þegar ritningargreinar stangast á eru orð hans ávallt látin ráða á kostn- að hinna. Um það er ekki deilt. Einhverra hluta vegna sagði hann þetta athugasemdalaust, eins og greint er frá í Matteus- arguðspjalli 19:5–6: „Hafið þér eigi lesið, að skaparinn gjörði þau frá upphafi karl og konu og sagði: „Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bind- ast konu sinni, og þau tvö skulu verða einn maður.“ Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur einn maður.“ Samsvarandi texta er að finna í 10. kafla Markúsarguðspjalls. Hvergi er þarna minnst á tvo ein- staklinga af sama kyni. Þetta finnst mér einhver sterkustu rökin fyrir því, að aðra leið beri að fara. Að gera það ekki myndi skapa fleiri vandamál en það leysti, auk þess að vera menningarsögulegt hneyksli. Við skulum ekki gleyma, að hjónabandið er skipan jafn gömul mannkyninu. Stórar ákvarðanir á ekki að taka í skyndingu. Biskup er að reyna að leiða íslensku kirkjuna um þráðbratt einstigi, í von um að ná að bjarga henni frá lemstri og voða. Ég veit engan betur til þess fallinn og skynsamari. Gefum hon- um olnbogarými. Forsætisráðherra, sem einnig er lykilmaður í þessari glímu, er núna í sporum hins norðlenska, mjög svo vitra goða. Megi fram- sýni hans vera söm. Það er svo mikið í húfi. Hjónabandið sigurdur.aegisson@kirkjan.is Á að strika yfir ævaforna hefð og gera Ísland þannig að brautryðjanda nýrra tíma, eða er kannski réttara að spyrna við fótum? Sigurður Ægisson leggur hér orð í belg um það, hvort leyfa eigi samkyn- hneigðum að ganga í hjónaband eða ekki. Mín fyrstu kynni af Pétri voru eftir að ég hafði auglýst eftir atvinnu. Pétur hringdi og var það upphafið að löngu og góðu sam- starfi. Heildverslunin á Suðurgöt- unni var skemmtilegur vinnustað- ur þó ekki væri hann þægilegur. Lagerinn var geymdur á tveimur hæðum og í tveimur bílskúrum, en samt var á öllu einhver heimilis- legur blær hefðar og glæsileika sem allir skynjuðu sem komu þarna inn. Þeir feðgar, Pétur Pét- ursson eldri og hinn yngri, sem við núna kveðjum, réðu þarna ríkjum og var oft glatt á hjalla enda báðir miklir húmoristar. Eftir lát Péturs eldri var farið að hugsa til hreyfings því fyrir- tækið hafði fyrir löngu sprengt ut- an af sér húsnæðið. Keypt var glæsilegt húsnæði við Dugguvog og allt innréttað og gert eins flott og frekast var unnt í stíl við þær vörur sem voru á boðstólum. En í hönd fóru erfiðir tímar fyrir lítil fyrirtæki. Það var ekki nóg að PÉTUR G. PÉTURSSON ✝ Pétur Guðberg-ur Pétursson fæddist í Reykjavík 27. maí 1944. Hann lést á heimili sínu 9. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 17. janúar. bjóða góðar vörur, góða þjónustu og vera með áratuga- löng trygg viðskipta- sambönd. Nú voru kaupmennirnir farnir að flytja vörurnar inn sjálfir og svona gam- algróin fyrirtæki urðu að gefast upp fyrir breyttum tím- um. Það var erfitt fyrir litla sam- starfshópinn sem og fyrir Pétur sjálfan, sem tók þetta mjög nærri sér. Nú þegar ég kveð góðan vin vil ég senda Guðrúnu einkadóttur hans mínar samúðarkveðjur svo og til annarra skyldmenna. Ragnar Sigurjónsson. Í upphafi skal endirinn skoða … segir máltækið. Við Pétur gerðum með okkur samning um að horfa framhjá þessu, en njóta þess í stað augna- bliksins. Stórbrotinn persónuleiki, hreinskiptinn, heiðarlegur og stolt- ur … en fyrst og fremst ljúfur, er það fyrsta sem kemur upp í hug- ann er ég minnist Péturs Péturs- sonar. Hann kunni að njóta augnabliks- ins, betur en nokkur annar. Að sitja með Pétri og hlusta á hann rifja upp gamlar minningar er efni í heila bók. Sjálfri auðnaðist mér ekki sá heiður að kynnast foreldr- um hans eða afa og ömmu, í lif- anda lífi. En frásagnir hans af þessu fólki, svo þrungnar af enda- lausum kærleik þeim til handa, fengu mig stundum til að finnast ég hafa þekkt þau allt mitt líf. Þessum sögustundum mun ég aldrei gleyma. Ég vil fyrst og fremst minnast Péturs sem manns með óendanlega stórt hjarta. Hann hafði pláss fyrir alla í hjarta sínu. Við sem þekktum hann best vitum að þarna var ekki bara stór- brotinn heldur margbrotinn per- sónuleiki á ferð. Ég minnist best glettninnar bakvið annars alvar- legt yfirbragðið. Blikið í augunum, sem ekki er hægt að lýsa. Pétur var mikill keppnismaður og var tilbúinn að keppa í öllu. Við fórum ófáar ferðir uppí Keiluhöll og spreyttum okkur, þá var mikið hlegið. Við gengum saman úti í náttúrunni, bæði á Þingvöllum og í Öskjuhlíð og alltaf var hláturinn með í för. Pétur var vinur í raun og vinátta okkar entist út yfir gröf og dauða. Það væri hægt að telja svo margt upp þegar hans er minnst, en sumt kýs maður að geyma með sjálfum sér. Ég vil með vinsemd og virðingu kveðja hann, þess fullviss að hann hefur nú fundið þann frið sem hann þráði svo heitt. Elsku Guðrún mín, megi góður Guð vernda þig og blessa um ókomna tíð, þú varst augasteinn- inn hans pabba þíns alla tíð. Öllum öðrum ástvinum sendi ég samúðar- kveðjur, megi minningin um góðan dreng lifa í hjörtum okkar allra. Hvíl þú í friði kæri vinur, þú munt aldrei gleymast mér. Þín Kristjana. Mig langar að minnast minnar kæru vinkonu og sam- starfskonu á Innheimtudeild Rík- isútvarpsins til margra ára, hennar Bjargar. Stuttu áður en hún lést var eins og hvíslað væri að mér að líta inn til hennar en umræddan BJÖRG SÍMONARDÓTTIR ✝ Björg Símonar-dóttir fæddist í Miðey í Vestmanna- eyjum 25. janúar 1918. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði mánudaginn 22. ágúst síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 29. ágúst. dag var ég á leið upp í Skorradal í sum- arbústað minn. Ég var í miklum flýti en ég var svo fegin að gefa mér tíma fyrir Björgu og þegar ég kvaddi hana vissi ég að þetta væri í síð- asta skipti sem ég sæi hana. Það var svo af henni dregið. Björg var alveg einstök gæðakona. Það fór nú ekki mikið fyrir henni, svo hóg- vær og umtalsgóð og með svo góða nærveru. Margar urðu heimsóknir mínar á Víðimelinn á hennar list- ræna og fallega heimili. Alltaf var haft heilmikið fyrir manni, lagt á borð með fínum dúk og framreitt allt það besta sem hún átti á svo skemmtilegan hátt. Með okkur tókst góð og innileg vinátta og þótti mér verulega vænt um hana. Alltaf fylgdist hún vel með börnum mínum og barnabörn- um og gladdist yfir velgengni þeirra. Eftir því sem mér skilst var hún alla ævi mjög fórnfús og annaðist móður sína af alúð öll þau ár sem þær áttu saman á Víðimelnum eftir að þær mæðgur fluttu frá Vest- mannaeyjum. Oft reyndist lífið henni erfitt sökum heilsubrests og man ég eftir því þegar hún sagðist frekar vilja missa sjónina en að heyra svona illa sem háði henni til margra ára. Síðustu árin var sam- neyti okkar svolítið minna en mikið þakka ég allar stundirnar í stof- unni, kæra Björg, og allrar þinnar góðvildar og elsku. Ég kveð þig með söknuði og virðingu. Vertu guði falin. Soffía Sigurjónsdóttir. Núna loksins treysti ég mér til að skrifa nokkur orð. Þetta er búið að vera svo erfitt, að setjast nið- ur og skrifa kveðjuorð til þín, elsku bróðir. Frá þeim degi sem ég fékk frétt- irnar um að þú værir farinn, og það fyrir fullt og allt, þá slokknaði eitt- hvað innan í mér, eitthvað sem ég hef ekki skýringu á. Ég á margar minn- ingar sem við áttum saman, þá skein sólin inn í lífið þitt og ég man alltaf eftir því þegar þú tókst utan um mig og sagðir „ohh, hvað það er gott að eiga systur eins og þig,“ en núna KRISTINN SÓLBERG JÓNSSON ✝ Kristinn Sól-berg Jónsson fæddist í Vest- mannaeyjum 13. maí 1979. Hann lést í Reykjavík 18. des- ember síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey frá Keflavíkurkirkju 22. desember síðast- liðinn. ertu farinn, og því ætla ég að kveðja þig með þessum orðum, þetta er mín leið til að kveðja þig. Elsku bróðir, nú kveð ég þig, með tár- um og sorg í hjarta. Minningunum sem ég á um þig ætla ég ekki að gleyma. Lífið þitt tókstu sjálfur, það var þinn vilji, brotna sálin þín fann aldrei rétta veg- inn. Andlit þitt var svo fallegt, því get ég ekki gleymt, með augun brúnu og flottu og brosið alveg hreint. Rétta veginn þú loksins fannst, þó ég hefði valið annan. Valið var heldur ekki mitt, það varst þú sem valdir þennan veg. Ég bar kistuna þína yfir kirkju- gólfið, það var mín leið til að kveðja þig. Bless, minn elsku bróðir, þín systir, Nikólína Jónsdóttir. HUGVEKJA Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.