Morgunblaðið - 22.01.2006, Síða 55

Morgunblaðið - 22.01.2006, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 55 MINNINGAR ✝ Guðrún (Ham-elý) Ottesen Óskarsdóttir fædd- ist í Reykjavík 8. febrúar 1930. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans 17. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Óskar Georg Halldórsson, útgerðarmaður, f. 17. júní 1893, d. 15. janúar 1953, og Guðný Ottesen Ólafsdóttir, f. 27. nóvember 1893, d. 21. ágúst 1939. Systkin Guðrúnar eru: 1) Guðný eldri, f. 1916, d. 1922. 2) Theódór Óskar Ottesen, f. 1918, d. 1941. 3) Þóra Ottesen, f. 1919, d. 2001, maki Þorsteinn Egilsson, f. 1910, d. 1987. 4) Guðný Otte- sen, f. 1921, d. 1993, maki Gunn- ar Halldórsson, f. 1921, d. 1973. 5) Ólafur Ottesen, f. 1922, d. 1995, maki Hanna Kristín Gísla- dóttir, f. 1924, d. 1985. 6) Guð- ríður Erna Ottesen, f. 1924, maki Jón S. Ólafsson, f. 1919, d. 1984. 7) Halldóra Ottesen, f. 1925, d.1993, maki Melvin Water, þau skildu, seinni eiginmaður Einar Sigurðsson, f. 1923, d. 1994. Guðrún giftist 9. nóvember 1954 Milutin Kojic, ræðismanni Júgó- slavíu, f. 26. febr- úar 1922, d. 19. nóvember 1990. Börn þeirra eru: 1) Irena Guðrún, f. 6. júlí 1956. Sonur hennar og Jóns Ár- manns Guðmunds- sonar er Ármann Kojic, f. 19. júlí 1977. Dóttir hennar og Ragnars G. Hilmarssonar er Guðrún Mira, f. 29. desember 1996. 2) Helena Dóra, f. 27. maí 1957, gift Jovan Ilic, f. 1961. Sonur þeirra er Nikola Óskar, f. 17. mars 1996. Dóttir Helenu og fyrrverandi sambýlis- manns, Þorgríms Skjaldarsonar, er Persída Guðný, f. 11. mars 1986. 3) Erna Milunka, f. 8. jan- úar 1964, gift Karli Aspelund, þau skildu. Börn þeirra eru Júlía Guðrún og Karl Milutin, f. 9. jan- úar 1995. 4) Aleksandra Hamelý Ósk, f. 19. júní 1974, gift Heiðari Ásberg Atlasyni, f. 1975. Sonur þeirra er Arnar Milutin, f. 8. ágúst 2003. Útför Guðrúnar var gerð frá Fossvogskapellu 21. janúar – í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Í sveitinni minni Zakutu eru árs- tíðirnar breytilegar, sumrinu fylgir mikil gleði – þá kemur sólin, dag- arnir lengjast og lömbin fæðast og með sumrinu kom Milutin með fjölskyldu sína eins og farfuglarnir frá landi langt í burtu sem við sveitafólkið vissum ekkert um. Sem sveitastrákur er mér hún Hamelý svo minnisstæð þegar hún kom, þessi ljóshærða, brosmilda, útlenska kona. Þá kynntist maður einhverju sem var ekki til í okkur fólkinu í þessari afskekktu sveit í Serbíu þar sem konurnar eru bara vinnukonur og undirgefnar mönn- um sínum. Ég man einu sinni að þegar ég var lítill strákur var ég ásamt vini mínum að tína kirsuber. Við vorum með fulla körfu og ákváðum að fara og gefa Hamelý og Milutin berin. Hamelý varð svo glöð og vildi gefa okkur eitthvað í staðinn. Hún fer inn og kemur með kók- flöskur (það var sjaldséður drykk- ur í sveitinni). Þá segir Milutin henni að það sé ekki drukkin kók með kirsuberjum. Þá fór hún til baka með kókina, kemur aftur og við sitjum svolitla stund og tölum saman og borðum kirsuber (fyrir henni var allt fólk eins). Svo fer hún inn aftur, nær í kókflöskurnar og gaf okkur þegar við vorum að fara. Ég nefni þetta því mig langar að segja að það voru aldrei til nein vandamál hjá henni. Hún vildi þakka okkur fyrir kirsuberin og gefa okkur eitthvað í staðinn, alveg sama þó það ætti ekki við. Eftir að ég giftist dóttur hennar og flutti til Íslands spyr hún alltaf um mömmu mína þegar við hitt- umst. Hamelý var svo þægileg. Hamelý, hún var öðruvísi. Hún Hamelý, hún gaf svo mikið af sér. Hún skilur svo mikið eftir sig. Við vorum sérstaklega góðir vin- ir. Hún hefur verið mér sem móðir síðastliðin 15 ár. Puno hvala draga Hamelý. Guð geymi þig. Þinn tengdasonur, Jovan. Ég kveð elskulega vinkonu mína, Guðrúnu O. Óskarsdóttur, með sárum söknuði en hún lést á Land- spítala 17. janúar sl. Blóðtappi í heila gerir ekki boð á undan sér. Tveimur dögum áður vorum við í glöðum hópi skólasystra úr Verzl- unarskóla Íslands sem útskrifaðist árið 1949. Einlæg vinátta okkar, sem hófst í öðrum bekk í Verzlunarskólanum, þegar hún lagði til að við sætum saman í skólanum, hefur varað alla tíð síðan. Árin eru orðin yfir 60 svo margs er að minnast og gott að ylja sér við góðar minningar. Hún var lífsglöð og kát og dró að sér fólk með glaðværð sinni. Hún lífg- aði mig upp sem var hlédræg og óframfærin. Þegar Verzlunarskólaárunum lauk 1949 lá leið okkar í skóla í London að hennar frumkvæði. Þar vorum við árið 1950 í St. Godrich’s Secretarial College. Það var mikið ævintýri að dvelja heilt ár í fram- andi landi, sem engan veginn hafði náð sér svo skömmu eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Matur var skammtaður og hörgull á ýms- um nauðsynjum sem við höfðum vanist hér á stríðsárunum. Þarna kom gjafmildi hennar og hugul- semi vel í ljós því hún deildi með mér því sem faðir hennar sendi henni, en ég átti ekki kost á neinu slíku. Það var aldrei nein lognmolla í kringum hana heldur líf og fjör. Aldrei var áfengi haft um hönd heldur drukkum við kaffi eða gos á skemmtunum, en mikið var alltaf hlegið. Þá vorum við ákveðnar í að fara til Bandaríkjanna. Mínar ákvarðanir breyttust, en hún fór og þar hitti hún sinn lífsförunaut, Milutin Kojic. Þau giftu sig 1954 og settust að í byrjun í Belgrad í Júgóslavíu, en leiðin lá síðan hing- að heim þar sem þau bjuggu alla tíð. Milutin starfaði við viðskipti, var ræðismaður Júgóslavíu og ávann sér fljótt traust og vináttu. Fjölskyldu minni var hann kær og var hans sárt saknað þegar hann féll frá 1990. Árið 1970 lá leið okk- ar enn í skóla en þá sóttum við leiðsögumannanámskeið og tókum leiðsögumannapróf. Við vorum meðal stofnenda Félags leiðsögu- manna við stofnun þess 1972. Hún hafði áhuga á að fræðast um landið okkar til þess að geta miðlað þeim fróðleik til þeirra gesta sem staða eiginmannsins færði henni. Þegar voraði lá leið allrar fjöl- skyldunnar til Serbíu á heimaslóð- ir Milutin þar sem þau byggðu sér sumardvalarstað. Hún féll vel að öllum siðum þar í sveitinni og elsk- aði staðinn. Hún sýndi ávallt fjöl- skyldu eiginmannsins mikla ástúð og virðingu og tengdamóður sína dáði hún. Hún lærði fljótt serb- nesku svo þær náðu góðu sam- bandi hvor við aðra. Dæturnar urðu fjórar og eru allar aldar upp að hluta á æskuslóðum föðurins, sem þær unna af öllu hjarta. Allar tala þær serbnesku eins og inn- fæddar. Þær töluðu serbnesku allt- af við föður sinn, en við móður sína íslensku, en þar sem foreldrarnir töluðu ensku saman urðu þær allar þrítyngdar. Sveitalífið átti vel við hana en hún hafði dvalið í Deildartungu í Borgarfirði í sjö sumur þegar hún var á barns- og unglingsaldri. Hús- móðurina þar, Sigurbjörgu, þótti henni mjög vænt um og dætur hennar fjórar voru miklar vinkon- ur hennar. Það sýnir best um- hyggjusemi hennar hvað hún bast mikilli tryggð við Sigurbjörgu, móður mína Kristínu og tengda- móður sína Milunku, en hún lét sér annt um að gera þeim dagamun á efri árum og sá mikið eftir þeim þegar þær féllu frá. Börnin okkar eru öll á líkum aldri og yngstu dæturnar eru tengdar sterkum vináttuböndum, sem glöddu okkur mjög. Þegar litið er yfir farinn veg hafa árin liðið undurfljótt en því miður ekki áfallalaust. Milutin varð bráðkvaddur fyrir 15 árum vegna blóðtappa sem hann fékk eftir aðgerð er hann lenti í bílslysi. Helena dóttir hennar slasaðist al- varlega tvisvar, í fyrra skiptið lífs- hættulega daginn sem systir henn- ar Aleksandra fæddist. Mágur hennar Jón varð bráðkvaddur, en hann hafði alla tíð reynst henni sem besti vinur. Henni var mjög annt um systkini sín og harmaði mjög þegar þau féllu frá og systir hennar Erna fékk alvarlegt áfall. Átökin í fyrrum Júgóslavíu tók hún mjög nærri sér og gat ekki með nokkru móti skilið að slíkar hörmungar skyldu ganga yfir þetta yndislega land. Hún var viðkvæm sál og þessi áföll settu mark sitt á hana. Þegar frá leið vildi hún helst una við minningar úr fortíðinni. Hún naut góðrar umhyggju allra dætra sinna þegar heilsan fór þverrandi. Minningin um ævarandi tryggð góðrar vinkonu lifir með okkur. Ég bið Guð að styrkja dæturnar og fjölskyldur þeirra og sendi þeim innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Margrét K. Sigurðardóttir (Kiddý). Elsku Hamley. Þakka þér fyrir góð kynni og góðmennskuna sem þú hefur ávallt sýnt mér og mín- um. Mikið á ég eftir að sakna þess að hitta þig ekki, meðal annars hjá Aleks eða koma til þín að pússa silfrið, drekka kaffi og gantast með það að við færum í heimsókn í sveitina þína í Serbíu. Ég bið guð að styrkja fjölskyld- una þína á þessum erfiðu tímum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð sé minning þín. Guðrún Þórey Gunnarsdóttir. GUÐRÚN (HAMELÝ) O. ÓSKARSDÓTTIR Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR JÓNSSON, Álfaskeiði 127, Hafnarfirði, sem lést á líknardeildinni í Kópavogi mánudaginn 16. janúar, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn 25. janúar kl. 13.00. Sigríður Sesselja Oddsdóttir, Lára Björk Sigurðardóttir, Sigursteinn Björn Sævarsson, Sigríður Þórunn Ragnarsdóttir, Birna Björk Sigursteinsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN (HAMELÝ) O. ÓSKARSDÓTTIR, Flyðrugranda 20, Reykjavík, lést á gæsludeild Landspítala háskólasjúkrahúss þriðjudaginn 19. janúar. Útförin fór fram frá Fossvogskapellu laugardaginn 21. janúar í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Írena Guðrún Kojic, Helena Dóra Kojic, Jovan Ilic, Erna Milunka Kojic, Aleksandra Hamelý Kojic, Heiðar Ásberg Atlason og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN PÁLSSON fyrrum verslunarstjóri, áður til heimilis í Löngumýri 14, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Skjaldarvík þriðjudaginn 17. janúar. Magnea Júlíusdóttir, Sverrir Kristinsson, Snorri S. Kristinsson, Lísbet Davíðsdóttir, Álfheiður Pála Magnúsdóttir, Björn Brimar Hákonarson, Arnheiður Vala Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR frá Kleifum, andaðist á dvalarheimilinu Silfurtúni, Búðardal, aðfaranótt þriðjudagsins 17. janúar. Útför hennar verður gerð frá Garpsdalskirkju laug- ardaginn 28. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Stefán Jóhannesson, Hermann Jóhannesson, Kolbrún Ingólfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.