Morgunblaðið - 22.01.2006, Page 56

Morgunblaðið - 22.01.2006, Page 56
56 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁSLAUG ÞORFINNSDÓTTIR, Stella, Hrafnistu, Reykjavík, áður Sogavegi 142, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í Reykjavík, mánudaginn 23. janúar kl. 13.00. Hólmfríður Kristjánsdóttir, Magnús Óskar Kristjánsson, Lilja Kolbrún Kristjánsdóttir, Hafliði Árnason, Þorfinnur Kristjánsson, Sigríður Margrét Kristjánsdóttir, Páll Helgason, Þórunn Jóna Kristjánsdóttir, Valdimar Guðmundsson, Kristín Kristjánsdóttir, Hjalti Bjarnason, Bryndís Kristjánsdóttir, Erling Viðar Guðlaugsson, ömmubörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN ÞORVARÐARDÓTTIR, áður til heimilis á Kleppsvegi 120, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 15. janúar. Útför hennar fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 26. janúar kl. 13.00. Unnar Jónsson, Auðbjörg Jónsdóttir, Kristín Schmidhauser Jónsdóttir, Ulrich Schmidhauser, Áslaug Jónsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. SÓLSTEINAR  Gæði  Góð þjónusta  Gott verð  Mikið úrval i j i i l Kársnesbraut 98, 200 Kópavogi – s: 564 4566 www.solsteinar.is – sol@solsteinar.is 15-50% afsláttur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÓLÖF BJARTMARSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 26. janúar kl. 13.00. Ólafur S. Andrésson, Sigrún Helgadóttir, Guðrún Andrésdóttir, Andy Jones, Auður Andrésdóttir, Kristján Guðmundsson, Ágústa Andrésdóttir, Paul Richardson, Guðbjörg Þóra Andrésdóttir, Jósteinn Einarsson, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN PETRÚN JÓNSDÓTTIR frá Kjalveg, Ennisbraut 18, Ólafsvík, lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi fimmtudaginn 19. janúar. Guðjón Ottó Bjarnason, Kristín Jóna Guðjónsdóttir, Gunnar H. Hauksson, Bjarni Guðjónsson, Bjarney Guðmundsdóttir, Jóhann Pétur Guðjónsson, Þórey Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ BjörgheiðurGuðrún Jóns- dóttir fæddist á Ból- stað í Kaldrananes- hreppi í Stranda- sýslu 19. nóvember 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 12. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru María Bjarnadóttir, f. 25.5. 1893, d. 7.11. 1971, og Jón Ottósson, f. 14.6. 1892, d. 27.5. 1970. Systkini Björgheiðar voru 12, þrjú létust í bernsku, níu komust á legg, af þeim eru fjögur látin, það eru Ása, Sigríður, Bjarni og Hulda. Eftir- lifandi eru Sigurbjörg, Guðrún, Pétur og Gylfi. Eiginmaður Björgheiðar var Guðmundur Benediktsson (d. 1971). Börn Björgheiðar voru sjö, tvö létust í bernsku, fimm komust á legg og heita þau Erna Hafnes Magnúsdótt- ir, eiginmaður hennar er Örlaugur Elíasson og eiga þau þrjú börn, Hreiðar Grettisson (d. 1977), eftirlifandi eigin- kona Ragna Helga- dóttir og eiga þau tvö börn, Kristrún Guðmundsdóttir, eiginmaður Tómas Runólfsson og eiga þau eina dóttur, Bettý Guðmunds- dóttir, eiginmaður Viðar Magnús- son og eiga þau þrjú börn, og Selma Guðmundsdóttir, eigin- maður Valdimar Björnsson og eiga þau þrjú börn. Útför Björgheiðar var gerð 19. janúar – í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Til elskulegrar vinkonu. Nú sit ég hér við stofuborðið mitt með kertaljós í litlum stjaka. Á honum eru tveir fallegir englar sem eru að biðja bænirnar sínar og vona ég að þeir séu að biðja fyrir henni Heiðu minni og öllu hennar fólki. Ég get varla trúað því hvað tím- inn hefur liðið skjótt, því við höfð- um verið svo góðar vinkonur í sex- tíu ár. Við náðum svo vel saman um leið og við hittumst, sem átti sér stað við skondið tilefni. Síðar urðu dætur okkar einnig bestu vinkonur. Margar góðar og skemmtilegar stundir áttum við með okkar mönn- um Guðmundi og Ásgeiri mínum, sem við síðan misstum allt of fljótt. Hún Heiða mín var mér alltaf svo ljúf og góð og einnig hafa dætur hennar elskulegar verið mér svo góðar. Hinsta kveðja. Þín vinkona, Gróa Sigurjónsdóttir. BJÖRGHEIÐUR GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Góður vinur minn, Víkingur Guðmunds- son, var til moldar borinn á föstu- dag. Er falls ván at fornu tré. Það er nærtækt að vitna til þessa gamla orðskviðar, þegar bóndinn og rækt- unarmaðurinn og íslenskumaður- VÍKINGUR GUÐMUNDSSON ✝ Jón VíkingurGuðmundsson fæddist á Skeggja- stöðum á Jökuldal í Norður-Múlasýslu 29. maí 1924. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri að kvöldi 11. janúar síðastliðins og fór útför hans fram frá Glerár- kirkju 20. janúar. inn kveður. Hann vildi hlúa að ungvið- inu, sem í kringum hann var og gerði það. Þess minnast margir nú. Síðast áð- an í stuttu spjalli sagði Bragi Bene- diktsson á Grímsstöð- um mér, að eftir að Víkingur hóf búskap á Hólsfjöllum hefði hann gefið sig sér- staklega að unga fólk- inu, kennt því og hvatt. „Við vorum mikið saman,“ sagði Bragi og bætti við: „Hann tók það upp hjá sjálfum sér að kenna okkur ensku. Hann kom einn daginn með bók heim í Grímsstaði og lét okkur lesa. Að því hef ég búið síðan. Þetta gerði hann af einskærum áhuga og fékk ekkert fyrir.“ En auðvitað fékk Víkingur fyrir það, vináttu, sem entist ævina. Samfélagið á Hólsfjöllum var sérstakt og náið, afskekkt en hlýtt. Efnahagur var misjafn á bæjunum, en menn unnu saman. Nýbýlingur- inn Víkingur Guðmundsson hafði kannski ekki úr miklu að moða, og þó. Hann ýtti undir vélvæðingu á Fjöllunum og sá um viðhald og við- gerðir, en aðrir réttu honum hjálp- arhönd, þegar þurfti. Ekkert var út á reikning. Debet og kredit þekkist ekki, þar sem himinninn er hærri og norðurljósin skærari en annars staðar og víðáttan þvílík, að hún er alltaf hjá manni þó enginn þekki endimörk hennar. Það bar ekki mikið á Víkingi Guðmundssyni, af því að hann átti þá innri hógværð, sem aðeins örfá- um mönnum er gefin. En þó munaði um hann. Hann var mannþekkjari eins og oft er um góða fjármenn. Hann þekkti og skildi þjóð sína og atvinnuhætti hennar. Hann var íhugull og lagði gott til mála. Þess vegna átti hann traust og var hlust- að á hann. Hann gat gert að gamni sínu en glettni hans var hlý og laus við áreitni. Hringurinn lokast svo í þeim punkti, að þessi hógværi mað- ur, sem ekki bar mikið á, var valinn til forystu, þar sem hann var með í leiknum. Við Víkingur unnum mjög náið saman innan Sjálfstæðisflokksins um langt árabil og treysti ég mjög á hann, stuðning hans og skilning á því, hvaðan vindarnir blésu. Vinur okkar beggja hafði við orð, að fáa hefði hann hitt, sem töluðu jafn gott mál og Víkingur. Einföld og skýr frásögn hans og blæbrigðin á tungu hans voru leifar af þeirri klassísku sveitamenningu, sem nú er á förum. Halldór Blöndal. ✝ Elsa Ágústsdótt-ir fæddist 12. nóvember 1933 á Saxhóli í Breiðuvík- urhreppi, Snæfells- nesi. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 30. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigur- laug Sigurgeirs- dóttir, húsfreyja og síðar verkakona á Akranesi, f. 25. ágúst 1900, d. 4. október 1984, og Ágúst S. Þórar- insson, bóndi og hreppstjóri á Sax- hóli, f. 10. desember 1896, d. 19. febrúar 1950. Systur Elsu eru: Þóra Jenný, f. 1932, Ásta Halldóra, f. 1934, d. 1935, Ásta Halldóra, f. eru: 1) Sigurlaug, f. 1952, búsett á Akranesi. Maður hennar er Sig- valdi Gunnarsson. Þeirra börn eru: Guðmundur Guðjón, Garðar og Hrönn. 2) Jóhanna Ólöf, f. 1955, búsett á Akranesi. Maður hennar er Axel G. Guðjónsson. Börn þeirra eru: Steinar, Garðar og Elsa. 3) Dagrún Linda, f. 1956, bú- sett í Reykjavík. Maður hennar er Daníel J. Pálsson. Börn þeirra eru: Páll Þórir, Vignir Már og Snorri Örn. 4) Bryndís, f. 1958, búsett í Kópavogi. Langömmubörnin eru sex. Elsa ólst upp á Svarfhóli í Mikla- holtshreppi frá átta ára aldri en fluttist ásamt móður sinni og systrum til Akraness eftir lát föður síns árið 1950. Elsa starfaði utan heimilis, m.a. við verslunarstörf, sem matráðskona hjá Vegagerð ríkisins og við heimilisaðstoð. Síð- ustu árin starfaði hún hjá Héraðs- dómi Reykjavíkur. Útför Elsu fór fram föstudaginn 9. desember, í kyrrþey að hennar ósk. 1935, og Þórdís, f. 1937. Elsa giftist 7. apríl 1956 Garðari Jó- hannessyni, húsa- smíðameistara, f. 7. apríl 1931 á Akra- nesi. Foreldrar hans voru Ólöf Magnús- dóttir, f. 29. maí 1905, d. 12. október 1973, og Jóhannes Helgason, f. 12. des- ember 1898, d. 5. júlí 1933. Stjúpfaðir Garðars var Guð- mundur G. Guðjónsson, f. 15. jan- úar 1896, d. 1. október 1982. Elsa og Garðar hófu búskap á Akranesi og bjuggu lengst af á Heiðarbraut 59 eða fram til ársins 1978 er þau fluttu í Kópavog. Dætur þeirra Í janúarmánuði árið 1984 fengum við bræður senda sannkallaða gjöf af himnum ofan er Elsa gekk inn í líf okkar. Samband okkar var einstak- lega gott allt frá fyrstu samveru- stundum, enda ekki annað hægt þar sem Elsa hugsaði um okkur bræður líkt og sín eigin barnabörn, slík var hlýjan og umhyggjan. Elsa var já- kvæð og bjartsýn að eðlisfari. Þá var hún jafnan glöð í bragði og alltaf stutt í hláturinn, sem endurómar í hugum okkar bræðra er við minn- umst liðinna daga í Hjallalandi. Elsa var líka eldklár, fjölfróð og með ein- dæmum úrræðagóð. Aldrei komum við að tómum kofunum hjá henni og við hana gátum við rætt alla mögu- lega hluti. Elsa var manngæskan holdi klædd, hvetjandi og einstaklega traust. Áhrif hennar á líf okkar bræðra voru mikil og góð og átti hún sinn þátt í því að móta okkur sem einstaklinga. Það voru svo sannar- lega forréttindi að fá að kynnast Elsu og njóta samvista hennar. Minningarnar um ánægjulegar og ómetanlegar samverustundir munu lifa í hjörtum okkar um ókomin ár. Það er með miklum söknuði og eftirsjá sem við kveðjum Elsu nú í hinsta sinn. Við vottum Garðari sem og öðrum ættingjum Elsu dýpstu samúð okkar. Megi hún hvíla í friði og Guð vaka yfir henni um aldir alda. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Páll, Tómas og Jóhannes Eiríkssynir. ELSA ÁGÚSTSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.