Morgunblaðið - 22.01.2006, Side 61

Morgunblaðið - 22.01.2006, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 61 DAGBÓK www.kontakt.is Suðurlandsbraut 4, 7. hæð. • Sími: 414 1200 • www.kontakt.is • Netfang: kontakt@kontakt.is Sérfræðingar þínir í fyrirtækjaviðskiptum. H O R N /H a u k u r / 2 0 5 2 er flutt á Laugaveg 56. Útsala og fjöldi opnunartilboða! Verið velkomin. Laugavegi 56 Aðalfundur, ráðstefna og grísaveisla Verða haldin að Hótel Örk, Hveragerði, laugard. 4. febrúar. Ráðstefna hefst kl. 13.00. Aðalfundur hefst kl. 16.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Grísaveisla hefst kl. 19.30 Vinsamlega pantið miða sem fyrst og ekki seinna en miðvikudaginn 1. febrúar í síma: 895 5584 Guðmundur, 896 2303 Halldór, 893 1813 Sigurjón, 843 1296 Gísli eða 561 1617 Otti. Nánari dagskrá er hægt að sjá á heimsíðu félagsins www.fhs.is Athugið: Gestir sem dvalið hafa í húsum félagsmanna á Spáni, eru hjartanlega velkomnir. Mætum öll og tökum með okkur gesti og eigum góða stund saman. Félag hús eigenda á Spáni Kjarvalsmynd til sölu Verkið er vatnslitamynd og hefur verið skoðað af þremur listfræðingum. Nánast samróma umsögn þeirra: Myndin býr yfir einstökum töfrum. Friðsæl og falleg. Mikil vinna lögð í verkið. Óvenju stórt miðað við að vera Kjarvals vatnslitamynd. Undurfögur stemningsmynd. Máluð kringum 1930. Ófölsuð. Myndefnið er íslenskt stuðlaberg. Stærð 95x72 cm. Verð: Tilboð – þó ekki undir 900 þúsund kr. Upplýsingar gefur Ingibjörg í símum 561 8155 og 893 8155, netfang: ding(@)simnet.is Jón Stefánsson óskast Óska eftir að kaupa olíumálverk eftir Jón Stefánsson Tilboð sendist á auglýsingadeild Mbl. eða á box@mbl.is merkt: „JS — 18130“. Góð leikfimi fyrir karla sem þurfa að styrkja maga og bak og um leið að fá góðar teygjur. Tímarnir eru tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 7.30. Kennt er í Kramhúsinu, Bergstaðastræti. Uppl. í síma 822 7772. Leikfimi og teygjur fyrir karlmenn Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Þorrablótið verð- ur föstud. 27. jan. kl. 17. Salurinn opn- aður kl. 16.30. Kvennakórinn Heklu- rnar syngur undir stjórn Bjarkar Jónsd. Óskar Pétursson syngur við undirleik Jónasar Þóris. Þorvaldur Halldórs sér um stuðið á ballinu. Happdrætti og fjöldasöngur. Skráning í s. 553 2760 fyrir miðvikud. 25. jan. Dalbraut 18–20 | Fastir liðir eins og venjulega. Minnum sérstaklega á Tungubrjóta alla mánudaga kl. 13.30, félagsvist alla þriðjudaga kl. 14, söng alla fimmtudaga kl. 14. Skráning er hafin á myndlistarnámskeið sem hefst. 31. jan. kl. 9–12. Þorrablótið er 3. feb. Dagskráin send heim sé þess óskað. Sími 588 9533. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnud. kl. 20. Caprí-tríó leikur. Fyrirhugað er að námskeið í framsögn hefjist 7. febr. Leiðbeinandi Bjarni Ingvarsson. Skráning og uppl. í s. 588 2111. Skemmtun og kynning á FEB, verður haldin í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi miðvikud. 25. jan. kl. 16. Fjölbreytt dagskrá. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Myndskreytt ljóðasýning stendur yfir í Garðabergi á ljóðum Magnúsar Hagalínssonar og Sólveigar Öldu Pét- ursdóttur. Sýning stendur til og með 16. febrúar. Opið er alla virka daga nema þriðjudaga kl. 12.30–16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 13–16 opin myndlistarsýning Sólveigar Egg- erz, síðasti sýningardagur. Miðvikud. 25. jan. er farið á listsýningar í Gerð- arsafni í Kópavogi. Lagt af stað frá Gerðubergi kl. 13.30, allir velkomnir. Fimmtud. 26. jan. kl. 13.15 ,,Kynslóðir saman í Breiðholti“, félagsvist í sam- starfi við Seljaskóla. Hraunbær 105 | Föstudaginn 27. jan. verður þorrablót. Húsið opnað kl. 17.30. Þorrahlaðborð hefst kl. 18. Verð kr. 3000. Skráning í s. 587 2888 og á skrifst. fyrir 25. jan. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Hæðargarður 31 | Fastir liðir þeir sömu. Minnum á námskeið í ljóðagerð sem hefst mánud. 23. jan. kl. 16. Framsagnarhópur þriðjudaga/opinn tími og miðvikudaga/framhaldshópur kl. 10–12. Tölvunámskeið kl. 13 laug- ard. Þorrablótið er 27. jan. Sendum dagskrána í pósti eða netbréfi sé þess óskað. Síminn er 568 3132. Korpúlfar Grafarvogi | Boccia á Korpúlfsstöðum á morgun, mánudag, kl. 13.30. Ganga frá Egilshöll klukkan 10 á morgun, mánudag. SÁÁ félagsstarf | Fluguhnýting- arnáskeið verður í Síðumúla 3–5 föstudag, laugardag og sunnudag kl. 17. Verð kr. 4000. Félagsstarf SÁÁ. Vesturgata 7 | Þorrablót verður haldið föstudaginn 10. febrúar, nánar auglýst síðar. Upplýsingar og skrán- ing í síma 535 2740. Kirkjustarf Hafnarfjarðarkirkja | Sunnudaga- skóli er alla sunnudaga kl. 11–11.45. Biblíusögur og söngvar. Háteigskirkja | Alla mánudaga kl. 13 er spiluð félagsvist í Setrinu í Há- teigskirkju. Kaffi kl. 15. Hjallakirkja | Eldra æskulýðsfélag Hjallakirkju, Dittó, heldur fundi kl. 20- 22. Hvaleyrarskóli | Sunnudagaskóli er alla sunnudaga kl. 11–12. Biblíusögur, brúður og söngvar. KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUK Holtavegi 28, þriðjud. 24. jan. kl. 20 í umsjón Lilju Baldvinsdóttur, kennara. Kaffi. Allar konur eru velkomnar. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Reykjavíkurmótið. Norður ♠G86 ♥ÁG84 N/Allir ♦ÁK854 ♣D Vestur Austur ♠D7432 ♠Á9 ♥-- ♥KD10975 ♦G10973 ♦D62 ♣K107 ♣85 Suður ♠K105 ♥632 ♦-- ♣ÁG96432 Þegar spilarar koma í hrönnum og með sama krotið á blaði er nokkuð öruggt að feitt er á stykkinu. Vestur Norður Austur Suður Erlendur Bjarni Guðm. Sigurbjörn -- 1 tígull 1 hjarta 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 3 lauf Pass 3 grönd Pass Pass Dobl Pass Pass 4 lauf Pass Pass Dobl Allir pass Spilið kom upp í 5. umferð Reykja- víkurmótsins. Mörg NS-pör reyndu þrjú grönd eða fimm lauf, en höfðu ekki erindi sem erfiði, enda vantar aðeins upp á styrkinn og legan er ekki hagstæð. Sagnirnar að ofan eru frá við- ureign Eyktar og Vinabæjar. NS eru Bjarni H. Einarsson og Sigurbjörn Haraldsson, en AV Erlendur Jóns- son og Guðmundur Sveinsson. Erlendur doblaði þrjú grönd í tví- þættum tilgangi – hann vissi að leg- an var slæm og vildi síður fá út hjarta. Sigurbjörn tók Erlend trúan- legan og rann af hólmi í fjögur lauf, sem Guðmundur doblaði „til að æsa leikinn“. Fljótt á litið virðist vandalítið að vinna fjögur lauf, en ekki er allt sem sýnist. Erlendur hitti á gott útspil – lítinn spaða, sem Guðmundur drap með ás og spilaði aftur spaða. Eftir þessa byrjun er sagnhafi dæmdur maður. Sigurbjörn gerði sitt besta með því að drepa á spaðakóng og spila spaða um hæl, en Guðmundur trompaði þann slag (af makker sín- um) og skipti yfir í hjarta. Erlendur stakk og fékk svo fjórða slaginn á laufkóng. Það er sama hvað sagnhafi gerir. Ekki má hann spila laufás og laufi, því þá fær vestur tvo slagi á K10, né heldur litlu laufi á drottninguna eða hjarta. Allt ber að sama brunni, vest- ur mun fá tvo slagi á tromp. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.