Morgunblaðið - 22.01.2006, Side 63

Morgunblaðið - 22.01.2006, Side 63
Umsjón hefur Ástráður Eysteinsson ásamt Hörpu Björnsdóttur. Skráning hjá Mími- símenntun í síma 5801800 eða á www.mimir.is Fréttir og tilkynningar Fjölskylduhjálp Íslands | Tekið er á móti matvælum, fatnaði og leikföngum alla mið- vikudaga kl. 13–17. Úthlutun matvæla er alla miðvikudaga kl. 15–17 að Eskihlíð 2–4 V/ Miklatorg. Þeir sem vilja styðja starfið fjár- hagslega, geta lagt inn á reikning 101-26- 66090 kt. 660903-2590. Fyrirlestrar og fundir Þjóðminjasafn Íslands | Þór Sigfússon hagfræðingur flytur erindi í fundaröð Sagn- fræðingafélags Íslands, „Hvað er útrás?“ Erindið nefnist „Útrás og innrás í sögulegu ljósi“ og verður flutt 24. jan. kl. 12.10. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 63 DAGBÓK 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Be3 c5 8. Dd2 Da5 9. Hb1 b6 10. Bc4 Bb7 11. f3 Rc6 12. Re2 cxd4 13. cxd4 Dxd2+ 14. Kxd2 Hd8 15. Hhd1 Bxd4 16. Rxd4 Rxd4 17. Kc3 Rc6 18. Hxd8+ Rxd8 19. Hd1 Bc6 20. Bh6 Hg8 21. h4 Re6 22. Hd2 Bd7 23. Be3 h5 24. Kb4 Rd8 25. Kc3 Hf8 26. Bh6 Hh8 27. Bf4 Hf8 28. Bb8 Rc6 29. Bc7 Ra5 Staðan kom upp á minningarmóti Keresar sem lauk fyrir skömmu í Tall- inn í Eistlandi. Heimsmeistarinn fyrr- verandi, Anatoly Karpov (2.672), hafði hvítt gegn Alexei Shirov (2.710). 30. Bb5! og svartur gafst upp þar sem hann tapar nú manni eða verður mát eftir 30. … Bxb5 31. Hd8#. Karpov varð efstur á mótinu ásamt Ivansjúk og Kas- imdzhanov á meðan Shirov fékk ein- göngu hálfan vinning og vermdi neðsta sætið. Lokastaða mótsins varð annars þessi: 1.–3. Vassily Ivansjúk (2.748), Anatoly Karpov (2.672) og Rustam Kasimdzhanov (2.670) 7 vinninga af 9 mögulegum. 4. Emanuel Berg (2.540) 5½ v. 5.–6. Vladimir Kosyrev (2.530) og Nikita Vitiugov (2.538) 4½ v. 7. Vasily Yemelin (2.529) 4 v. 8. Riho Liiva (2.411) 3½ v. 9. Evgeny Agrest (2.571) 1½ v. 10. Alexei Shirov (2.710) ½ v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Launasjóður fræðiritahöfunda Auglýsing um starfslaun Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is Launasjóður fræðiritahöfunda auglýsir eftir umsóknum um starfslaun úr sjóðnum sem veitt verða frá 1. júní 2006. Rétt til að sækja úr Launasjóði fræðiritahöfunda hafa höfundar alþýðlegra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku. Meginhlutverk Launasjóðs fræðiritahöfunda er að auðvelda samningu bóka, og verka í stafrænu formi, til eflingar íslenskri menningu. Starfslaun eru veitt til hálfs árs, eins árs, til tveggja ára eða þriggja. Þeir sem hljóta starfslaun úr sjóðnum skulu ekki gegna föstu starfi meðan á starfslaunatímanum stendur. Starfslaun miðast við núgildandi kjarasamning félags háskólakennara. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar nk. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) á Laugavegi 13, sími 515 5800, eða á heimasíðu RANNÍS - www.rannis.is. Umsóknir sendist til: Launasjóður fræðiritahöfunda, RANNÍS, Laugavegi 13, 101 Reykjavík. KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN efnir til tónleika í Bústaðakirkju í kvöld kl. 20. Á efnisskrá verða tvö verk, Píanókvartett í g-moll eftir Mozart og Strengjakvartett í Es-dúr op. 74, Hörpukvartettinn, eftir Beethoven. Flytjendur eru Sigrún Eðvalds- dóttir og Zbignew Dubik fiðluleik- arar, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari, Bryndís Halla Gylfadótt- ir sellóleikari og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari. Áður hafði verið auglýst að Gerrit Schuil léki á píanóið, en vegna óhapps í hálku leys- ir Anna Guðný hann af hólmi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bryndís Halla Gylfadóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Sigrún Eðvalds- dóttir og Zbigniew Dubik. Á mynd- ina vantar Önnu Guðnýju Guð- mundsdóttur. Kammermús- íkklúbburinn Nordjobb er ungmennaskiptaverkefnisem miðlar sumarstörfum til ungs fólksá Norðurlöndum á aldrinum 18-28 ára.Nordjobb hefur starfað frá árinu 1985 og hafa um sextán þúsund ungmenni tekið þátt í verkefninu síðan þá. Á hverju ári fá um 7-800 Norð- urlandabúar á aldrinum 18-28 ára starf gegnum verkefnið; sem fjármagnað er af norrænu ráð- herranefndinni, en stýrt af Norrænu félögunum í einstökum löndum. Yfirleitt fara á milli sjötíu og áttatíu ungmenni á hverju sumri héðan frá Íslandi til einhvers annars Norðurlandanna og hingað til lands hafa komið um hundrað ungmenni frá hinum Norðurlöndunum. „Nordjobb er frábær möguleiki fyrir íslensk ungmenni til að kynnast nágrannalöndunum og bæta kunnáttu í Norðurlandatungumálunum,“ seg- ir Alma Sigurðardóttir verkefnisstjóri Nordjobb á Íslandi. „Frá og með 2. janúar síðastliðnum var hægt að byrja að sækja um Nordjobb fyrir sumarið 2006. Á aðeins tveimur vikum hefur áhuginn verið gífurlegur og heimasíða verkefnisins verið mikið skoðuð. Alls hafa borist tæplega tvö þúsund um- sóknir frá ungmennum í leit að ævintýrum á þess- um stutta tíma.“ Alma segir Nordjobb sjá um að út- vega húsnæði, sem er ýmist á stúdentagörðum, í stúdentaíbúðum eða íbúðum á almennum leigu- markaði sem viðkomandi deilir þá með öðrum á vegum Nordjobb. Fólk sem fer í landbúnaðarvinnu, býr yfirleitt á bæjunum þar sem það er að vinna. „Þetta eru yfirleitt dæmigerð sumarstörf; garð- yrkja, umönnun og ýmiss konar þjónustustörf, en þó hafa líka komið sérhæfðari störf öðru hvoru. Á vegum verkefnsins er líka boðið upp á spennandi og fjölbreytta tómstundadagskrá fyrir „nordjobbara“, sem hefur það að markmiði að efla kunnáttu í tungumálum og kynna menningu þess lands sem viðkomandi heimsækir. Yfirleitt eru haldin svoköll- uð þjóðakvöld, þar sem boðið er upp á mat frá því Norðurlandanna sem re verið að kynna hverju sinni, skemmtiatriði eru líka á dagskránni og sagt frá landinu. Þetta er mjög skemmtileg kynning sem nær yfir öll Norðurlöndin. Svo er líka farið í allskonar ferðir, haldin eru námskeið í tungumáli landsins og margt fleira.“ Þeir sem fara til starfa á vegum Nordjobb þurfa sjálfir að borga fargjaldið og húsnæðið en fá að sjálfsögðu laun fyrir vinnu sína í því landi sem þeir starfa í. Umsóknarfrestur er til 31. maí næstkomandi. Nordjobb | Ungmennaskiptaverkefni sem miðlar sumarstörfum  Alma Sigurðardóttir er fædd í Reykjavík 13. mars árið 1981. Hún er stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík og mun útskrifast með BA-próf í spænsku frá Háskóla Íslands í febr- úar 2006. Alma starf- aði sem „nordjobbari“ við heimaþjónustuna á Álandseyjum sumarið 2001, hún var tómstundafulltrúi Nordjobb sumarið 2004 og er nú starfandi verkefnis- stjóri hjá Nordjobb síðan um síðustu áramót. Tækifæri til að kynnast nágrannalöndunum Hægt er að sækja um á heimasíðu Nordjobb www.nordjobb.net og eins gefur Alma nánari upplýsingar í s. 551 0165 eða 899 9210 og í gegnum netfangið island@nordjobb.net.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.