Morgunblaðið - 22.01.2006, Page 66

Morgunblaðið - 22.01.2006, Page 66
66 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Bandaríski söngvarinn Tom Waits hefur unnið mál sem hann höfðaði gegn bílaframleiðand- anum Wolkswagen-Audi í Barcelona á Spáni, en bílaframleiðandinn not- aði eftirhermu til að líkja eftir söng- rödd hans í auglýsingu fyrirtæk- isins. Eftirherman söng lagið „Innocent When You Dream“ en Tom Waits hefur aldrei gefið leyfi fyrir því að nota lög eftir sig í aug- lýsingum. Þykir bílafram- leiðandinn hafa brotið höfund- arrétt söngv- arans með því að láta leikara syngja lagið án tilskilinna leyfa. Lagið sem um ræðir er á plötu Tom Waits, Frank’s Wild Years, frá árinu 1987. Talsmaður söngvarans sagði þeg- ar dómsniðurstaða lá fyrir að skjól- stæðingur sinn fengi „nokkur þús- und evrur“ í skaðabætur frá bílaframleiðandanum og auglýs- ingastofunni. Þá sagði hann jafn- framt að þetta væri í fyrsta sinn sem dómstóll á Spáni hefði dæmt höfundi í vil í höfundaréttarmáli. Framleiðandi auglýsingarinnar hafði sótt um leyfi til að fá að nota lag Waits í auglýsingunni en ekki fengið. Waits og útgefandi hans unnu málið á lægra dómsstigi árið 2004 áður en því var áfrýjað til hærra dómsstigs.    Fólk folk@mbl.is Frásagnir herma að Tom Cruisehafi komið í veg fyrir að South Park þáttur, þar sem verið er að gera grín að honum, verði sýndur í Bretlandi. Þátturinn, þar sem Nic- ole Kidman og John Travolta, sem er meðlimur Vísindasafnaðarins líkt og Cruise, reyna að lokka teikni- myndaútgáfu af Cruise út úr skápn- um olli miklu fjaðrafoki þegar hann var sýndur í Bandaríkjunum. Í þættinum segir teikni- myndaútgáfa af Kidman við Cruise: „Hefur þetta ekki staðið nógu lengi? Það er kominn tími til að þú komir út úr skápnum. Þú blekkir engan,“ – en þarna er verið að vísa til kynhneigðar leikarans. Samkvæmt vefsíðunni TheRegist- er.co.uk hefur Paramount kvik- myndafyrirtækið samþykkt að sýna þáttinn aldrei aftur eftir að Cruise kvartaði undan honum. „Það er löngu orðið þekkt hve þrætugjarn Tom er og hann mun gera allt sem í hans valdi stendur til þess að verja mannorð sitt. Tom á ekki að hafa líkað þátturinn og Paramount einfaldlega tók ekki áhættuna á því að sýna hann aftur. Það er skömm að breskir áhorf- endur fái ekki að sjá þáttinn því hann er afar fyndinn,“ sagði heimild- armaður TheRegister.co.uk.    Blúsarinn aldraði B.B. King, semer áttræður að aldri, er sagður vera að íhuga að láta næstu tón- leikaferð sína um heiminn verða þá síðustu. Tón- leikaferð hans hefst í mars næstkomandi. Þótt frekari heimsreisur séu ekki á dagskrá hefur hann ekki í hyggju að leggja skóna alfarið á hilluna því hann ætlar að halda áfram að koma fram á tónleikum í Bandaríkjunum. „Ég man varla eftir því að ég sé áttræður nema þegar ég þarf að hlaupa upp hæðir og brekkur,“ sagði King. „Svo lengi sem fólk kaupir plöturnar mínar og kemur á tónleikana þá langar mig ekki til að gera neitt annað,“ sagði hann. Að sögn Jerry Digneys, fjöl- miðlafulltrúa B.B. King, hefur hann farið á tónleikaferðir á hverju ári í 60 ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.