Morgunblaðið - 19.03.2006, Side 10

Morgunblaðið - 19.03.2006, Side 10
10 SUNNUDAGUR 19. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Á sófaborði í húsi við Reyni- hvamm í Kópavogi liggja bækur um jarðsögu, nátt- úru og dýralíf. Tryggvi flettir bókunum áhuga- samur. „Við gleymum því oft hversu stutt maðurinn hefur verið á jörðinni. Jörðin varð til fyrir um fimm milljörðum ára en fyrstu menn- irnir komu hins vegar ekki fram fyrr en fyrir 3–4 milljónum ára. Maðurinn fór síðan fyrst að hafa fasta búsetu og stunda akur- yrkju fyrir 10.000 árum,“ segir hann og bætir við að síðan þá hafi fjöldi jarðarbúa farið úr 6–7 milljónum og upp í 6–7 millj- arða – það er þúsundfaldast. „Þetta eru ekki nema nokkrar sekúndur í jarðsögunni ef við hugsum um hana sem sólarhring!“ Tryggvi bendir á að geta manna til að hafa áhrif á umhverfið hafi stigmagnast frá því að ísöld lauk. Áhrifin séu þó ekki alltaf sýnileg, efnamengun og loftslagsbreytingar séu það til dæmis ekki. Því geti verið erfitt að sannfæra fólk um afleiðingar gjörða sinna. „Við urðum menn með því að byrja að ganga upprétt en nú erum við hætt að ganga. Tæknin hefur breytt manninum. Það virðist sem fólk haldi stundum að við lifum einhvern veginn á tækninni og séum ekki lengur hluti af náttúrunni. Þrátt fyrir allar tækniframfarir erum við hins vegar ekkert ólík því fólki sem gekk um á jörðinni strax eftir ísöld. Grunnþarfirnar eru þær sömu en við ráðum ekki fyllilega við tæknina. Við- horfið er gjarnan það að við eigum náttúr- una og megum nota hana eins og við vilj- um,“ segir Tryggvi hugsandi og hagræðir sér í sófanum. Blaðamaður kinkar kolli. Það er ef til vill við hæfi að hefja viðtal um umhverfisvernd og aðgerðir Íslendinga og annarra jarðar- búa, á því að minnast þess hve stutt mað- urinn hefur verið á jörðinni. Fátækt og græðgi skapa vandamál „Í umhverfismálum eru það sennilega græðgin og fátæktin sem eru mestu vanda- málin,“ segir Tryggvi. „Fátækt skapar vanda því þá hefur fólk ekki burði til að hugsa um umhverfið og gerir bara það sem það þarf til að lifa af þá stundina. Græðgin er sterkt afl og hættulegt. Við þurfum sí- fellt meira. Græðgin gerir það að verkum að við gerum ýmislegt óskynsamlegt og látum stundarhagsmuni ráða ferðinni. Það finnast til dæmis varla þeir hagfræðingar í dag sem segja að stóriðjustefna stjórnvalda sé skyn- samleg en samt setjum við inn á skipulagið hvert álverið á fætur öðru,“ segir hann. Tryggvi er hagfræðingur að mennt og lauk meistaraprófi í auðlindahagfræði frá Bandaríkjunum. Hann hefur unnið sem hag- fræðingur hjá Seðlabanka Íslands, í fjár- málaráðuneytinu og á ríkisspítölunum. Auk þess var hann deildarstjóri alþjóðadeildar umhverfisráðuneytisins og ráðgjafi hjá Nor- rænu ráðherranefndinni. Seinustu sjö árin hefur hann hins vegar starfað sem fram- kvæmdastjóri Landverndar, sem er töluvert öðruvísi en stjórnsýslustörfin enda um frjáls félagasamtök að ræða. Hann var síð- an nýverið valinn úr hópi umsækjenda til að vera í forsvari fyrir auðlinda- og umhverfis- málaskrifstofu Norrænu ráðherranefndar- innar í Kaupmannahöfn. Enginn tími til að læra af Kárahnjúkavirkjun „Vöxtur er lausnarorðið í dag,“ segir Tryggvi, lítur út um gluggann eitt andartak og bætir við að sveitarfélög á landsbyggð- inni virðist telja að þau verði að vaxa. „Það er hins vegar ekki sama sem merki á milli þess að sveitarfélög vaxi og að fólk- inu á staðnum líði vel og hafi það gott. Samt á stöðugt að vaxa og halda áfram. Við gef- um okkur ekki tíma til að læra af stærstu framkvæmd Íslandssögunnar við Kára- hnjúka en dembum okkur beint í næstu að- gerðir. Menn þola hreinlega ekki að hægi á. Óheft græðgi leiðir okkur hins vegar í ógöngur. Jafnvel hagfræðingar vita það!“ segir hann og bendir á fræðigreinar á borð við umhverfishagfræði og visthagfræði. – Þú nefnir Kárahnjúkavirkjun. Hvað hefðum við að þínu viti átt að læra af fram- kvæmdinni? „Virkjunin gengur þvert á mikilvæga hringrás í náttúru landsins og það sýndu öll gögn. Jarðgangagerðin gengur illa því ekki var búið að rannsaka jarðgrunninn. Erf- iðleikar urðu með stífluna vegna þess að menn viðurkenndu ekki gögn um að þetta væri á sprungusvæði. Stjórnmálamenn voru einfaldlega búnir að ákveða að ráðast í þetta. Reynsla annars staðar frá sýnir að svona nokkuð eykur hagvöxt einungis í tak- markaðan tíma og auk þess hef ég efasemd- ir um að þetta séu réttar áherslur og sú hagþróun sem geri lífsskilyrði okkar betri. Í gegnum aldirnar höfum við lifað á frum- framleiðslu, það er sjávarútvegi og landbún- aði. Samfélögin sem við berum okkur saman við hafa fært sig úr frumframleiðslu yfir í þjónustutengdari atvinnuvegi. Á Íslandi höf- um við miklar orkuauðlindir og nú hefur skapast svigrúm til að nýta þær fyrir stór- iðju. Þá ætlum við að halda okkur í þessu fari frumframleiðslunnar. Við höfum hins vegar val – við þurfum ekki að gera það. Við erum það stöndugt samfélag að við get- um valið.“ Niðurgreidd orka með náttúruspjöllum Tryggvi segir að það sem gerst hafi upp á síðkastið í Straumsvík ætti að vera lands- mönnum aðvörunarmerki. „Alcan virðist senda þau skilaboð til stjórnvalda að ef fyrirtækið fái ekki að stækka hætti það framleiðslu. Það sama verður líklega uppi á teningnum bæði á Reyðarfirði og Húsavík og þá kann að myndast meiri pressa á að ganga á náttúru landsins. Staðan verður þá sú að heilu sveit- arfélögin verða háð því að þau fái að starfa og þá er hætt við að gengið verið á merkar náttúruminjar. Fyrirtæki í greinum sem þessum þurfa að stækka og þau gera það með því að sækja meiri orku og meiri frum- efni. Fyrirtæki í þjónustugreinum stækka aftur án þess að ganga jafnnálægt náttúru- auðlindum. Tryggvi bendir á að álframleiðslan komi ekki hingað til lands á eðlilegum samkeppn- isforsendum. „Hún flyst hingað eingöngu vegna þess að við bjóðum ódýra orku. Og af hverju er hún ódýr? Vegna þess að menn borga ekki það fyrir hana sem hún kostar! Það borgar enginn fyrir þau spjöll sem unn- in eru á náttúru landsins. Þau eru gefin,“ segir hann alvarlegur og bætir við að auk þess sem orkan til stóriðjunnar sé niður- greidd með náttúruspjöllum sé hún niður- greidd af alþjóðasamfélaginu. Íslendingar hafi sótt sér auka losunarkvóta á gróður- húsalofttegundum til þjóða heimsins. „Í hagrænu samhengi nýtur þessi fram- leiðsla þannig mikillar fyrirgreiðslu, og kannski margfalt meira en landbúnaður sem oft er talað um að sé mikið niðurgreiddur.“ Tryggvi segir að honum finnist sem menn hafi hreinlega neitað að horfast í augu við ýmsa þætti málsins. „Þrátt fyrir að margt af okkar best menntaða fólki á sviði félagsvísinda, hag- fræði og náttúrufræði hafi dregið fram af- leiðingar stóriðjustefnunnar og þessara ákvarðana með mjög skýrum hætti, hafa ráðið ferðinni sérhagsmunir orkufyrirtækj- anna, byggðarlaganna, verkfræðistofanna, byggingaverktakanna og allra sem koma að hinum umtalaða vexti sem er svo þráður og eftirsóttur.“ Þjóðhagsreikningar Stalíns – En hvað segirðu við fólk á landsbyggð- inni sem bíður eftir þessum eftirsótta vexti og vill álver? „Ég svo sem segi ekki voðalega mikið við því. Það er þá sá skilningur sem menn hafa á samfélaginu, að frumframleiðsla á borð við þessa sé nauðsynleg. Við höfum hins vegar svo margt annað sem gæti blómstrað og megum ekki gleyma því,“ svarar Tryggvi og tekur dæmi af ferðaþjónustu, fyrir- tækjum í þróunarstarfi og hátækni. „Stjórnmálamenn hlaupa stundum á eftir háværum röddum og hagsmunum, í stað þess að vera hugrakkir og sjá heildarmynd- ina, koma fram sem leiðtogar og gera það sem þeir ættu helst að gera, að búa til sam- félag þar sem skilyrði eru almennt góð til vaxtar og velgengni, þar sem verðbólga er lág og þar sem þeim kröftum sem búa í samfélaginu er leyft að blómstra. Afskipti af því sem við sjáum með stóriðjustefnu ríkis- stjórnarinnar eru afar óheppileg,“ segir hann. Hann bætir við að stefnan beri í raun keim af því sem gert var í Sovétríkjunum og öðrum ríkjum á sínum tíma. „Það var sagt til gamans í hagfræðinni að hjá Stalín hafi allt sem framleitt var í stórum verksmiðjum verið vandlega skráð í þjóðhagsreikningum. Svo virðist sem marg- ir hér á landi haldi að þeim mun stærra og þyngra sem eitthvað er, þeim mun betra sé það fyrir samfélagið. Hugvit er hins vegar ekki þungt og mikið af lífsgæðum okkar eru þyngdarlaus. Góð stund í leikhúsi eða hugs- un úr góðri bók vega ekki neitt. Stjórnvöld og orkufyrirtæki virðast standa í þeirri meiningu að lífsgæði felist í framkvæmdum. Því stærri, meiri og þyngri – því betri!“ Allt aðrar stærðargráður en áður Tryggvi bendir á að stærðargráður álvera í dag séu allt aðrar en áður. Þegar farið hafi verið af stað í Straumsvík hafi til dæm- is verið um 30.000 tonna álver að ræða. Nú byrji menn hikstalaust á tífalt stærri verk- smiðjum eða þaðan af meira. „Hagfræðilega lækkar jaðarkostnaður framleiðslunnar með stærri álverum og þar með eru þau minni ekki samkeppnisfær. Miklar kröfur eru gerðar um að stækka,“ útskýrir Tryggvi. „Verið er að stækka ál- verið í Hvalfirði úr 90.000 tonnum í 220.000 tonn og Alcan í Straumsvík hefur áhuga á að vaxa og rúmlega tvöfaldast. Auk þess er rætt um nýtt álver í Helguvík, 250.000 tonn að stærð. Á Húsavík tala menn svo um 250.000 eða 350.000 tonna álver,“ segir hann og bætir við að hvor stærðin verði valin geti skipt sköpum varðandi orkuöflun og um- hverfisáhrif. Tryggvi segir að í stað þess að stjórn- málamenn hlaupi á eftir sértækum hags- munum ættu þeir heldur að íhuga að leggja skatta og gjöld á náttúru landsins. „Velta mætti fyrir sér hvað borga ætti fyrir að um- breyta tilteknu svæði og spilla náttúrunni þar og hvað rukka ætti einkafyrirtæki fyrir það. Þetta væri svona hagræn nálgun að þessu en myndi auka raunkostnað og senni- lega yrðu margar framkvæmdanna þá ekki arðbærar. Menn geta hins vegar einnig ákveðið að taka ákveðin svæði frá og segja að þetta séu verðmæti sem við þurfum ekki að spilla. Við erum vel stætt samfélag og getum alveg leyft okkur að eiga þetta óspillt. Við höfum nóg að bíta og brenna og hagkerfið og mannlífið getur blómstrað þó við göngum ekki á þessar merku minjar. Við þurfum að haga okkur svolítið eins og auðmenn. Margir auðmenn fara að safna listaverkum – ekki það að þau færi þeim einhver auðæfi sem slík en þeim finnst þau merkileg í sjálfum sér og þau auka þeim gleði. Auðugt samfélag sem á svona mikið af listaverkum í náttúrunni á að geta leyft sér að taka þau frá og geyma.“ Áhugaleysi Landsvirkjunar Þótt Tryggvi telji áhersluna á stóriðju óæskilega, segist hann ekki hissa á álvers- framkvæmdunum. „Það er í raun ekkert ótrúlegt við það Óheppileg stóriðju Tryggvi Felixson hagfræðingur lauk fyrir helgi störfum sem framkvæmda- stjóri Landverndar og byrjar í fyrramálið hjá Norrænu ráðherranefndinni. Hann leit af því tilefni yfir sviðið í umhverfismálum og sagði Sigríði Víðis Jónsdóttur að skammtímagræðgi á Íslandi þyrfti að víkja fyrir langtíma- hugsun. Stóriðja með náttúruspjöllum væri ekki nauðsynleg auðugri þjóð. Morgunblaðið/Kristinn Tryggvi Felixson, sem unnið hefur sem framkvæmdastjóri Landverndar síðastliðin sjö ár, hjólar reglulega til vinnu frá Kópavogi til Reykjavíkur. Hann hefur störf á nýjum stað í fyrramálið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.